Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 14:24 Skotið var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Grenndargralið Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. Brynjar heldur utan um síðuna Grenndargralið síðan árið þar sem hann fjallar um sögu Akureyrar og sér í lagi undanfarið merkilega muni sem hann hefur fundið á leit sinni á þessu gamla æfingasvæði Bandamanna. „Ég er búinn að fara ansi marga tugina af ferðum þarna uppeftir á síðustu sex, sjö árum. Að skoða og leita og reyna að fá einhverja mynd af því sem þeir voru að gera þarna. Fjallið heldur áfram að gefa. Við erum stöðugt að finna eitthvað nýtt og áhugavert á svæðinu,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Fannst í ruslaholu Hópurinn hefur málmleitartæki til notkunar en Brynjar segir að leitin fari að mestu fram með augunum. Gripirnir séu flestir á yfirborðinu. Brynjar segist hafa verið að leita í gömlum ruslaholum hermannanna þegar skotið leit dagsins ljós í fyrsta sinn í langan tíma. Brynjar hefur fundið ótrúlegustu gripi á gamla æfingasvæði Bandamanna á Hlíðarfjalli.Grenndargralið „Það var regla hjá hernum að þeir brenndu ruslið eða grófu holu í jörðina og komu fyrir kolum, hentu draslinu ofan í og leyfðu þessu svo að malla. En það er alltaf eitthvað sem sleppur í þessum ruslaholum þeirra. við vissum af einni slíkri holu á ákveðnum stað á þessu svæði. Ég fór aðeins að grafa í jörðina þar sem þessi hola er og þá kom þetta skot í ljós,“ segir hann. Gripurinn sem um ræðir er skothylki af gerðinni 7,92x57mm Mauser sem var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Brynjar segir það vera einkennilegt að þýskt skothylki finnist frá stríðsárunum þar sem þýsk skot voru ekki algeng á Íslandi. Þá segir hann það einnig vera athyglisvert að kúlan sé enn í skotinu, það er að segja, því hefur ekki verið hleypt af. Á þýskum skotum frá stríðsárunum eru merkingar ítarlegar og gat Brynjar ekki bara lesið framleiðsluárið af merkingum á skotinu sjálfu heldur einnig upplýsingar um framleiðanda, málmblöndu hylkisins og lotunúmer. Hallast að tveimur kenningum um uppruna skotsins Brynjar segir ýmsar kenningar hafa verið reifaðar um uppruna skotsins og hvernig það hafnaði á þessum stað en að vegna þess að hann fann það í þessari ruslaholu leiki enginn vafi á því að skotið hafi verið í fórum hermanns á æfingasvæðinu á hernámsárunum. Hann segist helst hallast að tveimur tilgátum. Annars vegar að skotið hafi borist með breskum hermanni frá Noregi en Norðmenn tóku einnig þátt í að þjálfa Breta og Bandaríkjamenn í að berjast við vetraraðstæður. Hins vegar að skotið hafi borist hingað með þýskri herflugvél sem hrapaði eða skotin var niður yfir Íslandi. Svokallaðar Heinckel-vélar hafi verið búnar byssum sem skutu slíkum skotum. „Þetta er svo furðulegur fundur að öllu leyti að það er alveg sama hvaða tilgáta kemur fram, hún er alltaf út í bláinn,“ áréttar hann þó. Akureyri Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Brynjar heldur utan um síðuna Grenndargralið síðan árið þar sem hann fjallar um sögu Akureyrar og sér í lagi undanfarið merkilega muni sem hann hefur fundið á leit sinni á þessu gamla æfingasvæði Bandamanna. „Ég er búinn að fara ansi marga tugina af ferðum þarna uppeftir á síðustu sex, sjö árum. Að skoða og leita og reyna að fá einhverja mynd af því sem þeir voru að gera þarna. Fjallið heldur áfram að gefa. Við erum stöðugt að finna eitthvað nýtt og áhugavert á svæðinu,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Fannst í ruslaholu Hópurinn hefur málmleitartæki til notkunar en Brynjar segir að leitin fari að mestu fram með augunum. Gripirnir séu flestir á yfirborðinu. Brynjar segist hafa verið að leita í gömlum ruslaholum hermannanna þegar skotið leit dagsins ljós í fyrsta sinn í langan tíma. Brynjar hefur fundið ótrúlegustu gripi á gamla æfingasvæði Bandamanna á Hlíðarfjalli.Grenndargralið „Það var regla hjá hernum að þeir brenndu ruslið eða grófu holu í jörðina og komu fyrir kolum, hentu draslinu ofan í og leyfðu þessu svo að malla. En það er alltaf eitthvað sem sleppur í þessum ruslaholum þeirra. við vissum af einni slíkri holu á ákveðnum stað á þessu svæði. Ég fór aðeins að grafa í jörðina þar sem þessi hola er og þá kom þetta skot í ljós,“ segir hann. Gripurinn sem um ræðir er skothylki af gerðinni 7,92x57mm Mauser sem var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Brynjar segir það vera einkennilegt að þýskt skothylki finnist frá stríðsárunum þar sem þýsk skot voru ekki algeng á Íslandi. Þá segir hann það einnig vera athyglisvert að kúlan sé enn í skotinu, það er að segja, því hefur ekki verið hleypt af. Á þýskum skotum frá stríðsárunum eru merkingar ítarlegar og gat Brynjar ekki bara lesið framleiðsluárið af merkingum á skotinu sjálfu heldur einnig upplýsingar um framleiðanda, málmblöndu hylkisins og lotunúmer. Hallast að tveimur kenningum um uppruna skotsins Brynjar segir ýmsar kenningar hafa verið reifaðar um uppruna skotsins og hvernig það hafnaði á þessum stað en að vegna þess að hann fann það í þessari ruslaholu leiki enginn vafi á því að skotið hafi verið í fórum hermanns á æfingasvæðinu á hernámsárunum. Hann segist helst hallast að tveimur tilgátum. Annars vegar að skotið hafi borist með breskum hermanni frá Noregi en Norðmenn tóku einnig þátt í að þjálfa Breta og Bandaríkjamenn í að berjast við vetraraðstæður. Hins vegar að skotið hafi borist hingað með þýskri herflugvél sem hrapaði eða skotin var niður yfir Íslandi. Svokallaðar Heinckel-vélar hafi verið búnar byssum sem skutu slíkum skotum. „Þetta er svo furðulegur fundur að öllu leyti að það er alveg sama hvaða tilgáta kemur fram, hún er alltaf út í bláinn,“ áréttar hann þó.
Akureyri Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira