Enski boltinn

Leik­maður Man City neitar sök í eiturlyfjamáli

Valur Páll Eiríksson skrifar
Keating á æfingu enska landsliðsins fyrr í þessum mánuði.
Keating á æfingu enska landsliðsins fyrr í þessum mánuði. Getty

Khiaha Keating, markvörður kvennaliðs Manchester City, neitaði í morgun sök fyrir rétti í Manchester-borg. Hún er ákærð fyrir vörslu eiturlyfja.

Bæði Kiaha og móðir hennar Nicola kváðust saklausar fyrir rétti í morgun en báðar eru ákærðar um vörslu nituroxíðs (e. nitrous oxide). Keating er 20 ára gömul og var handtekin í síðasta mánuði vegna málsins. 

Í yfirlýsingu frá lögreglunni Manchester segir: „Khiara Keating [27/06/2004] frá Manchester hefur verið ákærð fyrir vörslu á fíkniefnum í flokki C [nituroxíð]. Hún mun mæta fyrir dómstóla Manchester og Salford þriðjudaginn 23. júlí,“

„Þessar ákærur tengjast atviki sem átti sér stað þriðjudaginn 18. júní á Queens Road.“

Man City neitaði að tjá sig um ákærurnar.

Keating átti góða leiktíð með City í fyrra og varð yngsti leikmaðurinn í sögunni til að hreppa gullhanskann, sem fellur í hlut þess markvarðar sem heldur oftast hreinu á einni leiktíð. Manchester City lenti í 2. sæti ensku ofurdeildarinnar.

Keating á enn eftir að leika landsleik hefur verið valin í undanfarna landsliðshópa. Hún á að baki landsleiki fyrir U17, U19 og U23 ára landslið Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×