Sluppu furðuvel frá heimsókn hesta á golfvöllinn Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 09:22 Kylfingar sem ætluðu að æfa sig í að pútta á Hlíðavelli í morgun settu ef til vill upp skeifu þegar þeir sáu ástandið á æfingaflötinni. Hófför liggja þar þvers og kruss eftir hrossin sem spókuðu sig á vellinum í gærkvöldi. Ágúst Jensson Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog. Það var rétt fyrir miðnætti sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar fékk símtal frá nágranna sem sagðist hafa séð hesta á ferð á vellinum. Þeir reyndust hafa hlaupið yfir nokkrar brautir vallarins og eina púttæfingaflöt við fyrsta teig vallarins.. Betur fór þó en á horfðist. Bjarni Þór Hannesson, yfirvallastjóri klúbbsins, segir skemmdirnar eftir hrossin frekar litlar í samanburði við hvað hefði getað orðið hefðu þau traðkað yfir flatir. Það hefði kostað vallarstarfsmenn mikla vinnu að gera við slíkar skemmdir. „Þetta slapp furðuvel. Þeir hlupu bara yfir eitt púttgrín hérna hjá okkur. Það eru smá hófför í því en þeir sukku ekkert. Svo eru bara hófaför á brautum og röffi sem er svo sem allt í lagi,“ segir hann. Kylfingar þurfa ekki að óttast að lenda í hófförum utan brauta. Þeir fá fría lausn ef bolti þeirra lendir í fari eftir óboðnu gestina, að því er kom fram í Facebook-færslu klúbbsins í morgun. Auk púttflatarinnar hlupu hestarnir yfir aðra, fjórðu, fimmtu og sjöttu brautir vallarins. Nýbyggðir teigar sluppu Þá er Bjarni Þór sérstaklega þakklátur fyrir að nýir teigar sem verið er að byggja hafi sloppið. „Þeir hlupu með fram köntum á splunkunýjum teigum sem við vorum að byggja sem er yndislegt að þeir skuli hafi sleppt því að fara inn á. Þeir voru bara í köntunum. Það er frekar auðveld viðgerð, annars hefði það verið helvíti leiðinleg viðgerð,“ segir vallastjórinn. Ekki er ljóst hvaðan hestarnir komu en Bjarni Þór segir að hestagerði sé nærri fimmtu braut vallarins sem liggur meðfram Leiruvogi. Líklegt sé að þeir hafi sloppið þaðan. Þegar hann mætti til starfa í morgun hafi hestar verið í gerðinu. Bjarni Þór leiðir að því líkum að hestarnir hafi verið reknir þangað inn aftur í nótt. Mosfellsbær Hestar Dýr Golf Golfvellir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það var rétt fyrir miðnætti sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar fékk símtal frá nágranna sem sagðist hafa séð hesta á ferð á vellinum. Þeir reyndust hafa hlaupið yfir nokkrar brautir vallarins og eina púttæfingaflöt við fyrsta teig vallarins.. Betur fór þó en á horfðist. Bjarni Þór Hannesson, yfirvallastjóri klúbbsins, segir skemmdirnar eftir hrossin frekar litlar í samanburði við hvað hefði getað orðið hefðu þau traðkað yfir flatir. Það hefði kostað vallarstarfsmenn mikla vinnu að gera við slíkar skemmdir. „Þetta slapp furðuvel. Þeir hlupu bara yfir eitt púttgrín hérna hjá okkur. Það eru smá hófför í því en þeir sukku ekkert. Svo eru bara hófaför á brautum og röffi sem er svo sem allt í lagi,“ segir hann. Kylfingar þurfa ekki að óttast að lenda í hófförum utan brauta. Þeir fá fría lausn ef bolti þeirra lendir í fari eftir óboðnu gestina, að því er kom fram í Facebook-færslu klúbbsins í morgun. Auk púttflatarinnar hlupu hestarnir yfir aðra, fjórðu, fimmtu og sjöttu brautir vallarins. Nýbyggðir teigar sluppu Þá er Bjarni Þór sérstaklega þakklátur fyrir að nýir teigar sem verið er að byggja hafi sloppið. „Þeir hlupu með fram köntum á splunkunýjum teigum sem við vorum að byggja sem er yndislegt að þeir skuli hafi sleppt því að fara inn á. Þeir voru bara í köntunum. Það er frekar auðveld viðgerð, annars hefði það verið helvíti leiðinleg viðgerð,“ segir vallastjórinn. Ekki er ljóst hvaðan hestarnir komu en Bjarni Þór segir að hestagerði sé nærri fimmtu braut vallarins sem liggur meðfram Leiruvogi. Líklegt sé að þeir hafi sloppið þaðan. Þegar hann mætti til starfa í morgun hafi hestar verið í gerðinu. Bjarni Þór leiðir að því líkum að hestarnir hafi verið reknir þangað inn aftur í nótt.
Mosfellsbær Hestar Dýr Golf Golfvellir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira