Hulda Clara og Aron Snær Íslandsmeistarar í golfi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2024 23:02 Íslandsmeistarar í annað sinn, bæði tvö. Aron og Hulda urðu einnig meistarar 2021. Golf.is/Seth Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi 2024 en þau eru bæði í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021. Íslandsmótið kláraðist á Hólmsvelli í Leiru í dag. Lokadagurinn var einkar spennandi en Aron Snær lék á 14 höggum undir pari vallar á keppnisdögunum fjórum. Þar með setti hann nýtt mótsmet. Aron Emil Gunnarsson, GOS, varð annar á tólf höggum undir pari. Jafnir í þriðja sæti voru Böðvar Bragi Pálsson, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á níu höggum undir pari. Alls léku 15 kylfingar samtals undir pari vallar. Aron Emil fékk Björgvinsskálina fyrir framgang sinn á mótinu en hana hlýtur sá áhugakylfingur sem nær bestu skori. Hulda með bikarinn.Golf.is/Seth Hulda Clara lék á 289 höggum eða fimm höggum yfir pari vallar og varð Íslandsmeistari í annað sinn. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var á einu höggi á eftir, og Andrea Björg Bergsdóttir, GKG, varð þriðja. Hulda Clara fékk Guðfinnubikarinn, sem var veittur í fyrsta sinn, þeim áhugakylfingi sem leikur á besta skorinu í kvennaflokki. Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Íslandsmótið kláraðist á Hólmsvelli í Leiru í dag. Lokadagurinn var einkar spennandi en Aron Snær lék á 14 höggum undir pari vallar á keppnisdögunum fjórum. Þar með setti hann nýtt mótsmet. Aron Emil Gunnarsson, GOS, varð annar á tólf höggum undir pari. Jafnir í þriðja sæti voru Böðvar Bragi Pálsson, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á níu höggum undir pari. Alls léku 15 kylfingar samtals undir pari vallar. Aron Emil fékk Björgvinsskálina fyrir framgang sinn á mótinu en hana hlýtur sá áhugakylfingur sem nær bestu skori. Hulda með bikarinn.Golf.is/Seth Hulda Clara lék á 289 höggum eða fimm höggum yfir pari vallar og varð Íslandsmeistari í annað sinn. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var á einu höggi á eftir, og Andrea Björg Bergsdóttir, GKG, varð þriðja. Hulda Clara fékk Guðfinnubikarinn, sem var veittur í fyrsta sinn, þeim áhugakylfingi sem leikur á besta skorinu í kvennaflokki.
Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira