Geta ekki selt hús því ókunnugt fólk er með skráð lögheimili í því Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2024 18:09 Loftmynd úr Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Hjón eiga í erfiðleikum með að selja húsið sitt vegna þess að þar eru einstaklingar, sem þau vita ekki hver eru og kannast ekki við, með skráð lögheimili. Þetta sagði maður sem vildi ekki láta nafn síns getið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við hjónin erum búin að eiga hús í þrjú ár sem við erum búin að leigja út. Leigjendurnir sögðu upp leigunni og fluttu út. Þá vorum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að leigja út áfram eða selja, og við ákváðum að selja húsið,“ sagði maðurinn, sem útskýrði að hann hefði kíkt inn á Þjóðskrá og séð að þrír einstaklingar væru skráðir með lögheimili í húsinu. „Ég hef þá samband við fyrrverandi leigjenda og bið hann að taka sjálfan sig út, og þessa einstaklinga sem hann hafði skráð þarna inn án míns samþykkis.“ Maðurinn segist hafa fylgst vel með þessu á heimasíðu Þjóðskrár. Leigjandinn hafi skráð sig út en ekki hinir tveir. „Ég hringi í hann aftur. Þá segir hann að þetta sé flókið því þau séu ekki með neitt lögheimili annars staðar og geti ekki flutt það.“ Á meðan staðan er svona getur sala á húsinu ekki gengið í gegn, að sögn mannsins. Maðurinn segist hafa haft samband við Þjóðskrá, en hafa fengið ítrekuð svör um að biðtíminn eftir aðstoð sé mjög langur. Málið hafi komið upp í apríl og í maí hafi hann fyllt út form þar sem hann krafðist þess að fólkið yrði fært. „Þarna eru liðnir í kringum tveir mánuðir. Og ég fæ ítrekað sömu svörin um að það sé svona langur afgreiðslufrestur.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör frá Þjóðskrá að stofnunin hafi um að fjögur þúsund sams konar mál á sínu borði. Þess vegna sé biðtíminn svona langur. Erfitt að senda tilkynningu á einstakling með búsetu á röngum stað Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður húseigendafélagsins, tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að sams konar mál hafi verið til talsverðra vandræða fyrir nokkru síðan, en þá gat nánast hver sem er skráð lögheimili hvar sem honum sýndist. En brugðist var við því. Að hennar sögn á fólk að þurfa að sýna gögn þegar það skráir lögheimili, líkt og húsaleigusamning. Regluverkið eigi að sjá til þess að svona gerist ekki. Þá eigi fólk að geta tilkynnt það þegar einhver með lögheimili í húsinu þeirra sem á ekki að vera með það. „Þjóðskrá hefur þá heimild til að breyta lögheimilisskráningu. En á, áður en hún gerir það, að senda tilkynningu til viðkomandi sem er rangt skráður. Ég veit ekki alveg hvernig maður gerir það þegar viðkomandi er greinilega ekki búsettur þar sem hann segist vera búsettur.“ Hildi þætti eðlilegast að húseigandi þyrfti að samþykkja skráningu í lögheimili. Þá segir hún að húseigendafélagið muni berjast fyrir því að úr þessu verði bætt. Húsnæðismál Bítið Reykjavík síðdegis Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
„Við hjónin erum búin að eiga hús í þrjú ár sem við erum búin að leigja út. Leigjendurnir sögðu upp leigunni og fluttu út. Þá vorum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að leigja út áfram eða selja, og við ákváðum að selja húsið,“ sagði maðurinn, sem útskýrði að hann hefði kíkt inn á Þjóðskrá og séð að þrír einstaklingar væru skráðir með lögheimili í húsinu. „Ég hef þá samband við fyrrverandi leigjenda og bið hann að taka sjálfan sig út, og þessa einstaklinga sem hann hafði skráð þarna inn án míns samþykkis.“ Maðurinn segist hafa fylgst vel með þessu á heimasíðu Þjóðskrár. Leigjandinn hafi skráð sig út en ekki hinir tveir. „Ég hringi í hann aftur. Þá segir hann að þetta sé flókið því þau séu ekki með neitt lögheimili annars staðar og geti ekki flutt það.“ Á meðan staðan er svona getur sala á húsinu ekki gengið í gegn, að sögn mannsins. Maðurinn segist hafa haft samband við Þjóðskrá, en hafa fengið ítrekuð svör um að biðtíminn eftir aðstoð sé mjög langur. Málið hafi komið upp í apríl og í maí hafi hann fyllt út form þar sem hann krafðist þess að fólkið yrði fært. „Þarna eru liðnir í kringum tveir mánuðir. Og ég fæ ítrekað sömu svörin um að það sé svona langur afgreiðslufrestur.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör frá Þjóðskrá að stofnunin hafi um að fjögur þúsund sams konar mál á sínu borði. Þess vegna sé biðtíminn svona langur. Erfitt að senda tilkynningu á einstakling með búsetu á röngum stað Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður húseigendafélagsins, tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að sams konar mál hafi verið til talsverðra vandræða fyrir nokkru síðan, en þá gat nánast hver sem er skráð lögheimili hvar sem honum sýndist. En brugðist var við því. Að hennar sögn á fólk að þurfa að sýna gögn þegar það skráir lögheimili, líkt og húsaleigusamning. Regluverkið eigi að sjá til þess að svona gerist ekki. Þá eigi fólk að geta tilkynnt það þegar einhver með lögheimili í húsinu þeirra sem á ekki að vera með það. „Þjóðskrá hefur þá heimild til að breyta lögheimilisskráningu. En á, áður en hún gerir það, að senda tilkynningu til viðkomandi sem er rangt skráður. Ég veit ekki alveg hvernig maður gerir það þegar viðkomandi er greinilega ekki búsettur þar sem hann segist vera búsettur.“ Hildi þætti eðlilegast að húseigandi þyrfti að samþykkja skráningu í lögheimili. Þá segir hún að húseigendafélagið muni berjast fyrir því að úr þessu verði bætt.
Húsnæðismál Bítið Reykjavík síðdegis Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira