„Munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. júlí 2024 19:32 Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir ekkert athugavert við að fólk gisti og starfi í Grindavík þessa dagana. Vísir/Arnar Prófessor í eldfjallafræði segir mestar líkur á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík og því sé skammur viðbragðstími ekki endilega áhyggjuefni. Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum og þrýstingur er að byggjast upp undir Svartsengi. Veðurstofan hélt hættumati sínu óbreyttu í dag og enn eru líkur á að gosið gæti í Grindavík. „Varðandi eldgosið held ég að það sé bara á næstu grösum,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Líklega sé ein til þrjár vikur í eldgos en ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það eru miklu meiri líkur á að það komi upp á þeim stað sem það er búið að koma upp í næstum öllum gosunum, að einu undanteknu,“ segir Þorvaldur og vísar þá í eldgosið 14. janúar við Hagafell. Líklega muni gjósa austan við Stóra-Skógfell og enda við Hagafell. Klippa: Auknar líkur á gosi Nú hafa jarðfræðingar gefið út að viðvörunartíminn sé sífellt að styttast, er það áhyggjuefni? „Nei, ekki það mikið svo lengi sem við erum ekki að hleypa fólki inn á gígsvæðið þar sem hefur verið að gjósa. Þá skiptir það í rauninni engu máli,“ segir Þorvaldur. Hann útskýrir að hvorki sé fólk á ferð né innviðir á svæðinu sem hrunið muni að öllum líkindum flæða og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af skömmum viðbragðstíma. „Við munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum að bregðast við.“ Tvö til þrjú hundruð manns starfa í Grindavík þessa dagana og gist er í um þrjátíu húsum. Aðspurður segist Þorvaldur ekki sjá neitt athugavert við það. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum og þrýstingur er að byggjast upp undir Svartsengi. Veðurstofan hélt hættumati sínu óbreyttu í dag og enn eru líkur á að gosið gæti í Grindavík. „Varðandi eldgosið held ég að það sé bara á næstu grösum,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Líklega sé ein til þrjár vikur í eldgos en ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það eru miklu meiri líkur á að það komi upp á þeim stað sem það er búið að koma upp í næstum öllum gosunum, að einu undanteknu,“ segir Þorvaldur og vísar þá í eldgosið 14. janúar við Hagafell. Líklega muni gjósa austan við Stóra-Skógfell og enda við Hagafell. Klippa: Auknar líkur á gosi Nú hafa jarðfræðingar gefið út að viðvörunartíminn sé sífellt að styttast, er það áhyggjuefni? „Nei, ekki það mikið svo lengi sem við erum ekki að hleypa fólki inn á gígsvæðið þar sem hefur verið að gjósa. Þá skiptir það í rauninni engu máli,“ segir Þorvaldur. Hann útskýrir að hvorki sé fólk á ferð né innviðir á svæðinu sem hrunið muni að öllum líkindum flæða og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af skömmum viðbragðstíma. „Við munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum að bregðast við.“ Tvö til þrjú hundruð manns starfa í Grindavík þessa dagana og gist er í um þrjátíu húsum. Aðspurður segist Þorvaldur ekki sjá neitt athugavert við það.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira