Hert öryggisgæsla í Víkinni: „Finnst þetta aðeins of ýkt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 19:00 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Arnar Hert öryggisgæsla verður bæði í Víkinni og á Kópavogsvelli annað kvöld er Evrópuleikir Víkings og Breiðabliks fara fram. UEFA bregst þannig við ólátum sem urðu á leik Vals við Vllaznia í Sambandsdeildinni á dögunum. Upp úr sauð í lok leiks Vals og Vllaznia sem lauk með 2-2 jafntefli. Stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum, sem og starfsfólk og stjórnarmenn. Annað albanskt lið, Egnatia, heimsækir Víkinga á morgun og verður hert öryggisgæsla á vellinum vegna þessa. Hið sama verður uppi á teningunum á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó. „Það er aðeins meiri viðbúnaður en venjulega. UEFA hefur flokkað þennan leik sem high risk leik og sama með leikinn í Kópavogi eftir uppákomuna sem varð á Hlíðarenda um daginn. Það kom hingað öryggiseftirlitsmaður frá UEFA á staðinn og verður okkur til halds og trausts,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Hann segir ef til vill full langt gengið hjá UEFA, sérstaklega í ljósi þess að engir stuðningsmenn albanska liðsins fylgi því hingað til lands. „Persónulega finnst mér þetta aðeins of ýkt. En eftir uppákomuna á Hlíðarenda álítur UEFA að það þurfi að grípa aðeins inn í hér vegna þess að hér er aftur að koma albanskt lið og lið frá Kósóvó. Vllaznia er frá Norður-Albaníu og þetta eru Kósóvó-Albanar mikið og þeir tengja það einhbern veginn saman,“ „Þeir hafa tilkynnt okkur að engir stuðningsmenn koma með liðinu. En aftur á móti eru Albanar hér á Íslandi sem mæta mögulega á leikinn. Við tökum þeim fagnandi og vonum að þeir hagi sér vel,“ segir Haraldur. Andstæðingar Víkings í heimaleikjabanni Haraldur segist þá feginn því að stuðningsmenn Egnatia komi ekki með liðinu hingað til lands í ljósi þess að UEFA setti liðið í heimaleikjabann sökum hegðunar þeirra á Evrópuleik liðsins í síðustu viku. Klippa: Tjáir sig um herta öryggisgæslu í Víkinni „Við erum ekki þessu vön á Íslandi. Erlendis er þetta alþekkt. Þetta var smá sjokkerandi uppákoma sem kannski vekur okkur til umhugsunar að við þurfum að vera viðbúin öllu svona þegar Evrópuleikir eru í gangi,“ „Við erum fegnir því að það komi ekki stuðningsmenn með liðinu frá Albaníu af því að þeir höguðu sér illa á síðasta leik, í síðustu viku. Þeir munu vegna þess þurfa að leika leikinn á móti okkur ytra fyrir luktum dyrum,“ segir Haraldur. Tóm hamingja í Víkinni En þarf að skoða öryggismálin í kringum Evrópuleiki á Íslandi heildstætt eftir ólætin á dögunum? „Það veltur algjörlega á þeim liðum sem hingað koma. Það er klárlega tilefni til þess að skoða þetta. Við höfum verið til dæmis Lech Poznan fyrir þremur árum, þeim fylgdu 60-70 ultras en þeir höguðu sér mjög vel. Þá var aukin gæsla en enginn öryggisfulltrúi frá UEFA,“ segir Haraldur sem býst ekki við öðru en að allt fari vel fram annað kvöld. „Það verður bara tóm hamingja í Víkinni, að venju.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira
Upp úr sauð í lok leiks Vals og Vllaznia sem lauk með 2-2 jafntefli. Stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum, sem og starfsfólk og stjórnarmenn. Annað albanskt lið, Egnatia, heimsækir Víkinga á morgun og verður hert öryggisgæsla á vellinum vegna þessa. Hið sama verður uppi á teningunum á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó. „Það er aðeins meiri viðbúnaður en venjulega. UEFA hefur flokkað þennan leik sem high risk leik og sama með leikinn í Kópavogi eftir uppákomuna sem varð á Hlíðarenda um daginn. Það kom hingað öryggiseftirlitsmaður frá UEFA á staðinn og verður okkur til halds og trausts,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Hann segir ef til vill full langt gengið hjá UEFA, sérstaklega í ljósi þess að engir stuðningsmenn albanska liðsins fylgi því hingað til lands. „Persónulega finnst mér þetta aðeins of ýkt. En eftir uppákomuna á Hlíðarenda álítur UEFA að það þurfi að grípa aðeins inn í hér vegna þess að hér er aftur að koma albanskt lið og lið frá Kósóvó. Vllaznia er frá Norður-Albaníu og þetta eru Kósóvó-Albanar mikið og þeir tengja það einhbern veginn saman,“ „Þeir hafa tilkynnt okkur að engir stuðningsmenn koma með liðinu. En aftur á móti eru Albanar hér á Íslandi sem mæta mögulega á leikinn. Við tökum þeim fagnandi og vonum að þeir hagi sér vel,“ segir Haraldur. Andstæðingar Víkings í heimaleikjabanni Haraldur segist þá feginn því að stuðningsmenn Egnatia komi ekki með liðinu hingað til lands í ljósi þess að UEFA setti liðið í heimaleikjabann sökum hegðunar þeirra á Evrópuleik liðsins í síðustu viku. Klippa: Tjáir sig um herta öryggisgæslu í Víkinni „Við erum ekki þessu vön á Íslandi. Erlendis er þetta alþekkt. Þetta var smá sjokkerandi uppákoma sem kannski vekur okkur til umhugsunar að við þurfum að vera viðbúin öllu svona þegar Evrópuleikir eru í gangi,“ „Við erum fegnir því að það komi ekki stuðningsmenn með liðinu frá Albaníu af því að þeir höguðu sér illa á síðasta leik, í síðustu viku. Þeir munu vegna þess þurfa að leika leikinn á móti okkur ytra fyrir luktum dyrum,“ segir Haraldur. Tóm hamingja í Víkinni En þarf að skoða öryggismálin í kringum Evrópuleiki á Íslandi heildstætt eftir ólætin á dögunum? „Það veltur algjörlega á þeim liðum sem hingað koma. Það er klárlega tilefni til þess að skoða þetta. Við höfum verið til dæmis Lech Poznan fyrir þremur árum, þeim fylgdu 60-70 ultras en þeir höguðu sér mjög vel. Þá var aukin gæsla en enginn öryggisfulltrúi frá UEFA,“ segir Haraldur sem býst ekki við öðru en að allt fari vel fram annað kvöld. „Það verður bara tóm hamingja í Víkinni, að venju.“
Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira