Djokovic náði loksins Ólympíugullinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 15:09 Novak Djokovic fagnar hér langþráðum gullverðlaunum á Ólympíuleikum. Nú hefur hann unnið 24 risatitla og Ólympíugull á sínum stórkostlega ferli. Getty/Christina Pahnke Serbinn Novak Djokovic er Ólympíumeistari í tennis karla eftir sigur á Spánverjanum unga Carlos Alcaraz í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í París í dag. Djokovic vann leikinn í tveimur settum, 7-6 (7-3) og 7-6 (7-2) en þau voru hnífjöfn og unnust bæði eftir upphækkun. Leikurinn endaði kannski 2-0 en hann var frábær skemmtun frá upphafi til enda þar sem þessir frábæru tennisspilarar sýndi stórbrotin tilþrif. Vantaði bara Ólympíugullið Djokovic hafði unnið allt á sínum frábæra tennisferli nema Ólympíugullið en þetta eru hans fjórðu Ólympíuleikar. Tuttugu ára bið eftir gullinu og nú kom það loksins. Alcaraz hafði unnið báða úrslitaleikina á móti Djokovic þar á meðal á Opna franska meistaramótinu fyrir stuttu. Nú mætti hann hins vegar Djokovic sem var að spila einn sinn besta tennisleik í mörg ár. Þetta var eflaust síðasta tækifæri Djokovic til að vinna Ólympíugullið en hann varð í dag sá elsti til að vinna Ólympíugullverðlaun í tennis. „Gaf sál mína, líkama og allt“ Djokovic er án nokkurs vafa besti tennisleikari sögunnar og hann gulltryggði sér eiginlega þann titil með því að klára gullið í dag. „Ég er í sjokki. Ég gaf sál mína, líkama, fjölskyldu og allt til að vinna Ólympíugullið. Að vera orðinn 37 ára gamall og ná þessu loksins,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í dag. Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira
Djokovic vann leikinn í tveimur settum, 7-6 (7-3) og 7-6 (7-2) en þau voru hnífjöfn og unnust bæði eftir upphækkun. Leikurinn endaði kannski 2-0 en hann var frábær skemmtun frá upphafi til enda þar sem þessir frábæru tennisspilarar sýndi stórbrotin tilþrif. Vantaði bara Ólympíugullið Djokovic hafði unnið allt á sínum frábæra tennisferli nema Ólympíugullið en þetta eru hans fjórðu Ólympíuleikar. Tuttugu ára bið eftir gullinu og nú kom það loksins. Alcaraz hafði unnið báða úrslitaleikina á móti Djokovic þar á meðal á Opna franska meistaramótinu fyrir stuttu. Nú mætti hann hins vegar Djokovic sem var að spila einn sinn besta tennisleik í mörg ár. Þetta var eflaust síðasta tækifæri Djokovic til að vinna Ólympíugullið en hann varð í dag sá elsti til að vinna Ólympíugullverðlaun í tennis. „Gaf sál mína, líkama og allt“ Djokovic er án nokkurs vafa besti tennisleikari sögunnar og hann gulltryggði sér eiginlega þann titil með því að klára gullið í dag. „Ég er í sjokki. Ég gaf sál mína, líkama, fjölskyldu og allt til að vinna Ólympíugullið. Að vera orðinn 37 ára gamall og ná þessu loksins,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í dag.
Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira