YouTube-rásin MrBeast er með flesta áskrifendur allra Youtube-rása en myndböndin einkennast helst af gjafaleikjum og keppnum og eiga það sameiginlegt að endurspegla gríðarlegan auð Donaldson. Áætlað er að hann eyði á bilinu 1-1,5 milljónar Bandaríkjadala í hvert myndand sem hann gefur út.
Samstarfskonu hans, Avu Kris Tyson, sem komið hefur fram í mörgum af hans myndböndum, er nú gefið að sök að hafa dregið þrettán ára gamalt barn á tálar í gegn um netspjall þegar hún var sjálf tuttugu ára. NBC fjallar um málið.
Tyson tilkynnti í vikunni að hún hygðist láta af störfum hjá rásinni vegna ásakananna, en neitar í leið allri sök.
Donaldson skrifaði færslu á X í dag þar sem hann segist hafa ráðið utanaðkomandi rannsóknarmenn til að rannsaka mál samstarfskonu sinnar og tryggja réttmæti ásakananna. Meinta hegðun samstarfskonunnar segir hann viðbjóðslega og óásættanlega og að henni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtæki hans og YouTue-rás vegna þeirra.
MrBeast er á lista Forbes yfir ríkustu YouTube-stjörnur heims en samkvæmt CNBC voru tekjur hans í fyrra um 700 milljónir Bandaríkjadala.
Fyrirtæki hans hefur teygt anga sína um heim allan en til að mynda hafa súkkulaðistykki í hans nafni verið áberandi í sælgætisdeildum matvöruverslana hér á landi.