„Sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði“ Hinrik Wöhler skrifar 26. júlí 2024 20:45 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fer tómhentur heim af Kópavogsvelli. vísir / anton brink Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var súr og svekktur með tap á móti Breiðabliki í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Hann tók þó marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld. „Mér fannst frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar lögðu mikið á sig, mikla vinnu og fylgdu skipulagi vel. Þær voru þéttar og vinnusemin til fyrirmyndar, ekkert út á það að setja. Við töpum þessu á marki eftir horn sem hrekkur af leikmanni og í netið, þetta var súrt.“ „Maður hefur sjaldan hefur verið jafn súr að tapa, Breiðablik er frábært lið og maður ætlast ekki til að koma hingað og ná í sigur en miðað við frammistöðuna í dag finnst mér við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks og kom það úr hornspyrnu. Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið en á leiðinni hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Fylkis og breytti um stefnu. „Að fá sig svona mark er súrt. Þær fengu auðvitað sín móment og færi líka en við vorum að verjast vel og halda skipulagi. Við fengum líka okkar móment líka til að setja mark á þér. Við erum að spila á móti besta liðinu og þær eru byrjaðar að tefja eftir 70 mínútur, eitthvað vorum við að gera vel og skapa skjálfta hjá þeim.“ „Við færðum okkur enn ofar þegar leið á leikinn en vildum ekki opna okkur of mikið, það skiptir líka máli í þeirri baráttu sem við erum í. Ég hef sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði,“ sagði Gunnar. Fylkir náði langþráðum sigri í síðustu umferð þegar liðið sigraði Tindastól og var það annar sigurleikur liðsins á tímabilinu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík sem situr í neðsta sæti. „Mér finnst við hafa stimplað okkur inn í síðasta leik og þessum. Liðsheildin góð og við vinnum vel saman, þær sem koma inn á líka. Þær hafa verið fljótar að komast í taktinn. Þannig klárlega tökum jákvæða punkta úr þessum leik í það sem fram undan er,“ bætti Gunnar við. Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Gunnar býst ekki við miklum sviptingum hjá félaginu. „Við erum með ágætlega stóran hóp. Ef það dettur eitthvað fyrir okkur þá getur vel verið að við skoðum það. Við erum ekki að leita erlendis eða eitthvað svoleiðis, bara eitthvað sem hér á landi en annars erum við nokkuð sátt með hópinn. Þetta eru flottar stelpur og aðrar að stíga til baka úr meiðslum. Við sjáum bara til ef eitthvað óvænt kemur upp,“ sagði Gunnar að lokum um félagsskiptamarkaðinn. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar lögðu mikið á sig, mikla vinnu og fylgdu skipulagi vel. Þær voru þéttar og vinnusemin til fyrirmyndar, ekkert út á það að setja. Við töpum þessu á marki eftir horn sem hrekkur af leikmanni og í netið, þetta var súrt.“ „Maður hefur sjaldan hefur verið jafn súr að tapa, Breiðablik er frábært lið og maður ætlast ekki til að koma hingað og ná í sigur en miðað við frammistöðuna í dag finnst mér við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks og kom það úr hornspyrnu. Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið en á leiðinni hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Fylkis og breytti um stefnu. „Að fá sig svona mark er súrt. Þær fengu auðvitað sín móment og færi líka en við vorum að verjast vel og halda skipulagi. Við fengum líka okkar móment líka til að setja mark á þér. Við erum að spila á móti besta liðinu og þær eru byrjaðar að tefja eftir 70 mínútur, eitthvað vorum við að gera vel og skapa skjálfta hjá þeim.“ „Við færðum okkur enn ofar þegar leið á leikinn en vildum ekki opna okkur of mikið, það skiptir líka máli í þeirri baráttu sem við erum í. Ég hef sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði,“ sagði Gunnar. Fylkir náði langþráðum sigri í síðustu umferð þegar liðið sigraði Tindastól og var það annar sigurleikur liðsins á tímabilinu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík sem situr í neðsta sæti. „Mér finnst við hafa stimplað okkur inn í síðasta leik og þessum. Liðsheildin góð og við vinnum vel saman, þær sem koma inn á líka. Þær hafa verið fljótar að komast í taktinn. Þannig klárlega tökum jákvæða punkta úr þessum leik í það sem fram undan er,“ bætti Gunnar við. Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Gunnar býst ekki við miklum sviptingum hjá félaginu. „Við erum með ágætlega stóran hóp. Ef það dettur eitthvað fyrir okkur þá getur vel verið að við skoðum það. Við erum ekki að leita erlendis eða eitthvað svoleiðis, bara eitthvað sem hér á landi en annars erum við nokkuð sátt með hópinn. Þetta eru flottar stelpur og aðrar að stíga til baka úr meiðslum. Við sjáum bara til ef eitthvað óvænt kemur upp,“ sagði Gunnar að lokum um félagsskiptamarkaðinn.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira