Sluppu furðuvel frá heimsókn hesta á golfvöllinn Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 09:22 Kylfingar sem ætluðu að æfa sig í að pútta á Hlíðavelli í morgun settu ef til vill upp skeifu þegar þeir sáu ástandið á æfingaflötinni. Hófför liggja þar þvers og kruss eftir hrossin sem spókuðu sig á vellinum í gærkvöldi. Ágúst Jensson Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog. Það var rétt fyrir miðnætti sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar fékk símtal frá nágranna sem sagðist hafa séð hesta á ferð á vellinum. Þeir reyndust hafa hlaupið yfir nokkrar brautir vallarins og eina púttæfingaflöt við fyrsta teig vallarins.. Betur fór þó en á horfðist. Bjarni Þór Hannesson, yfirvallastjóri klúbbsins, segir skemmdirnar eftir hrossin frekar litlar í samanburði við hvað hefði getað orðið hefðu þau traðkað yfir flatir. Það hefði kostað vallarstarfsmenn mikla vinnu að gera við slíkar skemmdir. „Þetta slapp furðuvel. Þeir hlupu bara yfir eitt púttgrín hérna hjá okkur. Það eru smá hófför í því en þeir sukku ekkert. Svo eru bara hófaför á brautum og röffi sem er svo sem allt í lagi,“ segir hann. Kylfingar þurfa ekki að óttast að lenda í hófförum utan brauta. Þeir fá fría lausn ef bolti þeirra lendir í fari eftir óboðnu gestina, að því er kom fram í Facebook-færslu klúbbsins í morgun. Auk púttflatarinnar hlupu hestarnir yfir aðra, fjórðu, fimmtu og sjöttu brautir vallarins. Nýbyggðir teigar sluppu Þá er Bjarni Þór sérstaklega þakklátur fyrir að nýir teigar sem verið er að byggja hafi sloppið. „Þeir hlupu með fram köntum á splunkunýjum teigum sem við vorum að byggja sem er yndislegt að þeir skuli hafi sleppt því að fara inn á. Þeir voru bara í köntunum. Það er frekar auðveld viðgerð, annars hefði það verið helvíti leiðinleg viðgerð,“ segir vallastjórinn. Ekki er ljóst hvaðan hestarnir komu en Bjarni Þór segir að hestagerði sé nærri fimmtu braut vallarins sem liggur meðfram Leiruvogi. Líklegt sé að þeir hafi sloppið þaðan. Þegar hann mætti til starfa í morgun hafi hestar verið í gerðinu. Bjarni Þór leiðir að því líkum að hestarnir hafi verið reknir þangað inn aftur í nótt. Mosfellsbær Hestar Dýr Golf Golfvellir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Það var rétt fyrir miðnætti sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar fékk símtal frá nágranna sem sagðist hafa séð hesta á ferð á vellinum. Þeir reyndust hafa hlaupið yfir nokkrar brautir vallarins og eina púttæfingaflöt við fyrsta teig vallarins.. Betur fór þó en á horfðist. Bjarni Þór Hannesson, yfirvallastjóri klúbbsins, segir skemmdirnar eftir hrossin frekar litlar í samanburði við hvað hefði getað orðið hefðu þau traðkað yfir flatir. Það hefði kostað vallarstarfsmenn mikla vinnu að gera við slíkar skemmdir. „Þetta slapp furðuvel. Þeir hlupu bara yfir eitt púttgrín hérna hjá okkur. Það eru smá hófför í því en þeir sukku ekkert. Svo eru bara hófaför á brautum og röffi sem er svo sem allt í lagi,“ segir hann. Kylfingar þurfa ekki að óttast að lenda í hófförum utan brauta. Þeir fá fría lausn ef bolti þeirra lendir í fari eftir óboðnu gestina, að því er kom fram í Facebook-færslu klúbbsins í morgun. Auk púttflatarinnar hlupu hestarnir yfir aðra, fjórðu, fimmtu og sjöttu brautir vallarins. Nýbyggðir teigar sluppu Þá er Bjarni Þór sérstaklega þakklátur fyrir að nýir teigar sem verið er að byggja hafi sloppið. „Þeir hlupu með fram köntum á splunkunýjum teigum sem við vorum að byggja sem er yndislegt að þeir skuli hafi sleppt því að fara inn á. Þeir voru bara í köntunum. Það er frekar auðveld viðgerð, annars hefði það verið helvíti leiðinleg viðgerð,“ segir vallastjórinn. Ekki er ljóst hvaðan hestarnir komu en Bjarni Þór segir að hestagerði sé nærri fimmtu braut vallarins sem liggur meðfram Leiruvogi. Líklegt sé að þeir hafi sloppið þaðan. Þegar hann mætti til starfa í morgun hafi hestar verið í gerðinu. Bjarni Þór leiðir að því líkum að hestarnir hafi verið reknir þangað inn aftur í nótt.
Mosfellsbær Hestar Dýr Golf Golfvellir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira