Þriðja stelpan látin í Southport Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júlí 2024 12:15 Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær. Getty/Christopher Furlong Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. Árásin átti sér stað á námskeiði í armbandagerð og dansi með Taylor Swift þema fyrir börn á aldrinum sex til ellefu ára í hádeginu í gær. Að sögn lögreglu er árásarmaðurinn sautján ára gamall. Hann fæddist í Cardiff í Wales eru foreldrar hans frá Rúanda. Frá árinu 2013 hefur hann hins vegar verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Vitni segja manninn hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar hafi nokkur ung börn sést blóðug úti á götu. Sex og sjö ára stelpur létust af sárum sínum í gær og níu ára stelpa til viðbótar í morgun. Fimm börn liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og tvö fullorðin til viðbótar. Önnur þeirra er kennari námskeiðsins sem reyndi að skýla börnunum. Patrick Hurley, þingmaður Southport, segir árásina fordæmalausa og lýsti henni sem mesta illvirki í sögu svæðisins, þegar hann ræddi við fjölmiðla í morgun. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands segir þjóðina í áfalli. Starmer sagði nær ómögulegt að ímynda sér sorgina og áfallið sem aðstandendur og fórnarlambanna séu að ganga í gegnum. Íbúar Southport hafa í morgun og í gær lagt blóm bangsa nærri húsnæðinu þar sem árásin var framin. Söngkonan Taylor Swift sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og varla geta komið líðan sinni og samúð í orð. Efnt verður til bænastundar í Southport í kvöld og mörgum fyrirtækjum borgarinnar hefur verið lokað af virðingu við aðstandendur. Hnífaárás í Southport Bretland England Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Árásin átti sér stað á námskeiði í armbandagerð og dansi með Taylor Swift þema fyrir börn á aldrinum sex til ellefu ára í hádeginu í gær. Að sögn lögreglu er árásarmaðurinn sautján ára gamall. Hann fæddist í Cardiff í Wales eru foreldrar hans frá Rúanda. Frá árinu 2013 hefur hann hins vegar verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Vitni segja manninn hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar hafi nokkur ung börn sést blóðug úti á götu. Sex og sjö ára stelpur létust af sárum sínum í gær og níu ára stelpa til viðbótar í morgun. Fimm börn liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og tvö fullorðin til viðbótar. Önnur þeirra er kennari námskeiðsins sem reyndi að skýla börnunum. Patrick Hurley, þingmaður Southport, segir árásina fordæmalausa og lýsti henni sem mesta illvirki í sögu svæðisins, þegar hann ræddi við fjölmiðla í morgun. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands segir þjóðina í áfalli. Starmer sagði nær ómögulegt að ímynda sér sorgina og áfallið sem aðstandendur og fórnarlambanna séu að ganga í gegnum. Íbúar Southport hafa í morgun og í gær lagt blóm bangsa nærri húsnæðinu þar sem árásin var framin. Söngkonan Taylor Swift sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og varla geta komið líðan sinni og samúð í orð. Efnt verður til bænastundar í Southport í kvöld og mörgum fyrirtækjum borgarinnar hefur verið lokað af virðingu við aðstandendur.
Hnífaárás í Southport Bretland England Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira