Þróttararliðið vann 3-0 sigur á sænska liðinu Lerums IS í úrslitaleiknum sem var spilaður á Gamla Ullevi leikvanginum. Emma Sóley Arnarsdóttir kom Þrótti í 1-0, Iðunn Þórey Hjaltalín skoraði annað markið og Hildur Hekla Elmarsdóttir skoraði síðan það þriðja.
Eftir leikinn sýndu stelpurnar líka að þær kunna líka að fagna sigri. Sláttuvélarfögnuður Þróttarastelpna sló sérstaklega í gegn. Fyrirliðinn Nadía Karen Aziza Lakhli fór fyrir fögnuðinum en hann má sjá hér fyrir neðan.
Þróttur vann alla átta leiki sína á mótinu og markatalan var 40-3.
Liðið sló úr spænska liðið Madrid Panthers 4-0 í undanúrslitum, sænska liðið Utsiktens BK 4-0 í átta liða úrslitum og sænska liðið Lindö FF Norrköping 6-0 í sextán liða úrslitum. Markatalan í útsláttarkeppninni var því 14-0.
Markahæsti leikmaður Þróttar á mótinu var Þórdís Nanna Ágústsdóttir með átta mörk, Emma Sóley Arnarsdóttir skoraði sjö mörk á meðan Steinunn Lára Ingvarsdóttir skoraði fimm og Iðunn Þórey Hjaltalín fjögur mörk.
Í liði Þróttar voru samkvæmt vef mótsins: Margrét Ellertsdóttir, Ninna Björk Þorsteinsdóttir, Emma Sóley Arnarsdóttir, Rebekka Rós Kristófersdóttir, Þórdís Nanna Ágústsdóttir, Margrét Lóa Hilmarsdóttir, Steinunn Lára Ingvarsdóttir, Sara Snædahl Brynjarsdóttir, Ísold Embla Ögn Hrannarsdóttir, Hekla Dögg Ingvarsdóttir, Iðunn Þórey Hjaltalín, Nadía Karen Aziza Lakhli, Heiður Njarðardóttir, Þórey Hanna Sigurðardóttir, Camilly Kristal Silva Da Rocha, Hildur Hekla Elmarsdóttir og Marla Sól Manuelsdóttir Plasencia.