„Munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. júlí 2024 19:32 Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir ekkert athugavert við að fólk gisti og starfi í Grindavík þessa dagana. Vísir/Arnar Prófessor í eldfjallafræði segir mestar líkur á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík og því sé skammur viðbragðstími ekki endilega áhyggjuefni. Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum og þrýstingur er að byggjast upp undir Svartsengi. Veðurstofan hélt hættumati sínu óbreyttu í dag og enn eru líkur á að gosið gæti í Grindavík. „Varðandi eldgosið held ég að það sé bara á næstu grösum,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Líklega sé ein til þrjár vikur í eldgos en ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það eru miklu meiri líkur á að það komi upp á þeim stað sem það er búið að koma upp í næstum öllum gosunum, að einu undanteknu,“ segir Þorvaldur og vísar þá í eldgosið 14. janúar við Hagafell. Líklega muni gjósa austan við Stóra-Skógfell og enda við Hagafell. Klippa: Auknar líkur á gosi Nú hafa jarðfræðingar gefið út að viðvörunartíminn sé sífellt að styttast, er það áhyggjuefni? „Nei, ekki það mikið svo lengi sem við erum ekki að hleypa fólki inn á gígsvæðið þar sem hefur verið að gjósa. Þá skiptir það í rauninni engu máli,“ segir Þorvaldur. Hann útskýrir að hvorki sé fólk á ferð né innviðir á svæðinu sem hrunið muni að öllum líkindum flæða og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af skömmum viðbragðstíma. „Við munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum að bregðast við.“ Tvö til þrjú hundruð manns starfa í Grindavík þessa dagana og gist er í um þrjátíu húsum. Aðspurður segist Þorvaldur ekki sjá neitt athugavert við það. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum og þrýstingur er að byggjast upp undir Svartsengi. Veðurstofan hélt hættumati sínu óbreyttu í dag og enn eru líkur á að gosið gæti í Grindavík. „Varðandi eldgosið held ég að það sé bara á næstu grösum,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Líklega sé ein til þrjár vikur í eldgos en ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það eru miklu meiri líkur á að það komi upp á þeim stað sem það er búið að koma upp í næstum öllum gosunum, að einu undanteknu,“ segir Þorvaldur og vísar þá í eldgosið 14. janúar við Hagafell. Líklega muni gjósa austan við Stóra-Skógfell og enda við Hagafell. Klippa: Auknar líkur á gosi Nú hafa jarðfræðingar gefið út að viðvörunartíminn sé sífellt að styttast, er það áhyggjuefni? „Nei, ekki það mikið svo lengi sem við erum ekki að hleypa fólki inn á gígsvæðið þar sem hefur verið að gjósa. Þá skiptir það í rauninni engu máli,“ segir Þorvaldur. Hann útskýrir að hvorki sé fólk á ferð né innviðir á svæðinu sem hrunið muni að öllum líkindum flæða og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af skömmum viðbragðstíma. „Við munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum að bregðast við.“ Tvö til þrjú hundruð manns starfa í Grindavík þessa dagana og gist er í um þrjátíu húsum. Aðspurður segist Þorvaldur ekki sjá neitt athugavert við það.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira