Ósáttur með hótelið, golfvellina og matinn en fær ekkert endurgreitt Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júlí 2024 22:02 Málið varðaði golfferð til útlanda. Myndin er úr safni. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns sem vildi að fyrirtæki sem skipulagði golfferð fyrir hann til útlanda myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent af kaupverði ferðarinnar. Maðurinn var ósáttur með margt en hann setti bæði út á hótelið, golfvellina og matinn í ferðinni. Í úrskurði kærunendarinnar kemur fram að maðurinn hafi greitt 705 þúsund krónur fyrir golfferðina fyrir sjálfan sig og samferðarkonu sína. Innifalið í verðinu var flug, gisting, hálft fæði og aðgangur að golfvöllum og golfbíl. Þau fóru í ferðina í október á síðasta ári og hún stóð yfir í um tíu daga. Varla fimm stjörnu hótel Hótelið sem þau gistu á var að mati mannsins gamalt og úr sér gengið og „því varla hægt að auglýsa það sem fimm stjörnu hótel“. Þá hafi aðbúnaður og þjónusta á því ekki verið fullnægjandi, en hann sagði þjónustulund hótelstarfsmannanna hafa verið af skornum skammti. Herbergið hans hafi verið staðsett undir súð. Hann sagði að hann hafi umsvifalaust kvartað yfir því við fararstjórann sem hafi ekki brugðist við kvörtununum. Á þriðja degi hafi hann sjálfur farið niður í móttöku, óskað eftir nýju herbergi og fengið það. Ýmsir vankantar á golfvöllunum Þá sagði maðurinn að margt af því sem hafi átt að vera innifalið í ferðinni hafi ekki verið í boði. Einn af þremur golfvöllum hafi verið lokaður í ferðinni. Þá hafi ýmsir vankantar verið á hinum golfvöllunum sem voru vanhirtir að hans sögn og ekki í nægilega góðu ásigkomulagi. Það hafi verið erfitt fyrir manninn að fá golfbíl fyrstu tvo daga ferðarinnar. Þá minntist hann einnig á að ekki hafi verið unnt að kaupa bjór í golfbúð fyrir hring eða eftir níu holur, engir ísmolar hafi verið settir í golfbíla fyrir iðlendur. Einnig hafi verið löng bið eftir hádegismat í klúbbhúsi golfvallanna. Neitað um freyðivín Maðurinn setti einnig út á matinn. Einn af fimm veitingastöðum sem hafi verið nefndur í lýsingu ferðarinnar hafi verið lokaður. Jafnframt gerði hann athugasemd við að hafa ekki val um á hvaða veitingastað hann snæddi að hverju sinni. Úrval áfengis sem var innifalið fór einnig fyrir brjóstið á manninum, en það var takmarkað að hans sögn. Hann hafi óskað eftir freyðivíni á veitingastað en verið neitað um það. Líkt og áður segir krafðist maðurinn þess að fyrirtækið sem skipulagði ferðina myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent kaupverðsins. Fararstjóri hafi gripið til ýmissa aðgerða til að bregðast við kvörtunum Fyrirtækið hafnaði kröfu mannsins. Á meðal þess sem það benti á er að stjörnugjöf hótela sé ákvörðuð af óháðum þriðja aðila, og það hafi ekki verið fyrirtækið sem ákvað að um fimm stjörnu hótel væri að ræða. Þá hafi fararstjórinn ráðist í ýmsar umbætur á því sem maðurinn kvartaði yfir. Hann hafi óskað eftir því að starfsfólk hótelsins yrði liðlegra í samskiptum við manninn, hann hafi séð til þess að ísmolar væru í öllum golfbílum og að unnt væri að kaupa bjór við fyrsta teig golfvallanna. Í lýsingu ferðarinnar hafi verið tekið fram að hálf flaska af víni hússins myndi fylgja með kvöldverði ferðalanganna, en ekkert hafi verið tekið fram um tegund víns. Samningur fyrirtækisins við hótelið hafi einungis kveðið á um rauðvín, hvítvín og bjór. Hefði verið farið eftir ósk mannsins um freyðivín hefði það falið í sér auka kostnað. Fyrirtækið tók líka fram að það hefði komið fram í lýsingu ferðarinnar að einn golfvöllurinn væri tímabundið lokaður. Líkt og áður segir hafnaði Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kröfu mannsins. Í úrskurði nefndarinnar segir að óumdeilt sé að manninum hafi boðist annað herbergi á hótelinu og þá hafi fyrirtækið brugðist við ýmsum kvörtunum mannsins. Ferðalög Golf Golfvellir Matur Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Maðurinn var ósáttur með margt en hann setti bæði út á hótelið, golfvellina og matinn í ferðinni. Í úrskurði kærunendarinnar kemur fram að maðurinn hafi greitt 705 þúsund krónur fyrir golfferðina fyrir sjálfan sig og samferðarkonu sína. Innifalið í verðinu var flug, gisting, hálft fæði og aðgangur að golfvöllum og golfbíl. Þau fóru í ferðina í október á síðasta ári og hún stóð yfir í um tíu daga. Varla fimm stjörnu hótel Hótelið sem þau gistu á var að mati mannsins gamalt og úr sér gengið og „því varla hægt að auglýsa það sem fimm stjörnu hótel“. Þá hafi aðbúnaður og þjónusta á því ekki verið fullnægjandi, en hann sagði þjónustulund hótelstarfsmannanna hafa verið af skornum skammti. Herbergið hans hafi verið staðsett undir súð. Hann sagði að hann hafi umsvifalaust kvartað yfir því við fararstjórann sem hafi ekki brugðist við kvörtununum. Á þriðja degi hafi hann sjálfur farið niður í móttöku, óskað eftir nýju herbergi og fengið það. Ýmsir vankantar á golfvöllunum Þá sagði maðurinn að margt af því sem hafi átt að vera innifalið í ferðinni hafi ekki verið í boði. Einn af þremur golfvöllum hafi verið lokaður í ferðinni. Þá hafi ýmsir vankantar verið á hinum golfvöllunum sem voru vanhirtir að hans sögn og ekki í nægilega góðu ásigkomulagi. Það hafi verið erfitt fyrir manninn að fá golfbíl fyrstu tvo daga ferðarinnar. Þá minntist hann einnig á að ekki hafi verið unnt að kaupa bjór í golfbúð fyrir hring eða eftir níu holur, engir ísmolar hafi verið settir í golfbíla fyrir iðlendur. Einnig hafi verið löng bið eftir hádegismat í klúbbhúsi golfvallanna. Neitað um freyðivín Maðurinn setti einnig út á matinn. Einn af fimm veitingastöðum sem hafi verið nefndur í lýsingu ferðarinnar hafi verið lokaður. Jafnframt gerði hann athugasemd við að hafa ekki val um á hvaða veitingastað hann snæddi að hverju sinni. Úrval áfengis sem var innifalið fór einnig fyrir brjóstið á manninum, en það var takmarkað að hans sögn. Hann hafi óskað eftir freyðivíni á veitingastað en verið neitað um það. Líkt og áður segir krafðist maðurinn þess að fyrirtækið sem skipulagði ferðina myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent kaupverðsins. Fararstjóri hafi gripið til ýmissa aðgerða til að bregðast við kvörtunum Fyrirtækið hafnaði kröfu mannsins. Á meðal þess sem það benti á er að stjörnugjöf hótela sé ákvörðuð af óháðum þriðja aðila, og það hafi ekki verið fyrirtækið sem ákvað að um fimm stjörnu hótel væri að ræða. Þá hafi fararstjórinn ráðist í ýmsar umbætur á því sem maðurinn kvartaði yfir. Hann hafi óskað eftir því að starfsfólk hótelsins yrði liðlegra í samskiptum við manninn, hann hafi séð til þess að ísmolar væru í öllum golfbílum og að unnt væri að kaupa bjór við fyrsta teig golfvallanna. Í lýsingu ferðarinnar hafi verið tekið fram að hálf flaska af víni hússins myndi fylgja með kvöldverði ferðalanganna, en ekkert hafi verið tekið fram um tegund víns. Samningur fyrirtækisins við hótelið hafi einungis kveðið á um rauðvín, hvítvín og bjór. Hefði verið farið eftir ósk mannsins um freyðivín hefði það falið í sér auka kostnað. Fyrirtækið tók líka fram að það hefði komið fram í lýsingu ferðarinnar að einn golfvöllurinn væri tímabundið lokaður. Líkt og áður segir hafnaði Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kröfu mannsins. Í úrskurði nefndarinnar segir að óumdeilt sé að manninum hafi boðist annað herbergi á hótelinu og þá hafi fyrirtækið brugðist við ýmsum kvörtunum mannsins.
Ferðalög Golf Golfvellir Matur Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira