Hollywood lofar Biden en Repúblikanar kalla eftir afsögn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 06:40 Þau voru ólík viðbrögðin frá Repúblikönum og Hollywood. Getty Margar stórstjörnur í Hollywood hafa stigið fram og lofað Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri en á sama tíma kalla Repúblikanar eftir því að hann segi tafarlaust af sér. „Með virðingu, aðdáun og ást; þakka þér herra forseti,“ sagði Robert De Niro, ötull stuðningsmaður Biden og harður gagnrýnandi Donald Trump. De Niro sagði ekkert mikilvægara en að sigra Trump í kosningunum og Biden hefði stuðlað að því með því að stíga til hliðar. Barbra Streisand sagði á X að þjóðin ætti að vera þakklát Biden fyrir að gera sitt til að viðhalda lýðræðinu en spjallþáttastjórnandinn Jon Stewart átti aðeins eitt orð: „Goðsögn“. Margir sem tjáðu sig um ákvörðun Biden á samfélagsmiðlum þökkuðu forsetanum fyrir að hafa komið Bandaríkjunum á réttan kjöl eftir rússíbanareið Trump-áranna og lofuðu hann sem góðan, heiðarlegan og virðingaverðan föðurlandsvin. Þá virðist Kamala Harris varaforseti munu njóta góðs stuðnings er hún sækist eftir útnefningunni. „Henni er treyst og hún er reynd og hún er ötull talsmaður réttinda kvenna og fólks af ólíkum uppruna og skilaboð hennar eru skilaboð vonar og samstöðu fyrir Bandaríkin á tímum mikillar sundrungar,“ sagði Jamie Lee Curtis. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Repúblikanar hrauna yfir Biden og kalla eftir afsögn Donald Trump og aðrir Repúblikanar voru hins vegar fljótir að ráðast á Biden eftir að hann gaf út að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. „Óheiðarlegi Joe Biden var ekki hæfur til að bjóða sig fram sem forseta og er sannarlega ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu - og var það aldrei!“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump sagði Biden hafa orðið forseta með því að ljúga, með aðstoð falsfrétta og án þess að „yfirgefa kjallarann sinn“. „Allir í kringum hann, þar á meðal læknirinn hans og fjölmiðlar, vissu að hann væri ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu og hann var það ekki.“ Bandaríkjamenn hefðu þjáðst sökum Biden í Hvíta húsinu en Trump myndi kippa því í liðinn. J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, kallaði Biden versta forsetann á ævi sinni og sakaði Harris um að ljúga í fjögur ár um getu hans til að sinna embættinu. „Trump forseti og ég erum reiðubúnir til að bjarga Bandaríkjunum, hver svo sem fer fram fyrir Demókrata.“ Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann kallaði eftir afsögn Biden. „Ef Joe Biden er ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta er hann ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu. Hann verður að segja af sér tafarlaust,“ sagði Johnson. Þá sökuðu Johnson og fleiri Repúblikanar Demókrata á sama tíma um „valdarán“, með því að hafa neytt þann til hliðar sem kjósendur hefðu ákveðið að tilnefna sem forsetaefni flokksins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Sjá meira
„Með virðingu, aðdáun og ást; þakka þér herra forseti,“ sagði Robert De Niro, ötull stuðningsmaður Biden og harður gagnrýnandi Donald Trump. De Niro sagði ekkert mikilvægara en að sigra Trump í kosningunum og Biden hefði stuðlað að því með því að stíga til hliðar. Barbra Streisand sagði á X að þjóðin ætti að vera þakklát Biden fyrir að gera sitt til að viðhalda lýðræðinu en spjallþáttastjórnandinn Jon Stewart átti aðeins eitt orð: „Goðsögn“. Margir sem tjáðu sig um ákvörðun Biden á samfélagsmiðlum þökkuðu forsetanum fyrir að hafa komið Bandaríkjunum á réttan kjöl eftir rússíbanareið Trump-áranna og lofuðu hann sem góðan, heiðarlegan og virðingaverðan föðurlandsvin. Þá virðist Kamala Harris varaforseti munu njóta góðs stuðnings er hún sækist eftir útnefningunni. „Henni er treyst og hún er reynd og hún er ötull talsmaður réttinda kvenna og fólks af ólíkum uppruna og skilaboð hennar eru skilaboð vonar og samstöðu fyrir Bandaríkin á tímum mikillar sundrungar,“ sagði Jamie Lee Curtis. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Repúblikanar hrauna yfir Biden og kalla eftir afsögn Donald Trump og aðrir Repúblikanar voru hins vegar fljótir að ráðast á Biden eftir að hann gaf út að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. „Óheiðarlegi Joe Biden var ekki hæfur til að bjóða sig fram sem forseta og er sannarlega ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu - og var það aldrei!“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump sagði Biden hafa orðið forseta með því að ljúga, með aðstoð falsfrétta og án þess að „yfirgefa kjallarann sinn“. „Allir í kringum hann, þar á meðal læknirinn hans og fjölmiðlar, vissu að hann væri ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu og hann var það ekki.“ Bandaríkjamenn hefðu þjáðst sökum Biden í Hvíta húsinu en Trump myndi kippa því í liðinn. J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, kallaði Biden versta forsetann á ævi sinni og sakaði Harris um að ljúga í fjögur ár um getu hans til að sinna embættinu. „Trump forseti og ég erum reiðubúnir til að bjarga Bandaríkjunum, hver svo sem fer fram fyrir Demókrata.“ Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann kallaði eftir afsögn Biden. „Ef Joe Biden er ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta er hann ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu. Hann verður að segja af sér tafarlaust,“ sagði Johnson. Þá sökuðu Johnson og fleiri Repúblikanar Demókrata á sama tíma um „valdarán“, með því að hafa neytt þann til hliðar sem kjósendur hefðu ákveðið að tilnefna sem forsetaefni flokksins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Sjá meira