Hefur tryggt sér nógu marga kjörmenn til að hljóta útnefninguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2024 06:53 Ekkert virðist geta stoppað Harris frá því að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Getty/Nathan Howard Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verður forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember að öllu óbreyttu en hún virðist hafa tryggt sér stuðning yfir 1.976 kjörmanna, sem er sá fjöldi sem þarf til að tryggja sér útnefninguna. Samkvæmt könnun Associated Press nýtur Harris stuðnings 2.668 kjörmanna, meðal annars kjörmanna Kaliforníu (318), Texas (237), Flórída (210), Pennsylvaníu (159) og New York (135). Þá greina erlendir miðlar frá því að allir aðrir sem helst þóttu koma til greina sem forsetaefni Demókrata hafi nú lýst yfir stuðningi við Harris en þar má meðal annars nefna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu. Síðastnefndi þykir koma sterklega til greina sem varaforsetaefni. Nancy Pelosi, sem var forseti neðri deildar þinhgsins í mörg ár, lýsti í gær yfir stuðningi við Harris. Það stendur enn til að útnefna forsetaefni Demókrata fyrir landsþingið sem hefst 19. ágúst.Getty/Win McNamee Harris staðfesti í gærkvöldi að hún hefði tryggt sér stuðning nógu margra kjörmanna til að hljóta útnefninguna og þá greindi framboð hennar frá því að metupphæð, 81 milljón dala, hefði safnast á fyrsta degi hennar sem væntanlegt forsetaefni Demókrata. Um var að ræða framlög frá samtals 880 þúsund aðilum. Harris sagði í yfirlýsingu sinni í gærkvöldi að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir skýru vali; Donald Trump vildi taka þjóðina aftur til tíma þar sem margir voru án fullra mannréttinda en hún horfði til framtíðar þar sem konur hefðu réttinn til að velja og þar sem fólk ætti möguleika á því að blómstra. I’m in Wilmington, Delaware at our campaign headquarters to speak with staff. Tune in now. https://t.co/HYuVc0BVnK— Kamala Harris (@KamalaHarris) July 22, 2024 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Samkvæmt könnun Associated Press nýtur Harris stuðnings 2.668 kjörmanna, meðal annars kjörmanna Kaliforníu (318), Texas (237), Flórída (210), Pennsylvaníu (159) og New York (135). Þá greina erlendir miðlar frá því að allir aðrir sem helst þóttu koma til greina sem forsetaefni Demókrata hafi nú lýst yfir stuðningi við Harris en þar má meðal annars nefna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu. Síðastnefndi þykir koma sterklega til greina sem varaforsetaefni. Nancy Pelosi, sem var forseti neðri deildar þinhgsins í mörg ár, lýsti í gær yfir stuðningi við Harris. Það stendur enn til að útnefna forsetaefni Demókrata fyrir landsþingið sem hefst 19. ágúst.Getty/Win McNamee Harris staðfesti í gærkvöldi að hún hefði tryggt sér stuðning nógu margra kjörmanna til að hljóta útnefninguna og þá greindi framboð hennar frá því að metupphæð, 81 milljón dala, hefði safnast á fyrsta degi hennar sem væntanlegt forsetaefni Demókrata. Um var að ræða framlög frá samtals 880 þúsund aðilum. Harris sagði í yfirlýsingu sinni í gærkvöldi að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir skýru vali; Donald Trump vildi taka þjóðina aftur til tíma þar sem margir voru án fullra mannréttinda en hún horfði til framtíðar þar sem konur hefðu réttinn til að velja og þar sem fólk ætti möguleika á því að blómstra. I’m in Wilmington, Delaware at our campaign headquarters to speak with staff. Tune in now. https://t.co/HYuVc0BVnK— Kamala Harris (@KamalaHarris) July 22, 2024
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira