Nýrnaveiki staðfest í sjókví í Arnarfirði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 15:43 Mynd úr safni af sjókvíum í Patreksfirði. Einar Árnason Nýrnaveiki hefur greinst í löxum í sjókví Arnarlax í Arnarfirði. Dýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST segir smitið hafa borist í kvína úr villtum löxum, en þar sé nýrnaveiki útbreidd. Svona smit geti skilað sér í aðeins meiri afföllum en hafi engin alvarleg áhrif. „Já það er alltaf smá barátta hjá sjókvíaeldinu að halda villta fisknum frá kvíunum, en það getur verið erfitt. Það fer ofboðslegur tími og fjármagn frá eldisstöðvunum í þetta, til að halda veikinni frá kvíunum,“ segir Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fisksjúkdjóma hjá Matvælastofnun. Hann segir að svona smit sé ekkert óeðlilegt, og komi ekki til með að hafa teljandi áhrif. Löxunum verði slátrað með eðlilegum hætti þegar að því kemur og ný seiði sett í kvíarnar, sem verða þá laus við sýkinguna. Nýrnaveikin alræmd í villta laxinum Gísli segir að nýrnaveiki sé útbreidd í villta laxastofninum á Íslandi. Hann tekur um það bil 700 sýni hvert haust úr villtum laxi, og það er alltaf „slatti af jákvæðum fiski.“ Laxarnir sýni þó engin einkenni. „Við sjáum aldrei nein klínísk einkenni í villtum fiski, en þessir fiskar eru að bera með sér smitið. Þetta er bara eins og flensa hjá okkur,“ segir Gísli. Komi til með að hafa lítil áhrif Gísli segir að þegar svona smit komi upp í sjókvíum, geti það veikt fiskinn og gert hann veikburðari og opnari fyrir öðrum sýkingum. Það sé aldrei af hinu góða að fá svona sýkingu. „En fiskarnir eru ekkert veikir eða neitt, og þeim verður slátrað með eðlilegum hætti. Þetta skilar sér kannski í aðeins meiri afföllum með tíð og tíma, en mun ekki hafa teljanleg áhrif,“ segir Gísli. Þegar svona smit komi upp sé gripið til varúðarráðstafana, passað sé upp á það að bátar fari ekki milli svæða og annað slíkt. Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Já það er alltaf smá barátta hjá sjókvíaeldinu að halda villta fisknum frá kvíunum, en það getur verið erfitt. Það fer ofboðslegur tími og fjármagn frá eldisstöðvunum í þetta, til að halda veikinni frá kvíunum,“ segir Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fisksjúkdjóma hjá Matvælastofnun. Hann segir að svona smit sé ekkert óeðlilegt, og komi ekki til með að hafa teljandi áhrif. Löxunum verði slátrað með eðlilegum hætti þegar að því kemur og ný seiði sett í kvíarnar, sem verða þá laus við sýkinguna. Nýrnaveikin alræmd í villta laxinum Gísli segir að nýrnaveiki sé útbreidd í villta laxastofninum á Íslandi. Hann tekur um það bil 700 sýni hvert haust úr villtum laxi, og það er alltaf „slatti af jákvæðum fiski.“ Laxarnir sýni þó engin einkenni. „Við sjáum aldrei nein klínísk einkenni í villtum fiski, en þessir fiskar eru að bera með sér smitið. Þetta er bara eins og flensa hjá okkur,“ segir Gísli. Komi til með að hafa lítil áhrif Gísli segir að þegar svona smit komi upp í sjókvíum, geti það veikt fiskinn og gert hann veikburðari og opnari fyrir öðrum sýkingum. Það sé aldrei af hinu góða að fá svona sýkingu. „En fiskarnir eru ekkert veikir eða neitt, og þeim verður slátrað með eðlilegum hætti. Þetta skilar sér kannski í aðeins meiri afföllum með tíð og tíma, en mun ekki hafa teljanleg áhrif,“ segir Gísli. Þegar svona smit komi upp sé gripið til varúðarráðstafana, passað sé upp á það að bátar fari ekki milli svæða og annað slíkt.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira