Harris orðin frambjóðandi demókrata og kynnir varaforsetaefni sitt Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 07:49 Aldrei áður hefur þeldökk kona verið frambjóðandi annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum til forseta. Hér sést Kamala Harris veifa til stuðningsmanna sinna á kosningafundi í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. AP/John Bazemore Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, tryggði sér formlega útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni hans í gær. Hún hyggst kynna varaforsetaefni sitt á kosningafundi í Pennsylvaníu í dag. Rafrænni atkvæðagreiðslu landsfundarfulltrúa Demókrataflokksins lauk í gær og greiddu 99 prósent þeirra henni atkvæði sitt. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt og áður en formlegur landsfundur flokksins fer fram síðar í þessum mánuði til þess að tryggja að frambjóðandi demókrata komist á kjörseðilinn í öllum ríkjum. Harris verður þar með fyrsta þeldökka konan sem er forsetaefni annars stóru flokkanna tveggja. Til marks um hversu fljót Harris var að fylkja flokknum að baki sér eftir að Joe Biden forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér áfram í síðasta mánuði segir AP-fréttastofan að það hafi aðeins tekið varaforsetann 32 klukkustundir að tryggja sér stuðning nægilega marga landsfundarfulltrúa til þess að hljóta útnefninguna. Öll athyglin hefur því beinst að því hvern Harris velur sem varaforsetaefni sitt. Gengið hefur verið út frá því að hún velji hvítan karlmann til verksins. Washington Post segir Harris hafa fundað með að minnsta kosti þremur mögulegum varaforsetaefnum á sunnudag, þeim Josh Shapiro, ríkisstjóra í Pennsylvaníu, Mark Kelly, öldungadeildarþingmanni frá Arizona, og Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota. Búist er við því að framboðið tilkynni hver hreppir hnossið í dag og þau Harris komi svo fram saman á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í kvöld. Í framhaldinu ferðast Harris til lykilríkjanna Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu, Arizona og Nevada. Töluverður viðsnúningur hefur orðið í kosningabaráttunni eftir brotthvarf Biden. Harris mælist nú með umtalsvert meiri stuðning en hann gerði gegn Donald Trump í skoðanakönnunum. Frambjóðendurnir eru nú svo gott sem jafnir en útlit hafði verið fyrir að Biden ætti verulega undir högg að sækja gegn Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15 „Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Rafrænni atkvæðagreiðslu landsfundarfulltrúa Demókrataflokksins lauk í gær og greiddu 99 prósent þeirra henni atkvæði sitt. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt og áður en formlegur landsfundur flokksins fer fram síðar í þessum mánuði til þess að tryggja að frambjóðandi demókrata komist á kjörseðilinn í öllum ríkjum. Harris verður þar með fyrsta þeldökka konan sem er forsetaefni annars stóru flokkanna tveggja. Til marks um hversu fljót Harris var að fylkja flokknum að baki sér eftir að Joe Biden forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér áfram í síðasta mánuði segir AP-fréttastofan að það hafi aðeins tekið varaforsetann 32 klukkustundir að tryggja sér stuðning nægilega marga landsfundarfulltrúa til þess að hljóta útnefninguna. Öll athyglin hefur því beinst að því hvern Harris velur sem varaforsetaefni sitt. Gengið hefur verið út frá því að hún velji hvítan karlmann til verksins. Washington Post segir Harris hafa fundað með að minnsta kosti þremur mögulegum varaforsetaefnum á sunnudag, þeim Josh Shapiro, ríkisstjóra í Pennsylvaníu, Mark Kelly, öldungadeildarþingmanni frá Arizona, og Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota. Búist er við því að framboðið tilkynni hver hreppir hnossið í dag og þau Harris komi svo fram saman á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í kvöld. Í framhaldinu ferðast Harris til lykilríkjanna Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu, Arizona og Nevada. Töluverður viðsnúningur hefur orðið í kosningabaráttunni eftir brotthvarf Biden. Harris mælist nú með umtalsvert meiri stuðning en hann gerði gegn Donald Trump í skoðanakönnunum. Frambjóðendurnir eru nú svo gott sem jafnir en útlit hafði verið fyrir að Biden ætti verulega undir högg að sækja gegn Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15 „Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15
„Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01