Fattaði að þetta væri alls ekki amma hennar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 14:31 Sóldís er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti Sóldís Vala Ívarsdóttir er á öðru ári sínu í menntaskóla og stefnir að fara í flugmannsnám að því að lokinni menntaskólagöngu. Sóldís hefur mjög fjölbreytt áhugamál en hennar aðaláhugamál er hreyfing og heilsutengd málefni. Hún æfði fimleika í tíu ár, frá tveggja ára aldri, og færði sig svo í fótbolta. Hún hefur einnig mikinn áhuga á tísku og förðun, sem hefur þróast frá æsku. Sóldís er sjálfstæð og metnaðarfull og mjög opin fyrir að auka styrkleika sína á ólíkum sviðum og er ófeimin við að fara út fyrir þægindarammann. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Sóldís Vala Ívarsdóttir Aldur? 18 ára Starf? Ég vinn sem helgarstjóri í Bónus Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhugann minn á þessari keppni er hvað hún stendur fyrir og mér finnst æðislegt að stelpur með mismunandi bakgrunn fá tækifæri að koma saman og segja sína sögu og gera eitthvað fallegt úr því. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Það sem ég er búin að læra á ferlinu er mjög margt. En að læra að labba í hælum er ekkert grín. Stelpurnar sem ég sá áður fyrr gera pageant walk létu það líta svo léttilega út en þegar maður er að læra það, er það smá tricky. Ég er komin með frekar góð tök á því núna. Það sem ég vil líka nefna er að maður fær svo mikið sjálfsöryggi í þessu ferli, allt teymið og keppendur sýna svo mikinn stuðning og við stelpurnar erum svo duglegar að lyfta hver annarri upp. Mér þykir mjög vænt um alla sem eru með mér í ferlinu. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig sem manneskju eru áföllin mín. Þegar ég dett niður þá stend ég alltaf aftur upp og kem enn sterkari til baka í hvert sinn og tek það með mér í lífið, sjálfstæðari og öruggari. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Erfiðasta lífsreynslan mín - Að fara í gegnum unglingsárin, er sjálf ennþá á því stigi en ég er komin mjög langt. Unglingsárin eru erfið fyrir alla og tók mig langann tíma að finna sjálfan mig, hvaða Sóldís ég vil vera. Það sem skiptir mestu máli er fólkið sem þú umkringist, því rangur félagskapur hefur áhrif á hvernig þér líður. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að ég gefst aldrei upp á sjálfum mér. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræði sem ég hef fengið er að lífið snýst bara um hugarfar! Hver er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er grjónagrauturinn hennar ömmu! Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fyrirmyndin mín er hún mamma hún er sterkasta manneskja sem ég þekki og hefur alltaf verið sjálfstæð. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp með sterkri konu sem fyrirmynd mína. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Ég held að frægasta persóna sem ég hef séð er Ronaldo. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Neyðarlegasta atvik sem ég hef lent í er fyrir nokkrum árum þar sem ég var úti og hélt að ég hefði séð ömmu mína, ég kallaði og kallaði meðan ég hljóp á eftir „ömmu minni“ og þegar konan snéri sér við og ég fattaði að þetta væri ekki amma mín og hljóp framhjá henni og lét eins og ég væri ekki að kalla á hana. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að missa einhvern sem ég elska. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Ég sé sjálfan mig í framtíðinni með mitt eigið fyrirtæki. Ég er ekki byrjuð á fyrsta skrefinu en draumurinn er að stofna mitt eigið fyrirtæki. Hvaða lag tekur þú í karókí? Lagið sem ég tek í karókí er Dancing Queen með ABBA. Þín mesta gæfa í lífinu? Mesta gæfan mín í lífinu er fjölskyldan mín sem hefur verið minn klettur í gegnum lífið. Uppskrift að drauma degi? Uppskriftin mín að drauma degi er að vera staðsett í sólarlandi, á degi sem byrjar á góðum morgunmat með fjölskyldunni úti í garð í sólinni. Svo förum við saman á ströndina að slaka á, fara í blak/fótbolta og eiga gæðastund saman. Eftir langan dag á ströndinni fáum við okkur góðan kvöldmat áður en við förum í minigolf, því það er algengur hlutur fyrir okkur að gera þegar við erum í fríi. Förum svo aftur í hús að spila spil með ferskandi eftirrétt. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Hún æfði fimleika í tíu ár, frá tveggja ára aldri, og færði sig svo í fótbolta. Hún hefur einnig mikinn áhuga á tísku og förðun, sem hefur þróast frá æsku. Sóldís er sjálfstæð og metnaðarfull og mjög opin fyrir að auka styrkleika sína á ólíkum sviðum og er ófeimin við að fara út fyrir þægindarammann. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Sóldís Vala Ívarsdóttir Aldur? 18 ára Starf? Ég vinn sem helgarstjóri í Bónus Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhugann minn á þessari keppni er hvað hún stendur fyrir og mér finnst æðislegt að stelpur með mismunandi bakgrunn fá tækifæri að koma saman og segja sína sögu og gera eitthvað fallegt úr því. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Það sem ég er búin að læra á ferlinu er mjög margt. En að læra að labba í hælum er ekkert grín. Stelpurnar sem ég sá áður fyrr gera pageant walk létu það líta svo léttilega út en þegar maður er að læra það, er það smá tricky. Ég er komin með frekar góð tök á því núna. Það sem ég vil líka nefna er að maður fær svo mikið sjálfsöryggi í þessu ferli, allt teymið og keppendur sýna svo mikinn stuðning og við stelpurnar erum svo duglegar að lyfta hver annarri upp. Mér þykir mjög vænt um alla sem eru með mér í ferlinu. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig sem manneskju eru áföllin mín. Þegar ég dett niður þá stend ég alltaf aftur upp og kem enn sterkari til baka í hvert sinn og tek það með mér í lífið, sjálfstæðari og öruggari. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Erfiðasta lífsreynslan mín - Að fara í gegnum unglingsárin, er sjálf ennþá á því stigi en ég er komin mjög langt. Unglingsárin eru erfið fyrir alla og tók mig langann tíma að finna sjálfan mig, hvaða Sóldís ég vil vera. Það sem skiptir mestu máli er fólkið sem þú umkringist, því rangur félagskapur hefur áhrif á hvernig þér líður. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að ég gefst aldrei upp á sjálfum mér. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræði sem ég hef fengið er að lífið snýst bara um hugarfar! Hver er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er grjónagrauturinn hennar ömmu! Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fyrirmyndin mín er hún mamma hún er sterkasta manneskja sem ég þekki og hefur alltaf verið sjálfstæð. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp með sterkri konu sem fyrirmynd mína. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Ég held að frægasta persóna sem ég hef séð er Ronaldo. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Neyðarlegasta atvik sem ég hef lent í er fyrir nokkrum árum þar sem ég var úti og hélt að ég hefði séð ömmu mína, ég kallaði og kallaði meðan ég hljóp á eftir „ömmu minni“ og þegar konan snéri sér við og ég fattaði að þetta væri ekki amma mín og hljóp framhjá henni og lét eins og ég væri ekki að kalla á hana. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að missa einhvern sem ég elska. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Ég sé sjálfan mig í framtíðinni með mitt eigið fyrirtæki. Ég er ekki byrjuð á fyrsta skrefinu en draumurinn er að stofna mitt eigið fyrirtæki. Hvaða lag tekur þú í karókí? Lagið sem ég tek í karókí er Dancing Queen með ABBA. Þín mesta gæfa í lífinu? Mesta gæfan mín í lífinu er fjölskyldan mín sem hefur verið minn klettur í gegnum lífið. Uppskrift að drauma degi? Uppskriftin mín að drauma degi er að vera staðsett í sólarlandi, á degi sem byrjar á góðum morgunmat með fjölskyldunni úti í garð í sólinni. Svo förum við saman á ströndina að slaka á, fara í blak/fótbolta og eiga gæðastund saman. Eftir langan dag á ströndinni fáum við okkur góðan kvöldmat áður en við förum í minigolf, því það er algengur hlutur fyrir okkur að gera þegar við erum í fríi. Förum svo aftur í hús að spila spil með ferskandi eftirrétt. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira