Meðstjórnandi MrBeast sökuð um að draga barn á tálar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2024 16:31 MrBeast, eða Jimmy Donaldson, er sagður ríkasta og þekktasta Youtube-stjarna heims, en áskrifendur hans eru meira en 306 milljón talsins. Getty Fyrrverandi meðstjórnandi YouTube-stjörnunnar MrBeast hefur verið sökuð um að draga þrettán ára gamalt barn á tálar. MrBeast, sem heitir réttu nafni Jimmy Donaldson, hefur ráðið utanaðkomandi rannsakendur til að rannsaka mál hennar. YouTube-rásin MrBeast er með flesta áskrifendur allra Youtube-rása en myndböndin einkennast helst af gjafaleikjum og keppnum og eiga það sameiginlegt að endurspegla gríðarlegan auð Donaldson. Áætlað er að hann eyði á bilinu 1-1,5 milljónar Bandaríkjadala í hvert myndand sem hann gefur út. Samstarfskonu hans, Avu Kris Tyson, sem komið hefur fram í mörgum af hans myndböndum, er nú gefið að sök að hafa dregið þrettán ára gamalt barn á tálar í gegn um netspjall þegar hún var sjálf tuttugu ára. NBC fjallar um málið. Tyson tilkynnti í vikunni að hún hygðist láta af störfum hjá rásinni vegna ásakananna, en neitar í leið allri sök. Donaldson skrifaði færslu á X í dag þar sem hann segist hafa ráðið utanaðkomandi rannsóknarmenn til að rannsaka mál samstarfskonu sinnar og tryggja réttmæti ásakananna. Meinta hegðun samstarfskonunnar segir hann viðbjóðslega og óásættanlega og að henni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtæki hans og YouTue-rás vegna þeirra. MrBeast er á lista Forbes yfir ríkustu YouTube-stjörnur heims en samkvæmt CNBC voru tekjur hans í fyrra um 700 milljónir Bandaríkjadala. Fyrirtæki hans hefur teygt anga sína um heim allan en til að mynda hafa súkkulaðistykki í hans nafni verið áberandi í sælgætisdeildum matvöruverslana hér á landi. Samfélagsmiðlar Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Sjá meira
YouTube-rásin MrBeast er með flesta áskrifendur allra Youtube-rása en myndböndin einkennast helst af gjafaleikjum og keppnum og eiga það sameiginlegt að endurspegla gríðarlegan auð Donaldson. Áætlað er að hann eyði á bilinu 1-1,5 milljónar Bandaríkjadala í hvert myndand sem hann gefur út. Samstarfskonu hans, Avu Kris Tyson, sem komið hefur fram í mörgum af hans myndböndum, er nú gefið að sök að hafa dregið þrettán ára gamalt barn á tálar í gegn um netspjall þegar hún var sjálf tuttugu ára. NBC fjallar um málið. Tyson tilkynnti í vikunni að hún hygðist láta af störfum hjá rásinni vegna ásakananna, en neitar í leið allri sök. Donaldson skrifaði færslu á X í dag þar sem hann segist hafa ráðið utanaðkomandi rannsóknarmenn til að rannsaka mál samstarfskonu sinnar og tryggja réttmæti ásakananna. Meinta hegðun samstarfskonunnar segir hann viðbjóðslega og óásættanlega og að henni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtæki hans og YouTue-rás vegna þeirra. MrBeast er á lista Forbes yfir ríkustu YouTube-stjörnur heims en samkvæmt CNBC voru tekjur hans í fyrra um 700 milljónir Bandaríkjadala. Fyrirtæki hans hefur teygt anga sína um heim allan en til að mynda hafa súkkulaðistykki í hans nafni verið áberandi í sælgætisdeildum matvöruverslana hér á landi.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Sjá meira