Kamala auðmjúk og allra augu á varaforsetaefnum Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2024 22:27 Joe Biden hefur óskað eftir því að Kamala Harris verði útnefnd eftirmaður hans. AP/Matt Kelley „Með þessu óeigingjarna og þjóðrækna verki gerir Biden forseti það sem hann hefur ætíð gert á ævi tileinkaðri þjónustu við aðra: Að setja bandarísku þjóðina og landið okkar ofar öllu öðru.“ Þetta segir Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna eftir að Joe Biden tilkynnti að hann hygðist draga framboð sitt til baka í komandi forsetakosningum og mælast til þess að Harris taki við keflinu í baráttunni við Donald Trump. Harris segist ætla að leggja sig fram við að sameina Demókrataflokkinn til að sigra Trump í nóvember. Það sé heiður að hljóta stuðning forsetans og hún hyggist tryggja sér tilnefninguna. „Fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar þakka ég Joe Biden fyrir ótrúlega forystu hans sem forseti Bandaríkjanna og fyrir áratuga þjónustu hans við landið okkar. Merkileg arfleifð hans og afrek eiga engan sér líka í nútímasögu Bandaríkjanna, og er arfleið hans meiri en margra forseta sem hafa setið tvö kjörtímabil í embætti,“ segir varaforsetinn í yfirlýsingu. „Það eru 107 dagar til kjördags. Saman munum við berjast. Og saman munum við sigra.“ Obama ekki minnst á Harris Demókrataflokkurinn velur forsetaefni sitt með formlegum hætti á flokksþingi sínu sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Ekki er öruggt að Harris hljóti tilnefninguna en frammáfólk í Demókrataflokknum hefur stigið fram í kvöld til stuðnings henni. Þeirra á meðal eru Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra, Pramila Jayapal, þingkona frá Washington, Tammy Baldwin, öldungadeildarþingmaður sem býður sig fram til endurkjörs í sveifluríkinu Wisconsin, og Andy Kim, þingmaður sem býður sig nú fram til öldungadeildar fyrir New Jersey. Athygli vekur að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu þar sem hann mærði Biden en minntist ekki á Harris. Mörg koma til greina sem varaforsetaefni Auk Harris hafa Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan til að mynda verið nefnd á síðustu mánuðum sem mögulegir arftakar Joe Biden í forsetaembætti. New York Times segir að hvorugt þeirra ætli að bjóða sig fram á móti Harris og hefur Whitmer staðfest það í yfirlýsingu. Bæði hafa einnig verið nefnd til leiks sem mögulegt varaforsetaefni Harris en talið er vinna gegn Newsom að hann, líkt og Harris komi, komi frá Kaliforníuríki sem hafi lengi stutt demókrata. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni.EPA/RICH PEDRONCELLI Í umfjöllun stjórnmálamiðlsins The Hill er til að mynda minnst á Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Roy Cooper, ríkisstjóra í Norður-Karólínu, Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu, og JB Pritzker, ríkisstjóra Illinois, auk áðurnefndrar Whitmer. Öll eiga þau sameiginlegt að koma frá ríkjum sem báðir stjórnmálaflokkarnir telja sig geta unnið og þau þannig skipt sköpum í forsetakosningunum í nóvember. Harris var bæði fyrsta konan og litaða konan til að verða varaforseti Bandaríkjanna. Útlit er fyrir að hún eigi nú aftur möguleika á því að skrá nafn sitt í sögubækurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Þetta segir Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna eftir að Joe Biden tilkynnti að hann hygðist draga framboð sitt til baka í komandi forsetakosningum og mælast til þess að Harris taki við keflinu í baráttunni við Donald Trump. Harris segist ætla að leggja sig fram við að sameina Demókrataflokkinn til að sigra Trump í nóvember. Það sé heiður að hljóta stuðning forsetans og hún hyggist tryggja sér tilnefninguna. „Fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar þakka ég Joe Biden fyrir ótrúlega forystu hans sem forseti Bandaríkjanna og fyrir áratuga þjónustu hans við landið okkar. Merkileg arfleifð hans og afrek eiga engan sér líka í nútímasögu Bandaríkjanna, og er arfleið hans meiri en margra forseta sem hafa setið tvö kjörtímabil í embætti,“ segir varaforsetinn í yfirlýsingu. „Það eru 107 dagar til kjördags. Saman munum við berjast. Og saman munum við sigra.“ Obama ekki minnst á Harris Demókrataflokkurinn velur forsetaefni sitt með formlegum hætti á flokksþingi sínu sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Ekki er öruggt að Harris hljóti tilnefninguna en frammáfólk í Demókrataflokknum hefur stigið fram í kvöld til stuðnings henni. Þeirra á meðal eru Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra, Pramila Jayapal, þingkona frá Washington, Tammy Baldwin, öldungadeildarþingmaður sem býður sig fram til endurkjörs í sveifluríkinu Wisconsin, og Andy Kim, þingmaður sem býður sig nú fram til öldungadeildar fyrir New Jersey. Athygli vekur að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu þar sem hann mærði Biden en minntist ekki á Harris. Mörg koma til greina sem varaforsetaefni Auk Harris hafa Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan til að mynda verið nefnd á síðustu mánuðum sem mögulegir arftakar Joe Biden í forsetaembætti. New York Times segir að hvorugt þeirra ætli að bjóða sig fram á móti Harris og hefur Whitmer staðfest það í yfirlýsingu. Bæði hafa einnig verið nefnd til leiks sem mögulegt varaforsetaefni Harris en talið er vinna gegn Newsom að hann, líkt og Harris komi, komi frá Kaliforníuríki sem hafi lengi stutt demókrata. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni.EPA/RICH PEDRONCELLI Í umfjöllun stjórnmálamiðlsins The Hill er til að mynda minnst á Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Roy Cooper, ríkisstjóra í Norður-Karólínu, Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu, og JB Pritzker, ríkisstjóra Illinois, auk áðurnefndrar Whitmer. Öll eiga þau sameiginlegt að koma frá ríkjum sem báðir stjórnmálaflokkarnir telja sig geta unnið og þau þannig skipt sköpum í forsetakosningunum í nóvember. Harris var bæði fyrsta konan og litaða konan til að verða varaforseti Bandaríkjanna. Útlit er fyrir að hún eigi nú aftur möguleika á því að skrá nafn sitt í sögubækurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent