„Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2024 13:30 Guðlaugur Þór ræddi meðal annars aðkomu hans að nýsköpunarverkefnum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekkert óeðlilegt við að ráðherrar tali fyrir og ryðji brautina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Fjölmörg dæmi séu um að mikill ávinningur hafi náðst fyrir samfélagið allt með tilkomu slíkra fyrirtækja. Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Innlent Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Innlent Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Innlent „Við berum ekki þeirra sorg“ Innlent Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Innlent Handtóku konu á Sæbraut Innlent Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Innlent Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum ofbeldismanni Innlent Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Innlent „Eftir þetta þá ber ég nákvæmlega ekki neitt traust til lögreglunnar“ Innlent Fleiri fréttir Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Leita manns við Vík í Mýrdal Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið „Við berum ekki þeirra sorg“ Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Hefur verið með kindur í Reykjavík í 67 ár Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Harmleikur á Krýsuvíkurvegi og harkalegar aðgerðir lögreglu Vilja ná tali af manni sem ekki hefur spurst til síðan í ágúst Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Ákvörðunin um brottflutning Yazan stendur Faðirinn handtekinn meðan leitað var að tíu ára stúlkunni Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Handtóku konu á Sæbraut Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum ofbeldismanni Jóhann Óli hlýtur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Harmleikur í Krýsuvík og hætt við brottvísun á síðustu stundu Ráðherrar VG fóru fram á að brottvísun Yazans yrði frestað Eiríkur Elís og Eyvindur metnir hæfastir Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann „Það er ekki auðvelt að leggja mig í einelti“ Sjá meira
Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Innlent Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Innlent Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Innlent „Við berum ekki þeirra sorg“ Innlent Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Innlent Handtóku konu á Sæbraut Innlent Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Innlent Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum ofbeldismanni Innlent Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Innlent „Eftir þetta þá ber ég nákvæmlega ekki neitt traust til lögreglunnar“ Innlent Fleiri fréttir Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Leita manns við Vík í Mýrdal Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið „Við berum ekki þeirra sorg“ Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Hefur verið með kindur í Reykjavík í 67 ár Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Harmleikur á Krýsuvíkurvegi og harkalegar aðgerðir lögreglu Vilja ná tali af manni sem ekki hefur spurst til síðan í ágúst Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Ákvörðunin um brottflutning Yazan stendur Faðirinn handtekinn meðan leitað var að tíu ára stúlkunni Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Handtóku konu á Sæbraut Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum ofbeldismanni Jóhann Óli hlýtur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Harmleikur í Krýsuvík og hætt við brottvísun á síðustu stundu Ráðherrar VG fóru fram á að brottvísun Yazans yrði frestað Eiríkur Elís og Eyvindur metnir hæfastir Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann „Það er ekki auðvelt að leggja mig í einelti“ Sjá meira