Bordeaux er gjaldþrota og verður áhugamannalið Siggeir Ævarsson skrifar 26. júlí 2024 07:00 Tímabilið 2018-19 lék liðið í Evrópukeppni félagsliða en síðan þá hefur fjarað hratt undan málum. Vísir/EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV Franska liðið FC Girondins de Bordeaux, sem er sjötta sigursælasta lið í sögu franskrar knattspyrnu, hefur verið lýst gjaldþrota og mun leika frönsku C-deildinni í haust, sem er hálf-atvinnumannadeild. Bordeaux hefur alls unnið frönsku úrvalsdeildina, Ligue 1, sex sinnum, síðast árið 2009. Liðið komst í kjölfarið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar árið eftir en síðan þá hefur hallað undan fæti. Gus Poyet tók við þjálfun liðsins í janúar 2018 og stýrði liðinu í 6. sæti sem tryggði því þátttökurétt í Evrópukeppni. Hann var rekinn frá liðinu í ágúst sama ár eftir að Gaëtan Laborde var seldur til Montpellier án samráðs við hann. Gagnrýndi hans stjórnun liðsins opinberlega og var í kjölfarið látinn taka pokann sinn. Tímabilið 2020-21 gekk fátt upp hjá liðinu sem endaði í 12. sæti en til að bíta höfuðið af skömminni lýsti liðið yfir gjaldþroti og var í kjölfarið sett í fjárhagslega gjörgæslu. Liðið fékk að halda sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir fjárhagsörðugleika en endaði í neðsta sæti vorið eftir. Franska knattspyrnusambandið dæmdi liðið niður í C-deild í kjölfarið vegna fjármálaóreiðu en forsvarsmenn Bordeaux áfrýjuðu og liðið fékk að leika í B-deildinni. En nú er komið að skuldadögum. Vonir stóðu til að eigendur Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), myndu kaupa klúbbinn en þær viðræður hafa nú siglt í strand og forsvarmenn Bordeaux hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar og reyna að byggja liðið upp frá grunni. Bordeaux er því ekki atvinnumannalið lengur og allir leikmenn liðsins eru lausir undan samningum sínum. Markmið liðsins er að hlúa að ungum og upprennandi leikmönnum, sem gæti þó reynst erfitt þar sem æfingasvæði liðsins og akademía þess loka í kjölfar þessara aðgerða. Nokkrir af bestu leikmönnum Frakka hafa einmitt komið upp í gegnum téða akademíu. Þeirra frægastur er sennilega Zinédine Zidane, en þá má einnig nefna leikmenn eins og Bixente Lizarazu, Jules Koundé og Aurélien Tchouaméni. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Bordeaux hefur alls unnið frönsku úrvalsdeildina, Ligue 1, sex sinnum, síðast árið 2009. Liðið komst í kjölfarið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar árið eftir en síðan þá hefur hallað undan fæti. Gus Poyet tók við þjálfun liðsins í janúar 2018 og stýrði liðinu í 6. sæti sem tryggði því þátttökurétt í Evrópukeppni. Hann var rekinn frá liðinu í ágúst sama ár eftir að Gaëtan Laborde var seldur til Montpellier án samráðs við hann. Gagnrýndi hans stjórnun liðsins opinberlega og var í kjölfarið látinn taka pokann sinn. Tímabilið 2020-21 gekk fátt upp hjá liðinu sem endaði í 12. sæti en til að bíta höfuðið af skömminni lýsti liðið yfir gjaldþroti og var í kjölfarið sett í fjárhagslega gjörgæslu. Liðið fékk að halda sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir fjárhagsörðugleika en endaði í neðsta sæti vorið eftir. Franska knattspyrnusambandið dæmdi liðið niður í C-deild í kjölfarið vegna fjármálaóreiðu en forsvarsmenn Bordeaux áfrýjuðu og liðið fékk að leika í B-deildinni. En nú er komið að skuldadögum. Vonir stóðu til að eigendur Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), myndu kaupa klúbbinn en þær viðræður hafa nú siglt í strand og forsvarmenn Bordeaux hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar og reyna að byggja liðið upp frá grunni. Bordeaux er því ekki atvinnumannalið lengur og allir leikmenn liðsins eru lausir undan samningum sínum. Markmið liðsins er að hlúa að ungum og upprennandi leikmönnum, sem gæti þó reynst erfitt þar sem æfingasvæði liðsins og akademía þess loka í kjölfar þessara aðgerða. Nokkrir af bestu leikmönnum Frakka hafa einmitt komið upp í gegnum téða akademíu. Þeirra frægastur er sennilega Zinédine Zidane, en þá má einnig nefna leikmenn eins og Bixente Lizarazu, Jules Koundé og Aurélien Tchouaméni.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira