Lynch ólíklegur til að leikstýra aftur vegna Covidhræðslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 23:40 David Lynch. Vísir/Getty Bandaríski leikstjórinn David Lynch glímir við langvinna lungnaþembu og hefur gefið það í skyn að hann muni ekki koma til með að leikstýra á ný. Hann hættir sér ekki út vegna hræðslu við það að veikjast af sýkingum líkt og Covid. Frá þessu greindi Lynch í viðtali við tímaritið Sight & Sound. Lynch er 78 ára gamall og segir hræðslu sína við Covid, sem gæti aukið á veikindi hans, gera það að verkum að hann hætti sér ekki úr húsi. Næsta leikstjóraverkefni þyrfti því að vera framkvæmt með fjarbúnaði, eins og hann orðaði það. „Mér myndi ekki líka neitt sérstaklega vel við það,“ segir Lynch. „Ég fékk lungnaþembu eftir að hafa reykt lengi. Þannig ég þarf að dúsa heima hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það væri virkilega slæmt ef ég veikist, jafnvel þótt það væri bara flensa,“ segir Lynch og bætir við að hann geti aðeins gengið í stutta stund í einu. Lungnaþemba myndast í langflestum tilfellum vegna mikilla reykinga. Þá getur óhreint loft, ryk og efnablöndur haft sömu áhrif. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að lungnaþemba verði þriðji algengasti dauðavaldurinn árið 2030. Lynch kom síðast að verkefni í sjónvarpi við leikstjórn þáttanna Twin Peaks: The Return árið 2017. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með leikstjórn bíómynda á borð við Blue Velvet, Mulholland Drive og Lost Highway. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Frá þessu greindi Lynch í viðtali við tímaritið Sight & Sound. Lynch er 78 ára gamall og segir hræðslu sína við Covid, sem gæti aukið á veikindi hans, gera það að verkum að hann hætti sér ekki úr húsi. Næsta leikstjóraverkefni þyrfti því að vera framkvæmt með fjarbúnaði, eins og hann orðaði það. „Mér myndi ekki líka neitt sérstaklega vel við það,“ segir Lynch. „Ég fékk lungnaþembu eftir að hafa reykt lengi. Þannig ég þarf að dúsa heima hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það væri virkilega slæmt ef ég veikist, jafnvel þótt það væri bara flensa,“ segir Lynch og bætir við að hann geti aðeins gengið í stutta stund í einu. Lungnaþemba myndast í langflestum tilfellum vegna mikilla reykinga. Þá getur óhreint loft, ryk og efnablöndur haft sömu áhrif. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að lungnaþemba verði þriðji algengasti dauðavaldurinn árið 2030. Lynch kom síðast að verkefni í sjónvarpi við leikstjórn þáttanna Twin Peaks: The Return árið 2017. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með leikstjórn bíómynda á borð við Blue Velvet, Mulholland Drive og Lost Highway.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira