Engin tilviljun að kaffið bragðaðist „eins og skítur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2024 20:22 Hundamatur Lamba, hunds Vigdísar, endaði í kaffinu. Gunnlöð/Aðsend/Vigdís Kaffi á heimili foreldra tónlistarkonunnar Vigdísar Hafliðadóttur smakkaðist undarlega. Gömlu kaffivélinni var kennt um og þess vegna var ný vél fengin í staðinn, en þá kom raunverulegi sökudólgurinn í ljós. Hundamatur var búinn að koma sér fyrir með kaffibaununum sem skýrði skrýtna bragðið. Vigdís smakkaði ekki kaffið sjálf, en í samtali við fréttastofu greinir hún frá því sem átti sér stað. Hundur Vígdísar, sem heitir Lambi, var í pössun hjá foreldrunum á dögunum og honum fylgdi hundafóður sem var geymt í plastpoka. Móðir Vigdísar var að koma úr augnaðgerð og sér því illa um þessar mundir. Hún sá kaffibaunir, sem voru í raun hundafóðrið, og bætti þeim við hinar baunirnar. Vigdís hefur birt mynd af blöndunni á samfélagsmiðlinum Instagram. Athugið að í færslunni eru tvær myndir. Sú fyrri sýnir venjulegar kaffibaunir en sú síðari sýnir kaffibaunir í bland við hundamat. Í gærmorgun fengu foreldrarnir sér kaffibolla. Sá fyrsti mun hafa verið í lagi, en önnur uppáhellingin var ekki góð. En þá hefur hlutfall hundafóðursins verið orðið hærra en í fyrstu. „Þetta er eins og skítur,“ á móðirin að hafa sagt þegar hún smakkaði kaffið og faðirinn svarað: „Já ég veit ekkert um það, ég hef ekki smakkað skít.“ Hundurinn Lambi átti að fá hundamatinn, en í staðinn fengu foreldrarnir hann.Vigdís Kaffivél foreldrana var komin á síðasta snúning og hún lá undir grun. Foreldrarnir keyptu sér því glænýja vél sem breytti litlu. Kaffið var enn ódrykkjarhæft. Þá uppgötvaðist hundamaturinn. „Þau eru samt mjög klárt fólk,“ segir Vigdís foreldrum sínum til varnar. Kaffið er aftur orðið gott að sögn Vigdísar. Foreldrar hennar mæla ekki með því að nota hundafóður til að drýgja kaffi, en sjálf bendir hún á að hundafóður eigi að vera meinholt, uppfullt af fiskipróteini. Dýr Drykkir Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Vigdís smakkaði ekki kaffið sjálf, en í samtali við fréttastofu greinir hún frá því sem átti sér stað. Hundur Vígdísar, sem heitir Lambi, var í pössun hjá foreldrunum á dögunum og honum fylgdi hundafóður sem var geymt í plastpoka. Móðir Vigdísar var að koma úr augnaðgerð og sér því illa um þessar mundir. Hún sá kaffibaunir, sem voru í raun hundafóðrið, og bætti þeim við hinar baunirnar. Vigdís hefur birt mynd af blöndunni á samfélagsmiðlinum Instagram. Athugið að í færslunni eru tvær myndir. Sú fyrri sýnir venjulegar kaffibaunir en sú síðari sýnir kaffibaunir í bland við hundamat. Í gærmorgun fengu foreldrarnir sér kaffibolla. Sá fyrsti mun hafa verið í lagi, en önnur uppáhellingin var ekki góð. En þá hefur hlutfall hundafóðursins verið orðið hærra en í fyrstu. „Þetta er eins og skítur,“ á móðirin að hafa sagt þegar hún smakkaði kaffið og faðirinn svarað: „Já ég veit ekkert um það, ég hef ekki smakkað skít.“ Hundurinn Lambi átti að fá hundamatinn, en í staðinn fengu foreldrarnir hann.Vigdís Kaffivél foreldrana var komin á síðasta snúning og hún lá undir grun. Foreldrarnir keyptu sér því glænýja vél sem breytti litlu. Kaffið var enn ódrykkjarhæft. Þá uppgötvaðist hundamaturinn. „Þau eru samt mjög klárt fólk,“ segir Vigdís foreldrum sínum til varnar. Kaffið er aftur orðið gott að sögn Vigdísar. Foreldrar hennar mæla ekki með því að nota hundafóður til að drýgja kaffi, en sjálf bendir hún á að hundafóður eigi að vera meinholt, uppfullt af fiskipróteini.
Dýr Drykkir Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist