Pabbi Endrick gat ekki hætt að gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 10:31 Endrick fór líka að gráta þegar hann sá föður sinn gráta á kynningarhátíð brasilíska undrabarnsins á Estadio Santiago Bernabeu. Getty/Angel Martinez Real Madrid kynnti brasilíska undrabarnið Endrick til leiks um helgina og það var risastór stund fyrir fjölskyldu hins átján ára gamla Endrick. Foreldrar Endrick voru bæði mætt á Santiago Bernabeu og viðbrögð föðurins vöktu sérstaka athygli. Faðir hans, Douglas de Sousa Silva Ramos, gat nefnilega ekki hætt að gráta. Tilfinningar voru hreinlega að bera hann ofurliði og kannski ekki af ástæðulausu. Fabrizio Romano sagðist vita ástæðuna fyrir þessum miklu og sterku viðbrögðum Douglas de Sousa á þessum tímapunkti. Hann rifjaði upp þegar Douglas de Sousa sagði sögu af drengnum sínum. Pabbi, ég er svo svangur „Ég man það enn í dag þegar Endrick var strákur og kom til mín. Hann bað um eitthvað að borða: Pabbi, ég er svo svangur,“ sagði Douglas. „Ég sagði við Endrick, son minn. Ég á bara ekkert handa þér. Þá byrjaði ég að gráta og hann fór að gráta líka. Hann faðmaði mig síðan lengi,“ sagði Douglas en hélt áfram: „Strákurinn snéri síðan að mér og sagði: Pabbi, ekki hafa áhyggjur. Ég verð fótboltamaður og mun hjálpa þér út úr þessum vandræðum,“ rifjaði Douglas upp. Treyja númer sextán „Þetta var árið 2016 og ég var að vinna við að byggja nýtt hús í Céu Azul. Ég var þarna að vinna í Palmeiras-treyju númer sextán. Árið 2022 þá lék Endrick sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með Palmeiras og í treyju númer sextán,“ sagði Douglas. Þarna stóð strákurinn hans við hlið Florentino Pérez, forseta Real Madrid, fyrir framan fjörutíu þúsund stuðningsmenn og haldandi á Real Madrid treyju númer sextán. Það er kannski ekkert skrýtið að tárin hafi runnið hjá föður hans. Endrick fór líka sjálfur að gráta þegar hann sá tárin renna hjá föður sínum. Endrick hefur unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu og nú verður fróðlegt að sjá hvert hlutverk hans verður hjá mjög vel mönnuðu liði Real Madrid sem er líka að kynna Kylian Mbappé til leiks í haust. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira
Foreldrar Endrick voru bæði mætt á Santiago Bernabeu og viðbrögð föðurins vöktu sérstaka athygli. Faðir hans, Douglas de Sousa Silva Ramos, gat nefnilega ekki hætt að gráta. Tilfinningar voru hreinlega að bera hann ofurliði og kannski ekki af ástæðulausu. Fabrizio Romano sagðist vita ástæðuna fyrir þessum miklu og sterku viðbrögðum Douglas de Sousa á þessum tímapunkti. Hann rifjaði upp þegar Douglas de Sousa sagði sögu af drengnum sínum. Pabbi, ég er svo svangur „Ég man það enn í dag þegar Endrick var strákur og kom til mín. Hann bað um eitthvað að borða: Pabbi, ég er svo svangur,“ sagði Douglas. „Ég sagði við Endrick, son minn. Ég á bara ekkert handa þér. Þá byrjaði ég að gráta og hann fór að gráta líka. Hann faðmaði mig síðan lengi,“ sagði Douglas en hélt áfram: „Strákurinn snéri síðan að mér og sagði: Pabbi, ekki hafa áhyggjur. Ég verð fótboltamaður og mun hjálpa þér út úr þessum vandræðum,“ rifjaði Douglas upp. Treyja númer sextán „Þetta var árið 2016 og ég var að vinna við að byggja nýtt hús í Céu Azul. Ég var þarna að vinna í Palmeiras-treyju númer sextán. Árið 2022 þá lék Endrick sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með Palmeiras og í treyju númer sextán,“ sagði Douglas. Þarna stóð strákurinn hans við hlið Florentino Pérez, forseta Real Madrid, fyrir framan fjörutíu þúsund stuðningsmenn og haldandi á Real Madrid treyju númer sextán. Það er kannski ekkert skrýtið að tárin hafi runnið hjá föður hans. Endrick fór líka sjálfur að gráta þegar hann sá tárin renna hjá föður sínum. Endrick hefur unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu og nú verður fróðlegt að sjá hvert hlutverk hans verður hjá mjög vel mönnuðu liði Real Madrid sem er líka að kynna Kylian Mbappé til leiks í haust. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira