Segir persónulegan metnað ekki mega standa í vegi fyrir lýðræðinu Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 23:30 Úr ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að klára kjörtímabil sitt. Hins vegar væri komin tími til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu af honum. Þetta kom fram í ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar sem hófst á miðnætti á íslenskum tíma. „Á undanförnum vikum hefur það skýrst fyrir mér að ég þarf að sameina flokkinn minn á þessum mikilvægu tímamótum. Ég trúi því að frammistaða mín sem forseti og sýn mín fyrir framtíð Ameríku réttlætu annað kjörtímabil. En ekkert má koma í veg fyrir að við björgum lýðræðinu. Þar með talið er persónulegur metnaður. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að besta niðurstaðan sé að afhenda kyndilinn nýrri kynslóð. Það er besta leiðin til að sameina þjóð okkar,“ sagði Biden. „Það er staður og stund fyrir mikla reynslu af því að vera opinber persóna. En það er líka staður og stund fyrir nýjar raddir, ferskar raddir, yngri raddir. Sá tími er runninn upp.“ Ávarpið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Fór fögrum orðum um Kamölu Harris „Ég hef tekið ákvörðun og gert skoðun mína ljósa almenningi,“ sagði Biden þegar hann vék máli sínu að Kamölu Harris, varaforseta og líklegu forsetaefni Demókrataflokksins. Í umræddri ræðu lýsti hann ekki beinlínis yfir stuðningi við hana, en vísaði í raun til þess að hann væri búinn að því. „Mig langar að þakka frábærum varaforseta Kamölu Harris,“ sagði Biden. „Hún er reynd, hörð af sér, og hæf. Hún hefur verið frábær félagi minn og leiðtogi fyrir þjóðina okkar,“ sagði hann. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði tíma til kominn fyrir nýjar og ferskar raddir.Getty Þá lagði Biden áherslu á að það væri í höndum bandarísku þjóðarinnar að bjarga lýðveldi Bandaríkjanna, og gaf til kynna að það fælist í því að kjósa frambjóðanda Demókrata, en ekki Donald Trump fyrrverandi forseta. Mörg mál framundan Í ávarpinu ræddi Biden þau mörgu verkefni sem eru á borði Bandaríkjaforseta. Hann fjallaði um efnahagsmál, hnattræna hlýnun og fleira. Þá minntist hann sérstaklega á stríðið í Úkraínu annars vegar og stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hins vegar. Í báðum málum sagðist hann ætla að vinna að því að binda endi á átökin. „Það hefur verið mesti heiður ævi minnar að fá að sinna þessari þjóð í rúmlega fimmtíu ár. Hvergi annars staðar í heiminum hefði krakki með stama sem fékk lítillátt uppeldi í Delaware í Pennsylvaníuríki getað endað hér, bakvið skrifborðið í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu sem forseti Bandaríkjanna. En hér er ég. Þetta gerir Bandaríkin svo sérstök,“ sagði Biden sem minntist ítrekað á þakklæti sitt í garð þjóðarinnar. „Vinnum saman, verndum lýðveldið okkar. Megi guð blessa ykkur og vernda hermennina okkar,“ voru lokaorð ræðurnnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar sem hófst á miðnætti á íslenskum tíma. „Á undanförnum vikum hefur það skýrst fyrir mér að ég þarf að sameina flokkinn minn á þessum mikilvægu tímamótum. Ég trúi því að frammistaða mín sem forseti og sýn mín fyrir framtíð Ameríku réttlætu annað kjörtímabil. En ekkert má koma í veg fyrir að við björgum lýðræðinu. Þar með talið er persónulegur metnaður. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að besta niðurstaðan sé að afhenda kyndilinn nýrri kynslóð. Það er besta leiðin til að sameina þjóð okkar,“ sagði Biden. „Það er staður og stund fyrir mikla reynslu af því að vera opinber persóna. En það er líka staður og stund fyrir nýjar raddir, ferskar raddir, yngri raddir. Sá tími er runninn upp.“ Ávarpið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Fór fögrum orðum um Kamölu Harris „Ég hef tekið ákvörðun og gert skoðun mína ljósa almenningi,“ sagði Biden þegar hann vék máli sínu að Kamölu Harris, varaforseta og líklegu forsetaefni Demókrataflokksins. Í umræddri ræðu lýsti hann ekki beinlínis yfir stuðningi við hana, en vísaði í raun til þess að hann væri búinn að því. „Mig langar að þakka frábærum varaforseta Kamölu Harris,“ sagði Biden. „Hún er reynd, hörð af sér, og hæf. Hún hefur verið frábær félagi minn og leiðtogi fyrir þjóðina okkar,“ sagði hann. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði tíma til kominn fyrir nýjar og ferskar raddir.Getty Þá lagði Biden áherslu á að það væri í höndum bandarísku þjóðarinnar að bjarga lýðveldi Bandaríkjanna, og gaf til kynna að það fælist í því að kjósa frambjóðanda Demókrata, en ekki Donald Trump fyrrverandi forseta. Mörg mál framundan Í ávarpinu ræddi Biden þau mörgu verkefni sem eru á borði Bandaríkjaforseta. Hann fjallaði um efnahagsmál, hnattræna hlýnun og fleira. Þá minntist hann sérstaklega á stríðið í Úkraínu annars vegar og stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hins vegar. Í báðum málum sagðist hann ætla að vinna að því að binda endi á átökin. „Það hefur verið mesti heiður ævi minnar að fá að sinna þessari þjóð í rúmlega fimmtíu ár. Hvergi annars staðar í heiminum hefði krakki með stama sem fékk lítillátt uppeldi í Delaware í Pennsylvaníuríki getað endað hér, bakvið skrifborðið í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu sem forseti Bandaríkjanna. En hér er ég. Þetta gerir Bandaríkin svo sérstök,“ sagði Biden sem minntist ítrekað á þakklæti sitt í garð þjóðarinnar. „Vinnum saman, verndum lýðveldið okkar. Megi guð blessa ykkur og vernda hermennina okkar,“ voru lokaorð ræðurnnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira