Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. ágúst 2024 14:05 Ari verður brátt á sviði í einum þekktasta söngleik veraldar. Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni. „Þetta er það sem ég hef verið að stefna á síðustu fimm ár eftir að ég flutti út til London, þannig þetta er draumur að rætast,“ segir Ari sem útskrifaðist á síðasta ári sem leikari í borginni stóru. Síðasta árið hefur hann mætt í hinar ýmsu prufur ytra hjá West End leikhúsinu og meðal annars komist tvisvar í lokaúrtak fyrir Óperudrauginn. View this post on Instagram A post shared by Broadway Entertainment Group (@broadway_entertainment_group) Í fótspor síns gamla kennara Óperudraugurinn eða The Phantom of the Opera á frummálinu er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Ari mun bregða sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni og verður til taks ef hlaupa þarf í skarðið fyrir sjálfan óperudrauginn. „Ég fer núna bara á sunnudaginn út til London á æfingar og svo verður Sofia fyrsta stopp 19. ágúst.“ Þar á Ari við höfuðborg Búlgaríu en á eftir Sofiu er ferðinni heitið til Lissabon, Antwerp, Prag og Ljubljana svo einhverjar borgir séu nefndar. Hann segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp þrátt fyrir að hafa ekki komist inn í fyrstu atrennum. „Maður gefst aldrei upp. Það var aldrei í kortunum. Þetta hefur verið draumur alveg síðan ég var krakki, frá því að ég sá myndina fyrst. Þá hugsaði ég bara að það væri geggjað að fá að leika Raúl eða drauginn. Þetta eru þessi epísku hlutverk sem allir þekkja.“ Ljóst er að líkur eru á að Ari muni því feta í fótspor síns gamla kennara, Garðars Thórs Cortes, sem hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum. Hann fór til að mynda með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Stefnan svo tekin heim Ari eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur undanfarið verið búsettur hér heima. Hann segir að stefnan sé sett á að starfa við söngleikjagerð hér heima að endingu, enda vill Ari vera sem næst fjölskyldunni. „Við söknuðum auðvitað fjölskyldunnar þegar við bjuggum úti og ákváðum bara að koma heim. Mér finnst þetta tækifæri með leikhópnum ytra æðislegt en þetta reynir á fjölskyldulífið. Á endanum langar mig að koma heim og vera hluti af leikhússenunni hérna heim,“ segir Ari. Hann segir söngleikjasenuna á Íslandi í stöðugum vexti. „Eftir að hafa sérhæft mig í söngleikjatónlist og leiklist úti er það líka draumur að geta komið heim og unnið við það sem maður menntaði sig í. Lífið breytist þegar maður eignast son og maður hugsar hlutina aðeins öðruvísi,“ segir Ari á einlægum nótum. Menning Leikhús Bretland Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Þetta er það sem ég hef verið að stefna á síðustu fimm ár eftir að ég flutti út til London, þannig þetta er draumur að rætast,“ segir Ari sem útskrifaðist á síðasta ári sem leikari í borginni stóru. Síðasta árið hefur hann mætt í hinar ýmsu prufur ytra hjá West End leikhúsinu og meðal annars komist tvisvar í lokaúrtak fyrir Óperudrauginn. View this post on Instagram A post shared by Broadway Entertainment Group (@broadway_entertainment_group) Í fótspor síns gamla kennara Óperudraugurinn eða The Phantom of the Opera á frummálinu er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Ari mun bregða sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni og verður til taks ef hlaupa þarf í skarðið fyrir sjálfan óperudrauginn. „Ég fer núna bara á sunnudaginn út til London á æfingar og svo verður Sofia fyrsta stopp 19. ágúst.“ Þar á Ari við höfuðborg Búlgaríu en á eftir Sofiu er ferðinni heitið til Lissabon, Antwerp, Prag og Ljubljana svo einhverjar borgir séu nefndar. Hann segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp þrátt fyrir að hafa ekki komist inn í fyrstu atrennum. „Maður gefst aldrei upp. Það var aldrei í kortunum. Þetta hefur verið draumur alveg síðan ég var krakki, frá því að ég sá myndina fyrst. Þá hugsaði ég bara að það væri geggjað að fá að leika Raúl eða drauginn. Þetta eru þessi epísku hlutverk sem allir þekkja.“ Ljóst er að líkur eru á að Ari muni því feta í fótspor síns gamla kennara, Garðars Thórs Cortes, sem hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum. Hann fór til að mynda með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Stefnan svo tekin heim Ari eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur undanfarið verið búsettur hér heima. Hann segir að stefnan sé sett á að starfa við söngleikjagerð hér heima að endingu, enda vill Ari vera sem næst fjölskyldunni. „Við söknuðum auðvitað fjölskyldunnar þegar við bjuggum úti og ákváðum bara að koma heim. Mér finnst þetta tækifæri með leikhópnum ytra æðislegt en þetta reynir á fjölskyldulífið. Á endanum langar mig að koma heim og vera hluti af leikhússenunni hérna heim,“ segir Ari. Hann segir söngleikjasenuna á Íslandi í stöðugum vexti. „Eftir að hafa sérhæft mig í söngleikjatónlist og leiklist úti er það líka draumur að geta komið heim og unnið við það sem maður menntaði sig í. Lífið breytist þegar maður eignast son og maður hugsar hlutina aðeins öðruvísi,“ segir Ari á einlægum nótum.
Menning Leikhús Bretland Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“