Erlent

Minnst 120 létust í aurskriðum á Ind­landi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Embættismaður í Indlandi segir heilu íbúasvæðin hafa þurrkast út. 
Embættismaður í Indlandi segir heilu íbúasvæðin hafa þurrkast út.  AP

Aurskriður sem féllu í Kerala-fylki í Suðurhluta Indlands í morgun urðu minnst 123 að bana. Hundrað til viðbótar er enn saknað og óttast er að tala látinna hækki enn fremur. 

Þetta hefur BBC eftir yfirvöldum í Indlandi. Skriðurnar féllu í fjallaþorpum í Wayanad-umdæminu snemma í morgun, meðan margir íbúar sváfu enn. Gríðarleg rigning hefur hindrað björgunarstarf á svæðinu en nokkur hundruð her- og björgunarmenn eru enn við störf. 

Aurskriðurnar eru mannskæðustu hamfarirnar í Kerala frá árinu 2018, þegar yfir fjögur hundruð manns létu lífið í hamfaraflóðum.

Meira en þrjú þúsund manns var bjargað úr rústunum eftir að skriðurnar féllu og þar af slösuðust meira en hundrað manns. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×