Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. ágúst 2024 23:15 Trump fór mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social í dag. Hann ætlar ekki að mæta í kappræður sem hann hafði áður samþykkt. getty Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“. Mest lesið Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Innlent Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Innlent Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Innlent „Við berum ekki þeirra sorg“ Innlent Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Innlent Handtóku konu á Sæbraut Innlent Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Innlent Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum ofbeldismanni Innlent „Eftir þetta þá ber ég nákvæmlega ekki neitt traust til lögreglunnar“ Innlent Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Innlent Fleiri fréttir Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi Lifa enn í vellystingum á rívíerunni þrátt fyrir refsiaðgerðir Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Vaktin: Rannsakað sem banatilræði gegn Trump Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Lofar að svara árásum Húta af hörku Vill ekki ræða verðmiðann Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Sjá meira
Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“.
Mest lesið Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Innlent Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Innlent Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Innlent „Við berum ekki þeirra sorg“ Innlent Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Innlent Handtóku konu á Sæbraut Innlent Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Innlent Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum ofbeldismanni Innlent „Eftir þetta þá ber ég nákvæmlega ekki neitt traust til lögreglunnar“ Innlent Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Innlent Fleiri fréttir Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi Lifa enn í vellystingum á rívíerunni þrátt fyrir refsiaðgerðir Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Vaktin: Rannsakað sem banatilræði gegn Trump Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Lofar að svara árásum Húta af hörku Vill ekki ræða verðmiðann Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Sjá meira