Guðni lítillátur þegar hann sagði að allt myndi bjargast án hans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 21:34 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er ánægður með embættissetu Guðna. Vísir/Arnar Halldórsson Í dag fór fram síðasti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands. Forsætisráðherra segir skilaboð forsetans fráfarandi á fundinum þau að ríkisstjórnin komi til með að spjara sig án hans, lítillát skilaboð sem hann segir endurspegla karakter Guðna vel. Fréttamaður náði tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að fundinum loknum. Hann segir undirstöðu fundarins afgreiðslu á endurstaðfestingu ýmissa mála sem hafa verið lögð fyrir forseta Íslands. „Auðvitað einkenndist þessi fundur að öðru leyti að hann var ákveðin kveðjustund, og innsetning nýs forseta á morgun. Þess vegna gafst tækifæri til að líta um farinn veg og ég lagði áherslu á það að ríkisstjórnin væri þakklát fyrir gott samstarf,“ segir Bjarni. Reynir mikið á samstarf ríkisstjórnar og forseta Hann útskýrir að nær aldrei beri á því hve mikið reyni á að samstarf ríkisstjórnar og forseta. Það sé sennilega vegna þess hve vel samstarfið hefur gengið. „Það væri þá ekki nema ef eitthvað færi út af sporinu sem fólk áttaði sig á því að þetta skiptir máli. Það skiptir máli að það sé gott talsamband og sameiginlegur skilningur, til dæmis á hvernig gengið er frá ýmsum formsatriðum.“ í breiðara samhengi hafi verið gott að eiga forsetann að, sem hafi lagt sig fram við að vera í góðu samtali við forystumenn flokkanna. Bjarni segir Guðna hafa tekist vel til við að vekja athygli á atriðum sem íslenska þjóðin þyrfti að passa upp á, og nefnir skjóta mannfjölgun og breytingar á nýjustu tækni. Nýtti forsetinn tækifærið á fundinum til að koma með skilaboð eða hnekkja á einhverjum atriðum við ykkur sem hann hefur kannski ekki viljað gera hingað til? „Mér fannst hann sýna mikið lítillæti þegar hann sagði að þetta myndi nú allt saman bjargast án hans. Sem var í takt við hans karaktereinkenni. En staðreyndin er sú að það er ekkert sjálfsagt í þessum hlutum og við verðum að vera minnug þess að þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýja forsetann sem ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér.“ Ekki rétti tíminn fyrir „ef og hefði“ Halla Tómasdóttir verður sett inn í embætti forseta Íslands á morgun. Forsetakosningar hefðu getað farið svo að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og samstarfskona Bjarna til margra ára yrði sett inn í embættið á morgun. Hefðir þú viljað halda áfram að starfa með Katrínu á þessum vettvangi í gegn um ríkisráð? „Þetta er alls ekki tíminn til þess að fara að tala um það hvað ég hefði og allt það. Nú er staðan sú ð á morgun tekur Halla Tómasdóttir við. Hún fékk afburðagóða kosningu. Við ætlum öll að óska þess að hún verði farsæl í sínu starfi, haldi áfram að njóta þess góða stuðnings,“ segir Bjarni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að fundinum loknum. Hann segir undirstöðu fundarins afgreiðslu á endurstaðfestingu ýmissa mála sem hafa verið lögð fyrir forseta Íslands. „Auðvitað einkenndist þessi fundur að öðru leyti að hann var ákveðin kveðjustund, og innsetning nýs forseta á morgun. Þess vegna gafst tækifæri til að líta um farinn veg og ég lagði áherslu á það að ríkisstjórnin væri þakklát fyrir gott samstarf,“ segir Bjarni. Reynir mikið á samstarf ríkisstjórnar og forseta Hann útskýrir að nær aldrei beri á því hve mikið reyni á að samstarf ríkisstjórnar og forseta. Það sé sennilega vegna þess hve vel samstarfið hefur gengið. „Það væri þá ekki nema ef eitthvað færi út af sporinu sem fólk áttaði sig á því að þetta skiptir máli. Það skiptir máli að það sé gott talsamband og sameiginlegur skilningur, til dæmis á hvernig gengið er frá ýmsum formsatriðum.“ í breiðara samhengi hafi verið gott að eiga forsetann að, sem hafi lagt sig fram við að vera í góðu samtali við forystumenn flokkanna. Bjarni segir Guðna hafa tekist vel til við að vekja athygli á atriðum sem íslenska þjóðin þyrfti að passa upp á, og nefnir skjóta mannfjölgun og breytingar á nýjustu tækni. Nýtti forsetinn tækifærið á fundinum til að koma með skilaboð eða hnekkja á einhverjum atriðum við ykkur sem hann hefur kannski ekki viljað gera hingað til? „Mér fannst hann sýna mikið lítillæti þegar hann sagði að þetta myndi nú allt saman bjargast án hans. Sem var í takt við hans karaktereinkenni. En staðreyndin er sú að það er ekkert sjálfsagt í þessum hlutum og við verðum að vera minnug þess að þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýja forsetann sem ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér.“ Ekki rétti tíminn fyrir „ef og hefði“ Halla Tómasdóttir verður sett inn í embætti forseta Íslands á morgun. Forsetakosningar hefðu getað farið svo að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og samstarfskona Bjarna til margra ára yrði sett inn í embættið á morgun. Hefðir þú viljað halda áfram að starfa með Katrínu á þessum vettvangi í gegn um ríkisráð? „Þetta er alls ekki tíminn til þess að fara að tala um það hvað ég hefði og allt það. Nú er staðan sú ð á morgun tekur Halla Tómasdóttir við. Hún fékk afburðagóða kosningu. Við ætlum öll að óska þess að hún verði farsæl í sínu starfi, haldi áfram að njóta þess góða stuðnings,“ segir Bjarni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira