Yfirmaður hernaðararms Hamas sagður hafa fallið í árás Ísraela Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2024 09:20 Palestínumenn leituðu að líkum eftir árásina í Khan Younis á Gasa-ströndinni þann 13. júlí síðastliðinn. Ap/Jehad Alshrafi Mohammed Deif, yfirmaður hernaðararms Hamas féll í árás Ísraela fyrir tæplega þremur vikum. Þetta staðhæfir Ísraelsher í dag og segir Deif hafa farist í loftárás á húsnæði í útjaðri borgarinnar Khan Younis í suðurhluta Gaza þann 13. júlí. Hamas sagði Deif hafa lifað af umrædda árás en samtökin hafa enn ekki tjáð sig um yfirlýsingu Ísraelshers í dag. Meira en níutíu aðrir, þar á meðal óbreyttir borgarar á flótta í nærliggjandi tjöldum, létu lífið í árásinni, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Í yfirlýsingu segir ísraelski herinn að „eftir mat leyniþjónustunnar sé hægt að staðfesta að Mohammed Deif hafi verið drepinn í árásinni.“ AP-fréttaveitan greinir frá þessu en fregnirnar koma daginn eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas féll í loftárás í Tehran, höfuðborg Íran. Ísrael hefur verið kennt um þá árás en þarlend stjórnvöld ekki tekið ábyrgð á henni. Drápin á tveimur af æðstu leiðtogum Hamas er sagður vera sigur fyrir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem hefur sagt að hann muni ekki binda enda á árásir á Gasa fyrr en Ísrael hafi eyðilagt hernaðargetu Hamas. Lítið hefur orðið ágengt í viðræðum Ísraels og Hamas um vopnahlé á Gasa en morðin eru talin geta orðið til þess að Hamas herði afstöðu sína í viðræðunum eða dragi sig út úr þeim. Stjórnvöld í Íran hafa heitið því að hefna fyrir dráp Haniyeh á íranskri grundu. Áhyggjur eru uppi um að árásirnar geti leitt til aukinnar stigmögnunar og frekari stríðsátaka í heimshlutanum. Meðal stofnanda hernaðararms Hamas Ísrael telur að Deif og Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas á Gasa séu höfuðpaurarnir á bak við árásina þann 7. október sem varð 1.200 Ísraelsmönnum af bana og hrundi af stað yfirstandandi stríði Ísraels og Hamas. Talið er að Sinwar haldi sig í felum á Gasa en ísraelsk stjórnvöld hafa gefið út að þau vilji hann feigan. Um 39.480 Palestínumenn hafa farist og meira en 91.100 særst í árásum Ísraelshers á Gasa síðastliðna tíu mánuði, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Á sama tíma eru yfir 80 prósent íbúa á svæðinu talin vera á flótta eða um 2,3 milljónir manna. Búa langflestir við bágbornar aðstæður í tjaldbúðum á suðvesturhorni Gasa með takmarkað aðgengi að fæðu og vatni. Deif var einn af stofnendum Qassam-herdeildanna, hernaðararms Hamas og stýrði þeim í áratugi. Undir stjórn hans gerðu þær tugi sjálfsmorðssprengjuárása á Ísraela í rútum og á kaffihúsum og skutu eldflaugum á Ísrael. Deif fór huldu höfði, kom aldrei fram opinberlega, náðist sjaldan á mynd en heyrðist einstaka sinnum í hjóðyfirlýsingum. Hann lifði af fjölda banatilræða af hendi Ísraels. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21 Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Hamas sagði Deif hafa lifað af umrædda árás en samtökin hafa enn ekki tjáð sig um yfirlýsingu Ísraelshers í dag. Meira en níutíu aðrir, þar á meðal óbreyttir borgarar á flótta í nærliggjandi tjöldum, létu lífið í árásinni, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Í yfirlýsingu segir ísraelski herinn að „eftir mat leyniþjónustunnar sé hægt að staðfesta að Mohammed Deif hafi verið drepinn í árásinni.“ AP-fréttaveitan greinir frá þessu en fregnirnar koma daginn eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas féll í loftárás í Tehran, höfuðborg Íran. Ísrael hefur verið kennt um þá árás en þarlend stjórnvöld ekki tekið ábyrgð á henni. Drápin á tveimur af æðstu leiðtogum Hamas er sagður vera sigur fyrir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem hefur sagt að hann muni ekki binda enda á árásir á Gasa fyrr en Ísrael hafi eyðilagt hernaðargetu Hamas. Lítið hefur orðið ágengt í viðræðum Ísraels og Hamas um vopnahlé á Gasa en morðin eru talin geta orðið til þess að Hamas herði afstöðu sína í viðræðunum eða dragi sig út úr þeim. Stjórnvöld í Íran hafa heitið því að hefna fyrir dráp Haniyeh á íranskri grundu. Áhyggjur eru uppi um að árásirnar geti leitt til aukinnar stigmögnunar og frekari stríðsátaka í heimshlutanum. Meðal stofnanda hernaðararms Hamas Ísrael telur að Deif og Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas á Gasa séu höfuðpaurarnir á bak við árásina þann 7. október sem varð 1.200 Ísraelsmönnum af bana og hrundi af stað yfirstandandi stríði Ísraels og Hamas. Talið er að Sinwar haldi sig í felum á Gasa en ísraelsk stjórnvöld hafa gefið út að þau vilji hann feigan. Um 39.480 Palestínumenn hafa farist og meira en 91.100 særst í árásum Ísraelshers á Gasa síðastliðna tíu mánuði, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Á sama tíma eru yfir 80 prósent íbúa á svæðinu talin vera á flótta eða um 2,3 milljónir manna. Búa langflestir við bágbornar aðstæður í tjaldbúðum á suðvesturhorni Gasa með takmarkað aðgengi að fæðu og vatni. Deif var einn af stofnendum Qassam-herdeildanna, hernaðararms Hamas og stýrði þeim í áratugi. Undir stjórn hans gerðu þær tugi sjálfsmorðssprengjuárása á Ísraela í rútum og á kaffihúsum og skutu eldflaugum á Ísrael. Deif fór huldu höfði, kom aldrei fram opinberlega, náðist sjaldan á mynd en heyrðist einstaka sinnum í hjóðyfirlýsingum. Hann lifði af fjölda banatilræða af hendi Ísraels. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21 Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21
Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46