Anton Sveinn vitnaði í Egil Skalla-Grímsson: „Höggva mann ok annan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 07:40 Anton Sveinn McKee er þegar búinn að keppa í einni grein á Ólympíuleikunum í París. Getty/Mustafa Ciftci Anton Sveinn McKee keppir í dag í sinni bestu grein á Ólympíuleikunum í París og íslenski sundgarpurinn var háfleygur og í víkingaham kvöldið fyrir keppni. Anton Sveinn segist í færslu sinni á samfélagsmiðlum að hafa eytt meira en fimmtán árum í undirbúningi fyrir þetta augnablik í sundlauginni í París í dag. Anton kallar þetta líka „upphafið á endinum“ og vitnar síðan í þekkta vísu eftir Egill Skalla-Grímsson. Sagði hann vera víkingsefni „Þat mælti mín móðir“ vísuna á Egill hafi kveðið þegar Bera móðir hans sagði hann vera víkingsefni. Á vef Árnastofnunar kemur fram að Egill „hafði þarna unnið sitt fyrsta víg er hann vóg Grím son Heggs á Heggstöðum eftir að Grímur hafði leikið hann illa í knattleik. Egill var þá á sjöunda vetri en Grímur var ellefu eða tíu vetra og sterkur eftir aldri,“ eins og þar segir. Það er ljóst á þessu að Anton ætlar að sækja sér kraftinn í sitt eigið Víkingablóð. Í fjórða og síðasta riðlinum Anton Sveinn syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi og er í fjórða og síðasta riðlinum. Keppni í hans grein á að fara af stað klukkan 11.01 að íslenskum tíma en búast má við að hann syndi í kringum 11.15. Okkar maður er skráður á tímanum 2:09.19 mín. Íslandsmetið hans er frá því í júní 2022 þegar hann synti á 2:08.74 mín. á HM í Búdapest. Fjórir í riðli Antons eru skráðir með betri tíma en hann þar af eru tveir Kínverjar. Frakki og Hollendingur eru einnig skráðir inn á betri tíma en okkar maður. Anton er skráður inn með þrettánda besta tímann af öllum þeim sem taka þátt í 200 metra bringsundinu og á því góða möguleika að komast áfram í undanúrslitin. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira
Anton Sveinn segist í færslu sinni á samfélagsmiðlum að hafa eytt meira en fimmtán árum í undirbúningi fyrir þetta augnablik í sundlauginni í París í dag. Anton kallar þetta líka „upphafið á endinum“ og vitnar síðan í þekkta vísu eftir Egill Skalla-Grímsson. Sagði hann vera víkingsefni „Þat mælti mín móðir“ vísuna á Egill hafi kveðið þegar Bera móðir hans sagði hann vera víkingsefni. Á vef Árnastofnunar kemur fram að Egill „hafði þarna unnið sitt fyrsta víg er hann vóg Grím son Heggs á Heggstöðum eftir að Grímur hafði leikið hann illa í knattleik. Egill var þá á sjöunda vetri en Grímur var ellefu eða tíu vetra og sterkur eftir aldri,“ eins og þar segir. Það er ljóst á þessu að Anton ætlar að sækja sér kraftinn í sitt eigið Víkingablóð. Í fjórða og síðasta riðlinum Anton Sveinn syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi og er í fjórða og síðasta riðlinum. Keppni í hans grein á að fara af stað klukkan 11.01 að íslenskum tíma en búast má við að hann syndi í kringum 11.15. Okkar maður er skráður á tímanum 2:09.19 mín. Íslandsmetið hans er frá því í júní 2022 þegar hann synti á 2:08.74 mín. á HM í Búdapest. Fjórir í riðli Antons eru skráðir með betri tíma en hann þar af eru tveir Kínverjar. Frakki og Hollendingur eru einnig skráðir inn á betri tíma en okkar maður. Anton er skráður inn með þrettánda besta tímann af öllum þeim sem taka þátt í 200 metra bringsundinu og á því góða möguleika að komast áfram í undanúrslitin. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira