Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 23:01 Mótmælendur köstuðu meðal annars grjóti að lögreglu. getty Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. Á annað hundrað hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku hefur æst upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga. Grunaður morðingi er tæplega átján ára piltur sem fæddist í Cardiff í Wales og er sonur innflytjenda. Honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitenda í straumi falsupplýsinga á samfélagsmiðlum, sem fylgdu í kjölfar árásarinnar. Dómstari í Southport úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins, þvert á fordæmi, til að stemma stigu við upplýsingaóreiðu. Átök.getty Það hefur dugað skammt, líkt og óeirðirnar bera með sér. Um sjöhundruð manns hópuðust saman fyrir utan Holiday Inn hótel í Rotherham til þess að bera eld að miðstöð fyrir hælisleitendur. Flöskum og grjóti var grýtt í átt að hótelinu, sem og lögreglu. Fjöldi lögreglumanna hefur slasast í átökunum síðustu daga. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. „Komið þeim burt,“ var hrópað í mótmælunum í dag. „Það var mikið af reiðum, reiðum, reiðum hægriöfgamönnum,“ er haft eftir gagnmótmælenda í frétt Guardian. „Þetta er mjög óhugnanlegt“. Til átaka hefur komið milli þessara tveggja hópa sem eru á öndverðum meiði. Starmer á blaðamannafundi í dag.getty Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur heitið lögreglu stuðningi til að takast á við óeirðirnar í kjölfar árásarinnar. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. „Ég fordæmi algjörlega glæpsamlega hegðun hægriöfgahópa nú um helgina. Velkist ekki í vafa um að þeir sem tóku þátt í þessu ofbeldi munu þurfa að standa skil á gjörðum sínum gagnvart lögunum. Lögreglan mun taka menn höndum. Einstaklingar verða hnepptir í varðhald. Ákærur verða gefnar út og sakfellingar fylgja í kjölfarið,“ sagði Starmer. Frá mótmælum í dag.getty Lögreglumenn hafa staðið í ströngu.getty Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Á annað hundrað hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku hefur æst upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga. Grunaður morðingi er tæplega átján ára piltur sem fæddist í Cardiff í Wales og er sonur innflytjenda. Honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitenda í straumi falsupplýsinga á samfélagsmiðlum, sem fylgdu í kjölfar árásarinnar. Dómstari í Southport úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins, þvert á fordæmi, til að stemma stigu við upplýsingaóreiðu. Átök.getty Það hefur dugað skammt, líkt og óeirðirnar bera með sér. Um sjöhundruð manns hópuðust saman fyrir utan Holiday Inn hótel í Rotherham til þess að bera eld að miðstöð fyrir hælisleitendur. Flöskum og grjóti var grýtt í átt að hótelinu, sem og lögreglu. Fjöldi lögreglumanna hefur slasast í átökunum síðustu daga. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. „Komið þeim burt,“ var hrópað í mótmælunum í dag. „Það var mikið af reiðum, reiðum, reiðum hægriöfgamönnum,“ er haft eftir gagnmótmælenda í frétt Guardian. „Þetta er mjög óhugnanlegt“. Til átaka hefur komið milli þessara tveggja hópa sem eru á öndverðum meiði. Starmer á blaðamannafundi í dag.getty Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur heitið lögreglu stuðningi til að takast á við óeirðirnar í kjölfar árásarinnar. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. „Ég fordæmi algjörlega glæpsamlega hegðun hægriöfgahópa nú um helgina. Velkist ekki í vafa um að þeir sem tóku þátt í þessu ofbeldi munu þurfa að standa skil á gjörðum sínum gagnvart lögunum. Lögreglan mun taka menn höndum. Einstaklingar verða hnepptir í varðhald. Ákærur verða gefnar út og sakfellingar fylgja í kjölfarið,“ sagði Starmer. Frá mótmælum í dag.getty Lögreglumenn hafa staðið í ströngu.getty
Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira