Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. ágúst 2024 06:36 Blinken segir ljóst að niðurstöðurnar sem gefnar hafa verið út í Venesúela séu rangar. AP Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna fjölmargra brota sem virðast hafa verið framin í aðdraganda kosninganna og á meðan þeim stóð. Þá hafa stjórnvöld neitað að birta öll talningargögn. Forsetar Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó hafa kallað eftir því að gögnin verði birt. Electoral data overwhelmingly demonstrate the will of the Venezuelan people: democratic opposition candidate @EdmundoGU won the most votes in Sunday’s election. Venezuelans have voted, and their votes must count.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) August 2, 2024 Kjörstjórn landsins tilkynnti um síðustu helgi að Maduro hefði sigrað í kosningunum en stjórnarandstaðan segir þetta einfaldlega rangt. Hún hefur komist yfir seðla úr flestum kosningavélum landsins og segir niðurstöðuna hreinlega falsaða. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna sýndu González með afgerandi forskot á Maduro. Stjórnvöld víða um heim hafa kallað eftir því að yfirvöld í Venesúela færi sönnur á að Maduro hafi sigrað en forsetinn hefur sakað erlend ríki um afskipti af innanríkismálum Venesúela og segir framgöngu stjórnarandstöðunnar jafngilda valdaránstilraun. Niðurstaðan hefur verið viðurkennd af Kína, Rússlandi og Íran. María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er í felum en hefur boðað til mótmæla á morgun. Bandaríkin Venesúela Mest lesið Settu sprengjur í símboðana Erlent Talinn hafa nauðgað konu og tekið það upp Innlent „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi Erlent Látin eftir hákarlaárás suður af Kanaríeyjum Erlent Banaslys á byggingarsvæði í Árborg Innlent 169 börn sem fæddust eftir 7. október á lista yfir látnu Erlent Sárnar hvernig fjölskyldunni bárust tíðindin hörmulegu Innlent Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Innlent Læknir grunaður um að nauðga 88 konum Erlent Fleiri fréttir Neitað um lausn gegn tryggingu og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi 169 börn sem fæddust eftir 7. október á lista yfir látnu Settu sprengjur í símboðana Látin eftir hákarlaárás suður af Kanaríeyjum „Það er hula yfir sólinni“ Læknir grunaður um að nauðga 88 konum Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Stækkar herinn í þriðja sinn Verður kanslaraefni Kristilegra demókrata „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi Lifa enn í vellystingum á rívíerunni þrátt fyrir refsiaðgerðir Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Vaktin: Rannsakað sem banatilræði gegn Trump Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Lofar að svara árásum Húta af hörku Vill ekki ræða verðmiðann Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Sjá meira
Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna fjölmargra brota sem virðast hafa verið framin í aðdraganda kosninganna og á meðan þeim stóð. Þá hafa stjórnvöld neitað að birta öll talningargögn. Forsetar Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó hafa kallað eftir því að gögnin verði birt. Electoral data overwhelmingly demonstrate the will of the Venezuelan people: democratic opposition candidate @EdmundoGU won the most votes in Sunday’s election. Venezuelans have voted, and their votes must count.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) August 2, 2024 Kjörstjórn landsins tilkynnti um síðustu helgi að Maduro hefði sigrað í kosningunum en stjórnarandstaðan segir þetta einfaldlega rangt. Hún hefur komist yfir seðla úr flestum kosningavélum landsins og segir niðurstöðuna hreinlega falsaða. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna sýndu González með afgerandi forskot á Maduro. Stjórnvöld víða um heim hafa kallað eftir því að yfirvöld í Venesúela færi sönnur á að Maduro hafi sigrað en forsetinn hefur sakað erlend ríki um afskipti af innanríkismálum Venesúela og segir framgöngu stjórnarandstöðunnar jafngilda valdaránstilraun. Niðurstaðan hefur verið viðurkennd af Kína, Rússlandi og Íran. María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er í felum en hefur boðað til mótmæla á morgun.
Bandaríkin Venesúela Mest lesið Settu sprengjur í símboðana Erlent Talinn hafa nauðgað konu og tekið það upp Innlent „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi Erlent Látin eftir hákarlaárás suður af Kanaríeyjum Erlent Banaslys á byggingarsvæði í Árborg Innlent 169 börn sem fæddust eftir 7. október á lista yfir látnu Erlent Sárnar hvernig fjölskyldunni bárust tíðindin hörmulegu Innlent Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Innlent Læknir grunaður um að nauðga 88 konum Erlent Fleiri fréttir Neitað um lausn gegn tryggingu og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi 169 börn sem fæddust eftir 7. október á lista yfir látnu Settu sprengjur í símboðana Látin eftir hákarlaárás suður af Kanaríeyjum „Það er hula yfir sólinni“ Læknir grunaður um að nauðga 88 konum Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Stækkar herinn í þriðja sinn Verður kanslaraefni Kristilegra demókrata „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi Lifa enn í vellystingum á rívíerunni þrátt fyrir refsiaðgerðir Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Vaktin: Rannsakað sem banatilræði gegn Trump Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Lofar að svara árásum Húta af hörku Vill ekki ræða verðmiðann Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Sjá meira