Yfirmaður hernaðararms Hamas sagður hafa fallið í árás Ísraela Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2024 09:20 Palestínumenn leituðu að líkum eftir árásina í Khan Younis á Gasa-ströndinni þann 13. júlí síðastliðinn. Ap/Jehad Alshrafi Mohammed Deif, yfirmaður hernaðararms Hamas féll í árás Ísraela fyrir tæplega þremur vikum. Þetta staðhæfir Ísraelsher í dag og segir Deif hafa farist í loftárás á húsnæði í útjaðri borgarinnar Khan Younis í suðurhluta Gaza þann 13. júlí. Hamas sagði Deif hafa lifað af umrædda árás en samtökin hafa enn ekki tjáð sig um yfirlýsingu Ísraelshers í dag. Meira en níutíu aðrir, þar á meðal óbreyttir borgarar á flótta í nærliggjandi tjöldum, létu lífið í árásinni, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Í yfirlýsingu segir ísraelski herinn að „eftir mat leyniþjónustunnar sé hægt að staðfesta að Mohammed Deif hafi verið drepinn í árásinni.“ AP-fréttaveitan greinir frá þessu en fregnirnar koma daginn eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas féll í loftárás í Tehran, höfuðborg Íran. Ísrael hefur verið kennt um þá árás en þarlend stjórnvöld ekki tekið ábyrgð á henni. Drápin á tveimur af æðstu leiðtogum Hamas er sagður vera sigur fyrir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem hefur sagt að hann muni ekki binda enda á árásir á Gasa fyrr en Ísrael hafi eyðilagt hernaðargetu Hamas. Lítið hefur orðið ágengt í viðræðum Ísraels og Hamas um vopnahlé á Gasa en morðin eru talin geta orðið til þess að Hamas herði afstöðu sína í viðræðunum eða dragi sig út úr þeim. Stjórnvöld í Íran hafa heitið því að hefna fyrir dráp Haniyeh á íranskri grundu. Áhyggjur eru uppi um að árásirnar geti leitt til aukinnar stigmögnunar og frekari stríðsátaka í heimshlutanum. Meðal stofnanda hernaðararms Hamas Ísrael telur að Deif og Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas á Gasa séu höfuðpaurarnir á bak við árásina þann 7. október sem varð 1.200 Ísraelsmönnum af bana og hrundi af stað yfirstandandi stríði Ísraels og Hamas. Talið er að Sinwar haldi sig í felum á Gasa en ísraelsk stjórnvöld hafa gefið út að þau vilji hann feigan. Um 39.480 Palestínumenn hafa farist og meira en 91.100 særst í árásum Ísraelshers á Gasa síðastliðna tíu mánuði, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Á sama tíma eru yfir 80 prósent íbúa á svæðinu talin vera á flótta eða um 2,3 milljónir manna. Búa langflestir við bágbornar aðstæður í tjaldbúðum á suðvesturhorni Gasa með takmarkað aðgengi að fæðu og vatni. Deif var einn af stofnendum Qassam-herdeildanna, hernaðararms Hamas og stýrði þeim í áratugi. Undir stjórn hans gerðu þær tugi sjálfsmorðssprengjuárása á Ísraela í rútum og á kaffihúsum og skutu eldflaugum á Ísrael. Deif fór huldu höfði, kom aldrei fram opinberlega, náðist sjaldan á mynd en heyrðist einstaka sinnum í hjóðyfirlýsingum. Hann lifði af fjölda banatilræða af hendi Ísraels. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21 Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Hamas sagði Deif hafa lifað af umrædda árás en samtökin hafa enn ekki tjáð sig um yfirlýsingu Ísraelshers í dag. Meira en níutíu aðrir, þar á meðal óbreyttir borgarar á flótta í nærliggjandi tjöldum, létu lífið í árásinni, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Í yfirlýsingu segir ísraelski herinn að „eftir mat leyniþjónustunnar sé hægt að staðfesta að Mohammed Deif hafi verið drepinn í árásinni.“ AP-fréttaveitan greinir frá þessu en fregnirnar koma daginn eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas féll í loftárás í Tehran, höfuðborg Íran. Ísrael hefur verið kennt um þá árás en þarlend stjórnvöld ekki tekið ábyrgð á henni. Drápin á tveimur af æðstu leiðtogum Hamas er sagður vera sigur fyrir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem hefur sagt að hann muni ekki binda enda á árásir á Gasa fyrr en Ísrael hafi eyðilagt hernaðargetu Hamas. Lítið hefur orðið ágengt í viðræðum Ísraels og Hamas um vopnahlé á Gasa en morðin eru talin geta orðið til þess að Hamas herði afstöðu sína í viðræðunum eða dragi sig út úr þeim. Stjórnvöld í Íran hafa heitið því að hefna fyrir dráp Haniyeh á íranskri grundu. Áhyggjur eru uppi um að árásirnar geti leitt til aukinnar stigmögnunar og frekari stríðsátaka í heimshlutanum. Meðal stofnanda hernaðararms Hamas Ísrael telur að Deif og Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas á Gasa séu höfuðpaurarnir á bak við árásina þann 7. október sem varð 1.200 Ísraelsmönnum af bana og hrundi af stað yfirstandandi stríði Ísraels og Hamas. Talið er að Sinwar haldi sig í felum á Gasa en ísraelsk stjórnvöld hafa gefið út að þau vilji hann feigan. Um 39.480 Palestínumenn hafa farist og meira en 91.100 særst í árásum Ísraelshers á Gasa síðastliðna tíu mánuði, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Á sama tíma eru yfir 80 prósent íbúa á svæðinu talin vera á flótta eða um 2,3 milljónir manna. Búa langflestir við bágbornar aðstæður í tjaldbúðum á suðvesturhorni Gasa með takmarkað aðgengi að fæðu og vatni. Deif var einn af stofnendum Qassam-herdeildanna, hernaðararms Hamas og stýrði þeim í áratugi. Undir stjórn hans gerðu þær tugi sjálfsmorðssprengjuárása á Ísraela í rútum og á kaffihúsum og skutu eldflaugum á Ísrael. Deif fór huldu höfði, kom aldrei fram opinberlega, náðist sjaldan á mynd en heyrðist einstaka sinnum í hjóðyfirlýsingum. Hann lifði af fjölda banatilræða af hendi Ísraels. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21 Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21
Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46