Fjarlægði númerið úr símaskránni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2024 12:14 Þorgrímur Þráinsson stóð í ströngu fyrir tuttugu árum í baráttunni gegn reykingum. Vísir/Vilhelm Þorgrímur Þráinsson fjarlægði símanúmer sitt úr símaskránni þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar eftir að síminn hringdi á nóttunni og einhver sagðist ætla að nauðga konunni hans. Þorgrímur rifjar upp að tuttugu ár séu nú liðin síðan hann hætti störfum fyrir nefndina og segir að baráttunni gegn reykingum hafi fylgt ýmsar skuggahliðar. „Í ár eru 20 ár síðan ég hætti sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar, af því það var slegið á puttana á mér þegar lýðheilsustöð var sett á laggirnar. Miðstýring tók völdin. Árin 1996-2004 voru eftirminnileg á margvíslegan hátt af því það náðist árangur en það var sótt að okkur úr ýmsum áttum – fyrir það eitt að segja sannleikann um tóbak. Ekki síst skaðsemi óbeinna reykinga,“ skrifar Þorgrímur í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Ráðist á hann á skemmtistað Þorgrímur rifjar upp árangurinn sem náðist á þessum árum. MR hafi til að mynda orðið fyrsti framhaldsskólinn með reyklaus menntaskólaböll, Háskólabíó bannað reykingar í húsnæðinu og stúkan á Laugardalsvelli varð reyklaus. „En það voru margar skuggahliðar á því að vera í þessi starfi í átta ár. Mér var nokkrum sinnum hótað lífláti, það var ráðist á mig á skemmtistað eftir að ég sagði sannleikann um skaðsemi reykinga í sjónvarpsfréttum en nokkrir vina minna sneru árásarmanninn niður. Síminn hringdi stundum á nóttunni og einhver sagðist ætla nauðga konunni minni. Í kjölfarið fjarlægði ég númerið úr símaskránni.“ Þá segir Þorgrímur blaðamann á Helgarpóstinum hafa skrifað heilsíðugrein um hann á miður fallegan hátt og segir hann fréttamenn sem reyktu hafa sífellt reynt að gera lítið úr störfum nefndarinnar. Stjórnandi útsendingar á vegum RÚV hafi gert lítið úr þeirra störfum og tónlistarmaður í beinni útsendingu sagt að Þorgrímur bæri ábyrgð á dauða vinar hans sem ekki mátti reykja á spítala. „En það sem var skondnast, var að nokkrir rithöfundar gerðu grín að mér í skáldsögum sínum. Fjölmargir héldu í alvörunni að ég starfaði að tóbaksvörnum af því ég hafði ekkert annað við líf mitt að gera. Ég var í launuðu starfi sem framkvæmdastjóri og þeir sem sátu í tóbaksvarnanefnd treystu mér. Frábært og framsýnt fólk. Mér vitrari maður á sviði forvarna hvatti mig til að hafa ætíð heilbrigða skynsemi að leiðarljósi og treysta innsæinu.“ Víða pottur brotinn í dag Þorgrímur segir að ástæða þess að hann rifji þetta upp nú sé sú að víða sé pottur brotinn í samfélaginu í dag. Allt sé hægt þegar hugrekki og dugnaður sé hafður að leiðarljósi. „Við þurfum á leiðtogum að halda sem standa í lappirnar þótt 0,02 prósent þjóðarinnar reiti hár sitt og hrópi hátt opinberlega af minnsta tilefni. Þá þegir meirihlutinn, því miður, svo hann lendi ekki í hakkavél hinna örfáu.“ Heilsa Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Í ár eru 20 ár síðan ég hætti sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar, af því það var slegið á puttana á mér þegar lýðheilsustöð var sett á laggirnar. Miðstýring tók völdin. Árin 1996-2004 voru eftirminnileg á margvíslegan hátt af því það náðist árangur en það var sótt að okkur úr ýmsum áttum – fyrir það eitt að segja sannleikann um tóbak. Ekki síst skaðsemi óbeinna reykinga,“ skrifar Þorgrímur í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Ráðist á hann á skemmtistað Þorgrímur rifjar upp árangurinn sem náðist á þessum árum. MR hafi til að mynda orðið fyrsti framhaldsskólinn með reyklaus menntaskólaböll, Háskólabíó bannað reykingar í húsnæðinu og stúkan á Laugardalsvelli varð reyklaus. „En það voru margar skuggahliðar á því að vera í þessi starfi í átta ár. Mér var nokkrum sinnum hótað lífláti, það var ráðist á mig á skemmtistað eftir að ég sagði sannleikann um skaðsemi reykinga í sjónvarpsfréttum en nokkrir vina minna sneru árásarmanninn niður. Síminn hringdi stundum á nóttunni og einhver sagðist ætla nauðga konunni minni. Í kjölfarið fjarlægði ég númerið úr símaskránni.“ Þá segir Þorgrímur blaðamann á Helgarpóstinum hafa skrifað heilsíðugrein um hann á miður fallegan hátt og segir hann fréttamenn sem reyktu hafa sífellt reynt að gera lítið úr störfum nefndarinnar. Stjórnandi útsendingar á vegum RÚV hafi gert lítið úr þeirra störfum og tónlistarmaður í beinni útsendingu sagt að Þorgrímur bæri ábyrgð á dauða vinar hans sem ekki mátti reykja á spítala. „En það sem var skondnast, var að nokkrir rithöfundar gerðu grín að mér í skáldsögum sínum. Fjölmargir héldu í alvörunni að ég starfaði að tóbaksvörnum af því ég hafði ekkert annað við líf mitt að gera. Ég var í launuðu starfi sem framkvæmdastjóri og þeir sem sátu í tóbaksvarnanefnd treystu mér. Frábært og framsýnt fólk. Mér vitrari maður á sviði forvarna hvatti mig til að hafa ætíð heilbrigða skynsemi að leiðarljósi og treysta innsæinu.“ Víða pottur brotinn í dag Þorgrímur segir að ástæða þess að hann rifji þetta upp nú sé sú að víða sé pottur brotinn í samfélaginu í dag. Allt sé hægt þegar hugrekki og dugnaður sé hafður að leiðarljósi. „Við þurfum á leiðtogum að halda sem standa í lappirnar þótt 0,02 prósent þjóðarinnar reiti hár sitt og hrópi hátt opinberlega af minnsta tilefni. Þá þegir meirihlutinn, því miður, svo hann lendi ekki í hakkavél hinna örfáu.“
Heilsa Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp