Uppgjörið: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Annar sigur Garðbæinga í röð Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 30. júlí 2024 22:20 Stjörnukonur gerðu góða ferð í Árbæinn í kvöld. vísir/diego Fylkir tóku á móti Stjörnunni í fimmtándu umferð Bestu deild kvenna í kvöld. Það var Hrefna Jónsdóttir sem sá til þess að Stjarnan tók með sér öll stigin í Garðabæinn en hún skoraði eina mark leiksins. Leikurinn fór heldur fjörlega af stað þar sem gestirnir frá Garðabæ réðu lögum og lofum. Stjarnan sótti gríðarlega hart að marki Fylkis á upphafs mínútum leiksins. Það dró til tíðinda strax á 10. mínútu en þá fengu gestirnir hornspyrnu sem kom beint á hættusvæðið þar sem Anna María Baldursdóttir setti boltann í stöngina en sem betur fer fyrir hana og Stjörnuna var það Hrefna sem var fyrst að átta sig og setti boltann yfir línuna og kom Garðbæingum yfir. Stjörnuliðið hélt áfram að sækja og átti Fylkir fá svör við því sem gestirnir úr Garðabænum voru að gera. Stjarnan fékk nokkrar hornspyrnur í fyrri hálfleik sem Fylkisliðið átti í töluverðu brasi með að verjast. Undir lok fyrri hálfleiksins náði Fylkisliðið þó aðeins að spyrna frá sér og var Guðrún Karítas Sigurðardóttir ekki langt frá því að jafna en Erin Mcleod sá við henni og Stjarnan fór með eins marks forskot inn í hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði af krafti og ekki ósvipað þeim fyrri þar sem Stjörnuliðið sótti af krafti að marki Fylkis. Árbæingar áttu líka sín færi en náðu þó ekki að ógna að neinu viti. Mikil barátta einkenndi einna helst síðari hálfleikinn þar sem bæði lið lögðu allt í sölurnar og baráttan á miðjunni var stál í stál. Fylkir settu mikla pressu undir lokin að reyna ná inn jöfnunarmarki en markið kom ekki og fór svo að Stjarnan fór með sigur af hólmi með einu marki gegn engu og tóku stigin þrjú með sér í Garðabæinn. Atvik leiksins Það er ekki úr miklu að velja endilega svo mark leiksins fær atvikið í dag. Reyndar hægt að nefna KSÍ vandræðin fyrir leik sem seinkuðu leiknum um korter líka en látum markið duga. Stjörnur og skúrkar Jessica Ayers var spræk í liði Stjörnunnar og óhrædd við að keyra á vörn Fylkis. Andrea Mist Pálsdóttir var líka öflug og átti flottar spyrnur í föstum leikatriðum sem ollu Fylkisliðinu vandræðum. Dómarinn Atli Haukur Arnarsson hélt utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar voru Sigurður Schram og Tryggvi Elías Hermannsson. Daniel Victor Herwigsson var fjórði dómari. Ekki erfiður leikur að dæma og komst teymið bara þokkaleg vel frá sínu í kvöld. Stemingin og umgjörð Það var þokkalegasta mæting í stúkuna hér á Wurth vellinum í kvöld í týpísku íslensku sumarveðri. Lukkudýr Fylkis lét sig heldur ekki vanta og keyrði upp stemninguna. Viðtöl Besta deild kvenna Stjarnan Fylkir
Fylkir tóku á móti Stjörnunni í fimmtándu umferð Bestu deild kvenna í kvöld. Það var Hrefna Jónsdóttir sem sá til þess að Stjarnan tók með sér öll stigin í Garðabæinn en hún skoraði eina mark leiksins. Leikurinn fór heldur fjörlega af stað þar sem gestirnir frá Garðabæ réðu lögum og lofum. Stjarnan sótti gríðarlega hart að marki Fylkis á upphafs mínútum leiksins. Það dró til tíðinda strax á 10. mínútu en þá fengu gestirnir hornspyrnu sem kom beint á hættusvæðið þar sem Anna María Baldursdóttir setti boltann í stöngina en sem betur fer fyrir hana og Stjörnuna var það Hrefna sem var fyrst að átta sig og setti boltann yfir línuna og kom Garðbæingum yfir. Stjörnuliðið hélt áfram að sækja og átti Fylkir fá svör við því sem gestirnir úr Garðabænum voru að gera. Stjarnan fékk nokkrar hornspyrnur í fyrri hálfleik sem Fylkisliðið átti í töluverðu brasi með að verjast. Undir lok fyrri hálfleiksins náði Fylkisliðið þó aðeins að spyrna frá sér og var Guðrún Karítas Sigurðardóttir ekki langt frá því að jafna en Erin Mcleod sá við henni og Stjarnan fór með eins marks forskot inn í hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði af krafti og ekki ósvipað þeim fyrri þar sem Stjörnuliðið sótti af krafti að marki Fylkis. Árbæingar áttu líka sín færi en náðu þó ekki að ógna að neinu viti. Mikil barátta einkenndi einna helst síðari hálfleikinn þar sem bæði lið lögðu allt í sölurnar og baráttan á miðjunni var stál í stál. Fylkir settu mikla pressu undir lokin að reyna ná inn jöfnunarmarki en markið kom ekki og fór svo að Stjarnan fór með sigur af hólmi með einu marki gegn engu og tóku stigin þrjú með sér í Garðabæinn. Atvik leiksins Það er ekki úr miklu að velja endilega svo mark leiksins fær atvikið í dag. Reyndar hægt að nefna KSÍ vandræðin fyrir leik sem seinkuðu leiknum um korter líka en látum markið duga. Stjörnur og skúrkar Jessica Ayers var spræk í liði Stjörnunnar og óhrædd við að keyra á vörn Fylkis. Andrea Mist Pálsdóttir var líka öflug og átti flottar spyrnur í föstum leikatriðum sem ollu Fylkisliðinu vandræðum. Dómarinn Atli Haukur Arnarsson hélt utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar voru Sigurður Schram og Tryggvi Elías Hermannsson. Daniel Victor Herwigsson var fjórði dómari. Ekki erfiður leikur að dæma og komst teymið bara þokkaleg vel frá sínu í kvöld. Stemingin og umgjörð Það var þokkalegasta mæting í stúkuna hér á Wurth vellinum í kvöld í týpísku íslensku sumarveðri. Lukkudýr Fylkis lét sig heldur ekki vanta og keyrði upp stemninguna. Viðtöl
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti