Draumadagurinn breyttist fljótt í martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 09:30 César Palacios í búningi spænska unglingalandsliðsins. Getty/Seb Daly Einn efnilegasti spænski miðjumaðurinn sleit krossband eftir aðeins fimm mínútur í fyrsta leiknum með Real Madrid. Draumadagur unga knattspyrnumannsins César Palacios breyttist því fljótt í martröð. Hann meiddist illa á hné í fyrsta leik með Real Madrid. Forráðamenn Real óttast nú að þessi nítján ári miðjumaður hafi slitið krossband en hann var staddur með spænska liðinu í æfingaferð í Bandaríkjunum. Í raun var Palacios aðeins búinn að spila í fimm mínútur á Soldier Field í Chicago þegar hann meiddist. Real Madrid tapaði leiknum 1-0 á móti ítalska félaginu AC Milan. Palacios kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Króatann Luka Modric en var síðan tekinn af velli á 52. mínútu og í stað hans kom Álvaro Rodríguez. Rodríguez meiddist síðan sjálfur illa á ökkla og var tekin af velli í lok leiksins. Palacios er einn efnilegasti leikmaður liðsins en Athletic Club sýndi honum mikinn áhuga fyrir nokkrum vikum. Hann er fæddur árið 2004 og hefur skorað sex mörk í tólf leikjum með spænska nítján ára landsliðinu. Hann skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í þrettán leikjum með Real Madrid í unglingameistaradeild UEFA á síðasta tímabili. Nú bíður hans aðgerð og mikil vinna við að koma sér aftur inn á fótboltavöllinn. Real Madrid mætir Barcelona í næsta leik sínum í æfingaferðinni sem er á morgun í New Jersey. Esto sí que me preocupa y me jode: que el chaval César Palacios debutara y a los 6 minutos se lesionara de la rodilla. Porque, además, Ancelotti dijo luego en rueda de prensa que no tenía buena pinta. Espero que no sea grave.pic.twitter.com/oKDXBk0aoQ— Madrid Sports (@MadridSports_) August 1, 2024 Spænski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Draumadagur unga knattspyrnumannsins César Palacios breyttist því fljótt í martröð. Hann meiddist illa á hné í fyrsta leik með Real Madrid. Forráðamenn Real óttast nú að þessi nítján ári miðjumaður hafi slitið krossband en hann var staddur með spænska liðinu í æfingaferð í Bandaríkjunum. Í raun var Palacios aðeins búinn að spila í fimm mínútur á Soldier Field í Chicago þegar hann meiddist. Real Madrid tapaði leiknum 1-0 á móti ítalska félaginu AC Milan. Palacios kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Króatann Luka Modric en var síðan tekinn af velli á 52. mínútu og í stað hans kom Álvaro Rodríguez. Rodríguez meiddist síðan sjálfur illa á ökkla og var tekin af velli í lok leiksins. Palacios er einn efnilegasti leikmaður liðsins en Athletic Club sýndi honum mikinn áhuga fyrir nokkrum vikum. Hann er fæddur árið 2004 og hefur skorað sex mörk í tólf leikjum með spænska nítján ára landsliðinu. Hann skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í þrettán leikjum með Real Madrid í unglingameistaradeild UEFA á síðasta tímabili. Nú bíður hans aðgerð og mikil vinna við að koma sér aftur inn á fótboltavöllinn. Real Madrid mætir Barcelona í næsta leik sínum í æfingaferðinni sem er á morgun í New Jersey. Esto sí que me preocupa y me jode: que el chaval César Palacios debutara y a los 6 minutos se lesionara de la rodilla. Porque, además, Ancelotti dijo luego en rueda de prensa que no tenía buena pinta. Espero que no sea grave.pic.twitter.com/oKDXBk0aoQ— Madrid Sports (@MadridSports_) August 1, 2024
Spænski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira