Eins og sakir standa eru allar líkur á að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Harris nýtur mikils en þó ekki afdráttarlaus stuðnings og þá mæla praktískar ástæður með því að hún taki við keflinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hefði fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri. Hann hafði þá sætt miklum þrýstingi frá Demókrötum um að draga sig í hlé, eftir laka frammistöðu í kappræðum gegn Donald Trump og vegna almennra áhyggja af aldri hans og getu. Fregnunum var fagnað bæði af stuðningsmönnum og pólitískum andstæðingum. Fyrrnefndu lofuðu Biden fyrir sögulega ákvörðun og sögðu hann fágætt dæmi um mann sem setti land sitt og þjóð framar persónulegum metnaði. Eitthvað sem Demókratar munu vafalítið hamra á fram að kosningum mót hinum sjálfumglaða Trump. Statement from President Clinton and Secretary Clinton pic.twitter.com/R7tYMFWbsu— Bill Clinton (@BillClinton) July 21, 2024 Biden kallaði sjálfur eftir því í yfirlýsingu sinni að Harris tæki við og formlegum framboðssíðum var samstundis breytt til að endurspegla það. Það vakti hins vegar athygli að hvorki Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, né forysta Demókrata á þinginu lýstu yfir stuðningi við Harris. Obama sagði „ókannað hafsvæði“ framundan vegna þeirrar stöðu sem nú væri komin upp en hann hefði fulla trú á því að leiðtogar flokksins myndu velja farveg þannig að framúrskarandi kandídat yrði fyrir valinu. Þeir sem þekkja til benda á að þetta þýði ekki að Obama sé mótfallin því að Harris verði forsetaefni Demókrata, heldur sé það flokknum fyrir bestu að ferlið sé opið og gegnsætt. Menn vilji ekki að sú ímynd festi rótum að Harris hafi verið valin í reykfylltum bakherbergjum. Hvað verður um peninginn? Harris var fljót að lýsa því yfir að hún myndi sækjast eftir útnefningunni en hún og Biden eru sögð hafa rætt saman nokkrum sinnum í gær, áður en hann greindi frá ákvörðun sinni. Hún ítrekaði hins vegar að hún hygðist ávinna sér útnefninguna. Enn sem komið er hefur enginn boðið sig fram gegn henni og nokkrar vonarstjörnur Demókrataflokksins hafa þegar lýst yfir stuðningi við Harris, til að mynda Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. Hvorugt er sérstaklega líklegt til að verða varaforsetaefni Harris, þar sem það hefur verið nefnt að það gæti verið skynsamlegast fyrir hana að velja með sér hvítan karlmann frá einu af svokölluðum „barátturíkjum“, þar sem mjótt er á munum. Þetta eru til að mynda Arizona, Nevada og Pennsylvanía... og reyndar Michigan, hafa þeir bent á sem eru spenntir fyrir að sjá tvær konur í framboði. Það hefur vakið athygli að Obama skyldi ekki styðja Harris í yfirlýsingu sinni í gær en þeir sem þekkja til segja það ekki til marks um að hann hafi ekki trú á henni.Getty/Chip Somodevilla Eins og Obama ýjaði að eru sker í veginum og að því leitinu er ef til vill skynsamlegast fyrir Demókrata að halda sig við Harris en Repúblikanar hafa þegar ýjað að því að þeir muni gera veður úr því að fjármunir sem lagðir voru til í kosningasjóð Biden/Harris renni sjálfkrafa til næsta manns. Þannig deila lögspekingar nú um það hvort skila þurfi framlögum til stuðningsmanna eða hvort Harris geti, sem fyrrverandi varaforsetaefni framboðsins, tekið yfir þar sem nafn hennar er á öllum pappírum. Fjárframlög til framboðsins hafa aukist mjög eftir að Biden greindi frá ákvörðun sinni. Lítill tími til stefnu Ljóst er að Demókratar hafa ekki langan tíma til að ákveða sig en landsþing flokksins hefst 19. ágúst. Til stóð að efna til rafrænnar kosningar um útnefninguna fyrir þann tíma, þar sem fresturinn til að skila framboðum í Kaliforníu og Washington rennur út í sömu viku. Kjörmenn Norður-Karólínu, Suður-Karólínu og Tennessee hafa þegar lýst yfir stuðningi við Harris og þá hefur fjöldi þingmanna og samtaka sem venjulega styðja Demókrata einnig lýst yfir stuðningi við hana, meðal annars ein stærstu kennarasamtök landsins. BOOM! This Kamala Harris ad from 2020 SLAMMING Trump is going viral right now! It still applies and she is the right person for the job. HARRIS 2024! pic.twitter.com/ksSoIXKgOl— Harry Sisson (@harryjsisson) July 21, 2024 Andstæðingar Harris hafa bent á að það hafi fremur lítið farið fyrir henni og vilja sumir meina að það sé til marks um takmarkaða trú forsetans á varaforsetanum sínum. Stuðningsmenn Harris segja hlutverkið hins vegar hafa farið henni illa; hún hafi alla tíð verið manneskja aðgerða fremur en orða og nú fái hún loksins að skína. Harris þykir almennt hafa staðið sig vel í kappræðum og mun að öllum líkindum eiga að minnsta kosti einar við Trump, ef fer sem horfir og hún verður forsetaefni Demókrata. Það mun þá koma í hlut varaforsetaefnis hennar að taka slaginn við J.D. Vance en meðal þeirra sem þykja koma til greina þar eru ríkisstjórarnir Roy Cooper í Norður-Karólínu, Andy Beshear í Kentucky, Josh Shapiro í Pennsylvaníu og Tim Walz í Minnesota. Þá hefur öldungadeildarþingmaðurinn Mark Kelly einnig verið nefndur til sögunnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Fréttaskýringar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent
Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hefði fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri. Hann hafði þá sætt miklum þrýstingi frá Demókrötum um að draga sig í hlé, eftir laka frammistöðu í kappræðum gegn Donald Trump og vegna almennra áhyggja af aldri hans og getu. Fregnunum var fagnað bæði af stuðningsmönnum og pólitískum andstæðingum. Fyrrnefndu lofuðu Biden fyrir sögulega ákvörðun og sögðu hann fágætt dæmi um mann sem setti land sitt og þjóð framar persónulegum metnaði. Eitthvað sem Demókratar munu vafalítið hamra á fram að kosningum mót hinum sjálfumglaða Trump. Statement from President Clinton and Secretary Clinton pic.twitter.com/R7tYMFWbsu— Bill Clinton (@BillClinton) July 21, 2024 Biden kallaði sjálfur eftir því í yfirlýsingu sinni að Harris tæki við og formlegum framboðssíðum var samstundis breytt til að endurspegla það. Það vakti hins vegar athygli að hvorki Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, né forysta Demókrata á þinginu lýstu yfir stuðningi við Harris. Obama sagði „ókannað hafsvæði“ framundan vegna þeirrar stöðu sem nú væri komin upp en hann hefði fulla trú á því að leiðtogar flokksins myndu velja farveg þannig að framúrskarandi kandídat yrði fyrir valinu. Þeir sem þekkja til benda á að þetta þýði ekki að Obama sé mótfallin því að Harris verði forsetaefni Demókrata, heldur sé það flokknum fyrir bestu að ferlið sé opið og gegnsætt. Menn vilji ekki að sú ímynd festi rótum að Harris hafi verið valin í reykfylltum bakherbergjum. Hvað verður um peninginn? Harris var fljót að lýsa því yfir að hún myndi sækjast eftir útnefningunni en hún og Biden eru sögð hafa rætt saman nokkrum sinnum í gær, áður en hann greindi frá ákvörðun sinni. Hún ítrekaði hins vegar að hún hygðist ávinna sér útnefninguna. Enn sem komið er hefur enginn boðið sig fram gegn henni og nokkrar vonarstjörnur Demókrataflokksins hafa þegar lýst yfir stuðningi við Harris, til að mynda Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. Hvorugt er sérstaklega líklegt til að verða varaforsetaefni Harris, þar sem það hefur verið nefnt að það gæti verið skynsamlegast fyrir hana að velja með sér hvítan karlmann frá einu af svokölluðum „barátturíkjum“, þar sem mjótt er á munum. Þetta eru til að mynda Arizona, Nevada og Pennsylvanía... og reyndar Michigan, hafa þeir bent á sem eru spenntir fyrir að sjá tvær konur í framboði. Það hefur vakið athygli að Obama skyldi ekki styðja Harris í yfirlýsingu sinni í gær en þeir sem þekkja til segja það ekki til marks um að hann hafi ekki trú á henni.Getty/Chip Somodevilla Eins og Obama ýjaði að eru sker í veginum og að því leitinu er ef til vill skynsamlegast fyrir Demókrata að halda sig við Harris en Repúblikanar hafa þegar ýjað að því að þeir muni gera veður úr því að fjármunir sem lagðir voru til í kosningasjóð Biden/Harris renni sjálfkrafa til næsta manns. Þannig deila lögspekingar nú um það hvort skila þurfi framlögum til stuðningsmanna eða hvort Harris geti, sem fyrrverandi varaforsetaefni framboðsins, tekið yfir þar sem nafn hennar er á öllum pappírum. Fjárframlög til framboðsins hafa aukist mjög eftir að Biden greindi frá ákvörðun sinni. Lítill tími til stefnu Ljóst er að Demókratar hafa ekki langan tíma til að ákveða sig en landsþing flokksins hefst 19. ágúst. Til stóð að efna til rafrænnar kosningar um útnefninguna fyrir þann tíma, þar sem fresturinn til að skila framboðum í Kaliforníu og Washington rennur út í sömu viku. Kjörmenn Norður-Karólínu, Suður-Karólínu og Tennessee hafa þegar lýst yfir stuðningi við Harris og þá hefur fjöldi þingmanna og samtaka sem venjulega styðja Demókrata einnig lýst yfir stuðningi við hana, meðal annars ein stærstu kennarasamtök landsins. BOOM! This Kamala Harris ad from 2020 SLAMMING Trump is going viral right now! It still applies and she is the right person for the job. HARRIS 2024! pic.twitter.com/ksSoIXKgOl— Harry Sisson (@harryjsisson) July 21, 2024 Andstæðingar Harris hafa bent á að það hafi fremur lítið farið fyrir henni og vilja sumir meina að það sé til marks um takmarkaða trú forsetans á varaforsetanum sínum. Stuðningsmenn Harris segja hlutverkið hins vegar hafa farið henni illa; hún hafi alla tíð verið manneskja aðgerða fremur en orða og nú fái hún loksins að skína. Harris þykir almennt hafa staðið sig vel í kappræðum og mun að öllum líkindum eiga að minnsta kosti einar við Trump, ef fer sem horfir og hún verður forsetaefni Demókrata. Það mun þá koma í hlut varaforsetaefnis hennar að taka slaginn við J.D. Vance en meðal þeirra sem þykja koma til greina þar eru ríkisstjórarnir Roy Cooper í Norður-Karólínu, Andy Beshear í Kentucky, Josh Shapiro í Pennsylvaníu og Tim Walz í Minnesota. Þá hefur öldungadeildarþingmaðurinn Mark Kelly einnig verið nefndur til sögunnar.