Gagnrýnir fjárhagsreglurnar eftir að Chelsea seldi Gallagher Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. ágúst 2024 13:00 Enzo Maresca ræddi við blaðamenn um söluna á Conor Gallagher. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images Enzo Maresca, nýráðinn stjóri Chelsea, gagnrýnir regluverk ensku úrvalsdeildarinnar sem hann segir hvetja félög til að selja uppalda leikmenn frá sér. Conor Gallagher er á leið til Atlético Madrid. Hann verður þar með sjöundi uppaldi leikmaðurinn sem Chelsea selur frá sér síðasta árið. Reiknað er með því að tveir aðrir, Armando Broja og Trevor Chalobah, verði einnig seldir í sumar. Ástæðan fyrir því að Chelsea er svo duglegt að selja uppalda leikmenn er að sala þeirra skráist sem hreinn gróði í bókhaldinu, sem gerir Chelsea kleift að hlýða ströngu fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Sem uppeldisfélag fær Chelsea einnig hluta af söluverði ef þeir eru seldir aftur. Enzo Maresca var spurður af BBC hvort hann hefði áhyggjur af því að stuðningsmenn tæku illa í að sjá alla uppöldu leikmennina selda frá félaginu. „Þetta eru ekki bara við, öll félög úrvalsdeildarinnar þurfa að gera þetta. Það er algjör synd, á Ítalíu til dæmis sáum við Totti spila með Roma í tuttugu ár. Við elskum að sjá það og aðdáendurnir vilja það eins og reglurnar eru núna er það ekki lengur hægt.“ Hann var svo spurður hvort breyta þyrfti reglunum og svaraði því játandi. Vert er að nefna að Chelsea hefur eytt meira en milljarði punda í leikmenn undanfarin tvö ár eftir að Todd Boehly keypti félagið. Þegar svo miklu er eytt þarf að selja mikið á móti til að jafna út bókhaldið og fylgja reglum sem kveða að félög megi ekki vera rekin með meira en 105 milljóna punda tapi yfir þriggja ára tímabil. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Conor Gallagher er á leið til Atlético Madrid. Hann verður þar með sjöundi uppaldi leikmaðurinn sem Chelsea selur frá sér síðasta árið. Reiknað er með því að tveir aðrir, Armando Broja og Trevor Chalobah, verði einnig seldir í sumar. Ástæðan fyrir því að Chelsea er svo duglegt að selja uppalda leikmenn er að sala þeirra skráist sem hreinn gróði í bókhaldinu, sem gerir Chelsea kleift að hlýða ströngu fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Sem uppeldisfélag fær Chelsea einnig hluta af söluverði ef þeir eru seldir aftur. Enzo Maresca var spurður af BBC hvort hann hefði áhyggjur af því að stuðningsmenn tæku illa í að sjá alla uppöldu leikmennina selda frá félaginu. „Þetta eru ekki bara við, öll félög úrvalsdeildarinnar þurfa að gera þetta. Það er algjör synd, á Ítalíu til dæmis sáum við Totti spila með Roma í tuttugu ár. Við elskum að sjá það og aðdáendurnir vilja það eins og reglurnar eru núna er það ekki lengur hægt.“ Hann var svo spurður hvort breyta þyrfti reglunum og svaraði því játandi. Vert er að nefna að Chelsea hefur eytt meira en milljarði punda í leikmenn undanfarin tvö ár eftir að Todd Boehly keypti félagið. Þegar svo miklu er eytt þarf að selja mikið á móti til að jafna út bókhaldið og fylgja reglum sem kveða að félög megi ekki vera rekin með meira en 105 milljóna punda tapi yfir þriggja ára tímabil.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira