Óeirðir í Southport eftir mannskæðu árásina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2024 21:30 Lögreglubíll stóð í ljósum logum í Southport í kvöld. AP Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl. Yfir þúsund manns mættu á minningarathöfn vegna andlátanna, sem var haldin í Southport í kvöld. Skömmu eftir að henni lauk segir BBC frá því að mótmæli hafi brotist út fyrir utan mosku nálægt staðnum sem stunguárásin var framin í gær. Mótmælendur eru sagðir hafa kastað múrsteinum og grjóti í moskuna og lögreglumenn. Þá segir að einn lögreglumaður hafi nefbrotnað í átökunum. Á vef Guardian segir að minnst einn hafi verið handtekinn í mótmælunum og lögregla hafi lagt hald á eggvopn sem mótmælandi hafði í fórum sínum. Í umfjöllun Sky News segir að bresku öfgahægrisamtökin EDL, sem eru þekkt fyrir múslimaandúð, séu grunuð um að standa að baki mótmælanna. Þá hefur Sky eftir lögreglu að fjöldi lögreglumanna hafi meiðst í óeirðunum, kveikt hafi verið í bílum og brotist hafi verið inn í verslun. This is very very very ugly now pic.twitter.com/9wYwZf7Pc1— Josh Halliday (@JoshHalliday) July 30, 2024 Lögregluyfirvöld í Southport hafa biðlað til fólks að gera sér ekki upp tilgátur um árásarmanninn, sem er sautján ára gamall. Hann er í haldi lögreglu en nafn hans er ekki gefið upp sökum þess að hann er undir lögaldri. Hann fæddist í Cardiff en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Síðustu ár bjó fjölskyldan í þorpi nærri Southport. Nágrannar segja árásarmanninn hafa verið einrænan en ekkert hefur verið gefið upp um hvað honum gekk til. Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa hlotið áverka í átökunum. AP Lögreglan í Merseyside segir frá því á X að liðsauki frá Norður-Wales, Lancashire, Manchester og Cheshire hafi verið kallaður til Southport í þeim tilgangi að hjálpa til við að ná stjórn á ástandinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland England Hnífaárás í Southport Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Yfir þúsund manns mættu á minningarathöfn vegna andlátanna, sem var haldin í Southport í kvöld. Skömmu eftir að henni lauk segir BBC frá því að mótmæli hafi brotist út fyrir utan mosku nálægt staðnum sem stunguárásin var framin í gær. Mótmælendur eru sagðir hafa kastað múrsteinum og grjóti í moskuna og lögreglumenn. Þá segir að einn lögreglumaður hafi nefbrotnað í átökunum. Á vef Guardian segir að minnst einn hafi verið handtekinn í mótmælunum og lögregla hafi lagt hald á eggvopn sem mótmælandi hafði í fórum sínum. Í umfjöllun Sky News segir að bresku öfgahægrisamtökin EDL, sem eru þekkt fyrir múslimaandúð, séu grunuð um að standa að baki mótmælanna. Þá hefur Sky eftir lögreglu að fjöldi lögreglumanna hafi meiðst í óeirðunum, kveikt hafi verið í bílum og brotist hafi verið inn í verslun. This is very very very ugly now pic.twitter.com/9wYwZf7Pc1— Josh Halliday (@JoshHalliday) July 30, 2024 Lögregluyfirvöld í Southport hafa biðlað til fólks að gera sér ekki upp tilgátur um árásarmanninn, sem er sautján ára gamall. Hann er í haldi lögreglu en nafn hans er ekki gefið upp sökum þess að hann er undir lögaldri. Hann fæddist í Cardiff en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Síðustu ár bjó fjölskyldan í þorpi nærri Southport. Nágrannar segja árásarmanninn hafa verið einrænan en ekkert hefur verið gefið upp um hvað honum gekk til. Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa hlotið áverka í átökunum. AP Lögreglan í Merseyside segir frá því á X að liðsauki frá Norður-Wales, Lancashire, Manchester og Cheshire hafi verið kallaður til Southport í þeim tilgangi að hjálpa til við að ná stjórn á ástandinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland England Hnífaárás í Southport Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira