Samkomulag í höfn við höfuðpaura hryðjuverkaárásanna 11. september Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 07:22 Khalid Sheikh Mohammed var handsamaður í Pakistan árið 2003. CIA Þrír menn sem eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 hafa náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að játa aðkomu sína gegn því að verða ekki dæmdir til dauða. Mennirnir, Khalid Sheikh Mohammed, Walid Muhammad Salih Mubarak Bin Attash og Mustafa Ahmed Adam al-Hawsawi, hafa verið í haldi á herstöðinni í Guantánamo-flóa á Kúbu í um áratug. Alls létust 2.996 þegar farþegaþotum var flogið á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, auk þess sem farþegaþota brotlenti á akri í Pennsylvaníu eftir mótspyrnu farþega. Saksóknarar segja Khalid Sheikh Mohammed „arkítekt“ árásanna og að hann hafi viðrað hugmyndir sínar um að nota farþegaþotur til að fljúga á byggingar í Bandaríkjunum við Osama Bin Laden, þáverandi leiðtoga Al Kaída. Þá er hann einnig sagður hafa aðstoðað við þjálfun sumra þeirra sem tóku þátt í árásunum. Mohammed og Hawsawi voru handteknir í Pakistan í mars 2003. Fyrrnefndi var beittur vatnspyntingum að minnsta kosti 183 sinnum áður en þær voru bannaðar. Fjölskyldum fórnarlambanna var tilkynnt um samkomulagið áður en greint var frá því opinberlega. Það virðst ekki allir sáttir en Jim Smith, hvers eiginkona lést í árásunum, sagði ástvini látnu hafa verið rænda tækifærinu að mæta sakborningunum í dómsal. Þá ættu þeir að hljóta hörðustu mögulegu refsingu. Samkvæmt talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna átti Bandaríkjaforseti ekki aðkomu að samningaviðræðunum en stjórnvöld höfðu áður hafnað því að samkomulag yrði gert við mennina. Repúblikanar hafa hins vegar gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir niðurstöðuna. „Það eina sem er verra en að semja við hryðjuverkamenn er að semja við þá eftir að þeim hefur verið náð,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild þingsins. Hryðjuverkin 11. september 2001 Bandaríkin Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Mennirnir, Khalid Sheikh Mohammed, Walid Muhammad Salih Mubarak Bin Attash og Mustafa Ahmed Adam al-Hawsawi, hafa verið í haldi á herstöðinni í Guantánamo-flóa á Kúbu í um áratug. Alls létust 2.996 þegar farþegaþotum var flogið á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, auk þess sem farþegaþota brotlenti á akri í Pennsylvaníu eftir mótspyrnu farþega. Saksóknarar segja Khalid Sheikh Mohammed „arkítekt“ árásanna og að hann hafi viðrað hugmyndir sínar um að nota farþegaþotur til að fljúga á byggingar í Bandaríkjunum við Osama Bin Laden, þáverandi leiðtoga Al Kaída. Þá er hann einnig sagður hafa aðstoðað við þjálfun sumra þeirra sem tóku þátt í árásunum. Mohammed og Hawsawi voru handteknir í Pakistan í mars 2003. Fyrrnefndi var beittur vatnspyntingum að minnsta kosti 183 sinnum áður en þær voru bannaðar. Fjölskyldum fórnarlambanna var tilkynnt um samkomulagið áður en greint var frá því opinberlega. Það virðst ekki allir sáttir en Jim Smith, hvers eiginkona lést í árásunum, sagði ástvini látnu hafa verið rænda tækifærinu að mæta sakborningunum í dómsal. Þá ættu þeir að hljóta hörðustu mögulegu refsingu. Samkvæmt talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna átti Bandaríkjaforseti ekki aðkomu að samningaviðræðunum en stjórnvöld höfðu áður hafnað því að samkomulag yrði gert við mennina. Repúblikanar hafa hins vegar gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir niðurstöðuna. „Það eina sem er verra en að semja við hryðjuverkamenn er að semja við þá eftir að þeim hefur verið náð,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild þingsins.
Hryðjuverkin 11. september 2001 Bandaríkin Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira