Enski boltinn

Skytturnar kynna Calafi­ori til leiks

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, og nýjasti leikmaður liðsins.
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, og nýjasti leikmaður liðsins. Arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur staðfest komu varnarmannsins Riccardo Calafiori. Hann kemur frá Bologna og kostar 42 milljónir punda eða tæpan sjö og hálfan milljarð íslenskra króna.

Hinn 22 ára Calafiori var ein af stjörnum Evrópumótsins sem fram fór í Þýskalandi í sumar. Hann lék með Bologna á síðustu leiktíð en þar áður með Basel í Sviss og Roma. Hann getur bæði leyst stöðu mið- og bakvarðar. Samningur hans gildir til ársins 2029.

„Riccardo passar inn í það sem við viljum gera hjá Arsenal og mun vaxa í hlutverki sínu sem leikmaður félagsins. Hann var einn besti leikmaður Serie A á Ítalíu á liðnu tímabili og stóð sig vel á EM,“ sagði Edu, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, eftir að varnarmaðurinn hafði skrifað undir hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×