Hlý og góð tilfinning að mæta á Bessastaði Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. ágúst 2024 21:50 Halla segist vilja verða forseti sem leiðir fólk til samtals og samstarfs. Ragnar Axelsson Halla Tómasdóttir segir að tilfinningin að mæta á Bessastaði sem húsráðandi sé hlý og góð, en hún hafi auðvitað svolítil fiðrildi í maganum. Hún kveðst vilja verða forseti sem leiðir fólk saman til samtals og samstarfs, og reynir að virkja kraftinn í þjóðinni til að finna hvert við ætlum að stefna. Halla segist hafa nýtt tímann í sumar vel til að undirbúa flutningana til Bessastaða. „Já ég held nú að allt lífið sem betur fer búi mann undir öll verkefni sem maður fer í. Ég hef verið að hugsa mikið hvaða hlutverki embættið getur gegnt í samfélaginu okkar þessi misserin á þessum tíma, því hver forseti hefur haft sína nálgun,“ segir Halla. Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti Höllu á Bessastaði í kvöld. „Við erum að fagna 80 ára lýðveldisafmæli og spurningin er hvert viljum við fara, og hvað ætlum við að segja að 80 árum liðnum, að við höfum gert yfir þann mannsaldur, það er eitthvað sem ég vil velta fyrir mér,“ segir hún. Björn með doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna Hún segir að fjölskylda hennar sé alltaf að flytja, og stundum sé sagt að Björn maður hennar sé kominn með meistara- eða doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna. Þau eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Þannig við erum ekki flutt inn ennþá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ segir hún. Halla segir Björn vera kominn með doktors-eða mastersgráðu í samsetningu Ikea húsgagna.Ragnar Axelsson Ætlar að beita sér fyrir heilsu Björn Skúlason eiginmaður Höllu kveðst gríðarlega spenntur fyrir nýju hlutverki sínu sem forsetamaki. „Hlutverkið sjálft er ekki skilgreint þannig lagað, en ég er bara gríðarlega spenntur og ótrúlega stoltur yfir þessum degi og hvernig Halla stóð sig. Þessi embættistaka var bara gæsahúð fyrir mig,“ segir Björn. Hann heldur að hann þurfi svolítið að „mjaka sér inn í þetta“ nýja hlutverk. Eliza fráfarandi forsetafrú hafi boðist til þess að hjálpa honum og segja honum hvernig hennar fyrstu skref voru. „En hvað varðar áhuga minn hef ég gríðarlegan áhuga á heilsu, hreyfingu og næringu. Mig langar til þess að beita mér á þeim vettvangi, en hvernig það verður og hvenær, það verður bara að koma í ljós,“ segir hann. Unga fólkið valdeflt Halla segir að það sem hún sé hvað mest þakklát fyrir þegar hún horfir á þessar kosningar, sé kosningaþátttaka unga fólksins. Margt ungt fólk hafi unnið að framboðinu hennar, en þeim var boðið til Bessastaða í kvöld. „Við erum að fagna ungu sjálfboðaliðunum og þakka þeim hér í kvöld. Einhver hluti þeirra var viðstaddur athöfnina í kvöld, og töluverður hluti á Austurvelli með klút,“ segir hún. Margt ungt fólk lagði hönd á plóg í kosningabaráttu Höllu.Ragnar Axelsson Þegar þau hafi farið af stað í kosningaferðalagið í vor hafi verið lögð áhersla á það að hitta ungt fólk. Það hafi tekist að valdefla þau og gefa þeim frelsi til að hafa áhrif, og þau hafi verið með eigin kosningaskrifstofu. „Mér þykir ekki vænt um neitt meira en það nema kannski eiginmanninn og börnin,“ segir hún. Ísland sé leiðandi í jafnrétti og jarðvarma Halla segir að hennar áherslur verði áfram þær sömu og hún hafi alltaf talað um. „Ég trúi því að við leiðum í jafnrétti og jarðvarma og að við getum verið friðsæl þjóð, og ég vona að við getum sýnt umheiminum að á Íslandi er lýðræðið og samfélagsumræðan heilbrigð, traustið er að byggjast upp. Að við getum kannski verið öðrum fyrirmynd, því að í núverandi heimi eru bara rosalega mikil átök um allt, og kannski getum við sýnt fram á aðra leið til þess að takast á við okkar ágreining,“ segir Halla Tómasdóttir. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Halla segist hafa nýtt tímann í sumar vel til að undirbúa flutningana til Bessastaða. „Já ég held nú að allt lífið sem betur fer búi mann undir öll verkefni sem maður fer í. Ég hef verið að hugsa mikið hvaða hlutverki embættið getur gegnt í samfélaginu okkar þessi misserin á þessum tíma, því hver forseti hefur haft sína nálgun,“ segir Halla. Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti Höllu á Bessastaði í kvöld. „Við erum að fagna 80 ára lýðveldisafmæli og spurningin er hvert viljum við fara, og hvað ætlum við að segja að 80 árum liðnum, að við höfum gert yfir þann mannsaldur, það er eitthvað sem ég vil velta fyrir mér,“ segir hún. Björn með doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna Hún segir að fjölskylda hennar sé alltaf að flytja, og stundum sé sagt að Björn maður hennar sé kominn með meistara- eða doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna. Þau eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Þannig við erum ekki flutt inn ennþá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ segir hún. Halla segir Björn vera kominn með doktors-eða mastersgráðu í samsetningu Ikea húsgagna.Ragnar Axelsson Ætlar að beita sér fyrir heilsu Björn Skúlason eiginmaður Höllu kveðst gríðarlega spenntur fyrir nýju hlutverki sínu sem forsetamaki. „Hlutverkið sjálft er ekki skilgreint þannig lagað, en ég er bara gríðarlega spenntur og ótrúlega stoltur yfir þessum degi og hvernig Halla stóð sig. Þessi embættistaka var bara gæsahúð fyrir mig,“ segir Björn. Hann heldur að hann þurfi svolítið að „mjaka sér inn í þetta“ nýja hlutverk. Eliza fráfarandi forsetafrú hafi boðist til þess að hjálpa honum og segja honum hvernig hennar fyrstu skref voru. „En hvað varðar áhuga minn hef ég gríðarlegan áhuga á heilsu, hreyfingu og næringu. Mig langar til þess að beita mér á þeim vettvangi, en hvernig það verður og hvenær, það verður bara að koma í ljós,“ segir hann. Unga fólkið valdeflt Halla segir að það sem hún sé hvað mest þakklát fyrir þegar hún horfir á þessar kosningar, sé kosningaþátttaka unga fólksins. Margt ungt fólk hafi unnið að framboðinu hennar, en þeim var boðið til Bessastaða í kvöld. „Við erum að fagna ungu sjálfboðaliðunum og þakka þeim hér í kvöld. Einhver hluti þeirra var viðstaddur athöfnina í kvöld, og töluverður hluti á Austurvelli með klút,“ segir hún. Margt ungt fólk lagði hönd á plóg í kosningabaráttu Höllu.Ragnar Axelsson Þegar þau hafi farið af stað í kosningaferðalagið í vor hafi verið lögð áhersla á það að hitta ungt fólk. Það hafi tekist að valdefla þau og gefa þeim frelsi til að hafa áhrif, og þau hafi verið með eigin kosningaskrifstofu. „Mér þykir ekki vænt um neitt meira en það nema kannski eiginmanninn og börnin,“ segir hún. Ísland sé leiðandi í jafnrétti og jarðvarma Halla segir að hennar áherslur verði áfram þær sömu og hún hafi alltaf talað um. „Ég trúi því að við leiðum í jafnrétti og jarðvarma og að við getum verið friðsæl þjóð, og ég vona að við getum sýnt umheiminum að á Íslandi er lýðræðið og samfélagsumræðan heilbrigð, traustið er að byggjast upp. Að við getum kannski verið öðrum fyrirmynd, því að í núverandi heimi eru bara rosalega mikil átök um allt, og kannski getum við sýnt fram á aðra leið til þess að takast á við okkar ágreining,“ segir Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira