Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. ágúst 2024 23:15 Trump fór mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social í dag. Hann ætlar ekki að mæta í kappræður sem hann hafði áður samþykkt. getty Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“. Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“.
Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira