Bætti heimsmetið í níunda sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. ágúst 2024 22:30 Armand Duplantis bætti heimsmetið í stangarstökki í níunda sinn í kvöld. Patrick Smith/Getty Images Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis gerði sér lítið fyrir og bætti heimsmetið í greininni í níunda sinn á ferlinum. Eins og við var að búast bar Duplantis öruggan sigur úr býtum í úrslitum stangarstökki karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Eins og svo oft áður var Duplantis að eltast við metin á meðan aðrir keppendur urðu að gera sér það að góðu að berjast um silfrið. Duplantis sleppti því að stökkva yfir helming hæðanna sem boðið var upp á áður en sláin var hækkuð í sex metra. Hann flaug hátt yfir sex metrana og gerði svo slíkt hið sama þegar sláin var hækkuð í 6,10 metra. Fyrir kvöldið í kvöld var Ólympíumet Brasilíumannsins Thiago Braz da Silva 6,03 metrar og Duplantis því búinn að stórbæta það. Gravity? Never heard of it. pic.twitter.com/xXTYFtwnwm— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Duplantis var þarna þegar búinn að tryggja sér gullverðlaunin, en hann var hvergi nærri hættur. Hann ætlaði sér að bæta sitt eigið heimsmet, sem var 6,24 metrar. Hann hafði flogið yfir hverja einustu hæð fram að þessu án þess að fella slána, en þegar sláin var hækkuð í 6,25 metra vandaðist verkefnið. Duplantis felldi í fyrstu tveimur tilraununum, en kom sér nokkuð örugglega yfir í þriðju og síðustu tilraun og náði því að næta sitt eigið heimsmet um einn sentímetra. #WorldRecord, at the Olympics. 🥇 pic.twitter.com/IGjGdptbJR— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Þetta er í níunda sinn sem Duplantis bæti heimsmetið, en hann gerði það fyrst í febrúar árið 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra. Duplantis á þó enn nokkuð í land með að ná Sergey Bubka, sem á sínum tíma bætti heimsmetið í stangarstökki sautján sinnum. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Eins og við var að búast bar Duplantis öruggan sigur úr býtum í úrslitum stangarstökki karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Eins og svo oft áður var Duplantis að eltast við metin á meðan aðrir keppendur urðu að gera sér það að góðu að berjast um silfrið. Duplantis sleppti því að stökkva yfir helming hæðanna sem boðið var upp á áður en sláin var hækkuð í sex metra. Hann flaug hátt yfir sex metrana og gerði svo slíkt hið sama þegar sláin var hækkuð í 6,10 metra. Fyrir kvöldið í kvöld var Ólympíumet Brasilíumannsins Thiago Braz da Silva 6,03 metrar og Duplantis því búinn að stórbæta það. Gravity? Never heard of it. pic.twitter.com/xXTYFtwnwm— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Duplantis var þarna þegar búinn að tryggja sér gullverðlaunin, en hann var hvergi nærri hættur. Hann ætlaði sér að bæta sitt eigið heimsmet, sem var 6,24 metrar. Hann hafði flogið yfir hverja einustu hæð fram að þessu án þess að fella slána, en þegar sláin var hækkuð í 6,25 metra vandaðist verkefnið. Duplantis felldi í fyrstu tveimur tilraununum, en kom sér nokkuð örugglega yfir í þriðju og síðustu tilraun og náði því að næta sitt eigið heimsmet um einn sentímetra. #WorldRecord, at the Olympics. 🥇 pic.twitter.com/IGjGdptbJR— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Þetta er í níunda sinn sem Duplantis bæti heimsmetið, en hann gerði það fyrst í febrúar árið 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra. Duplantis á þó enn nokkuð í land með að ná Sergey Bubka, sem á sínum tíma bætti heimsmetið í stangarstökki sautján sinnum.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira