Mateta kom heimamönnum í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2024 21:07 Jean-Philippe Mateta skoraði sigurmark Frakklands gegn Argentínu með skalla eftir hornspyrnu. getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimalið Frakka er komið í undanúrslit í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Argentínumönnum, 1-0, í kvöld. Leikurinn hófst mjög fjörlega því strax á 5. mínútu kom Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, Frökkum yfir. Þessi kröftuga byrjun reyndist ekki fyrirboði um það sem koma skyldi því fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks. Argentínumenn voru meira með boltann en gekk illa að opna frönsku vörnina. Luciano Gondou komst næst því að skora í uppbótartíma en Guillaume Restes varði skot hans og tryggði franska liðinu sigurinn, 1-0. Frakkar hafa ekki enn fengið á sig mark á Ólympíuleikunum. Í undanúrslitunum mætir Frakkland Egyptalandi sem vann Paragvæ eftir vítaspyrnukeppni, 5-4. Diego Gómez kom Paragvæum yfir á 71. mínútu en Ibrahim Adel jafnaði fyrir Egypta þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Eygptar úr öllum sínum spyrnum en Hamza Alaa, markvörður þeirra, varði spyrnu Marcelos Pérez. Spánn vann öruggan sigur á Japan, 0-3. Fermín López, sem var í Evrópumeistaraliði Spánverja fyrr í sumar, skoraði tvö fyrstu mörkin og Abel Ruiz gulltryggði svo sigur þeirra. Í undanúrslitunum mætir Spánn Marokkó sem rúllaði yfir Bandaríkin, 4-0, í fyrsta leik dagsins. Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Leikurinn hófst mjög fjörlega því strax á 5. mínútu kom Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, Frökkum yfir. Þessi kröftuga byrjun reyndist ekki fyrirboði um það sem koma skyldi því fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks. Argentínumenn voru meira með boltann en gekk illa að opna frönsku vörnina. Luciano Gondou komst næst því að skora í uppbótartíma en Guillaume Restes varði skot hans og tryggði franska liðinu sigurinn, 1-0. Frakkar hafa ekki enn fengið á sig mark á Ólympíuleikunum. Í undanúrslitunum mætir Frakkland Egyptalandi sem vann Paragvæ eftir vítaspyrnukeppni, 5-4. Diego Gómez kom Paragvæum yfir á 71. mínútu en Ibrahim Adel jafnaði fyrir Egypta þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Eygptar úr öllum sínum spyrnum en Hamza Alaa, markvörður þeirra, varði spyrnu Marcelos Pérez. Spánn vann öruggan sigur á Japan, 0-3. Fermín López, sem var í Evrópumeistaraliði Spánverja fyrr í sumar, skoraði tvö fyrstu mörkin og Abel Ruiz gulltryggði svo sigur þeirra. Í undanúrslitunum mætir Spánn Marokkó sem rúllaði yfir Bandaríkin, 4-0, í fyrsta leik dagsins.
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira