Robert Downey Jr snýr aftur í Marvel-heima Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2024 18:12 Robert Downey Jr hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Oppenheimer á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars. EPA Stórleikarinn Robert Downey Jr mun fara með hlutverk í tveimur væntanlegum bíómyndum Marvel. Um er að ræða tvíleikinn Avengers: Doomsday og Avengers: Secret Wars, og mun Downey fara með hlutverk skúrksins Victor Von Doom, eða Doctor Doom, í þeim báðum. Frá þessu var greint á Comic Con hátíðinni sem fór fram í Kaliforníu um helgina. Innkoma Downey var tilkynnt á myndrænan hátt. Hann var klæddur í búning sem og með grímu sem huldi andlit hans og þegar kom að því að kynna hver færi með hlutverk Von Doom svipti Downey hulunni af andliti sínu og hlaut gríðarleg fagnaðarlæti áhorfenda. Robert Downey Jr as Victor Von Doom for Avengers Doomsday pic.twitter.com/6kNmsN2y9h— Deadline Hollywood (@DEADLINE) July 28, 2024 Marvel aðdáendur gleyma seint frammistöðu Downey í hlutverki Tony Stark, eða Iron Man, frá því að fyrsta Iron Man-myndin kom út árið 2008 þar til hann lék hann í síðasta skipti í Avengers: Endgame, sem kom út árið 2019. Nú mun Downey snúa aftur í Marvel heima en í þetta skipti í hlutverki skúrksins Victor Von Doom. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Frá þessu var greint á Comic Con hátíðinni sem fór fram í Kaliforníu um helgina. Innkoma Downey var tilkynnt á myndrænan hátt. Hann var klæddur í búning sem og með grímu sem huldi andlit hans og þegar kom að því að kynna hver færi með hlutverk Von Doom svipti Downey hulunni af andliti sínu og hlaut gríðarleg fagnaðarlæti áhorfenda. Robert Downey Jr as Victor Von Doom for Avengers Doomsday pic.twitter.com/6kNmsN2y9h— Deadline Hollywood (@DEADLINE) July 28, 2024 Marvel aðdáendur gleyma seint frammistöðu Downey í hlutverki Tony Stark, eða Iron Man, frá því að fyrsta Iron Man-myndin kom út árið 2008 þar til hann lék hann í síðasta skipti í Avengers: Endgame, sem kom út árið 2019. Nú mun Downey snúa aftur í Marvel heima en í þetta skipti í hlutverki skúrksins Victor Von Doom.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira