Schauffele sigldi sigrinum heim Siggeir Ævarsson skrifar 21. júlí 2024 19:15 Xander Schauffele lyftir bikarnum eftir sigurinn í dag Vísir/EPA-EFE/ROBERT PERRY Hinn bandaríski Xander Schauffele stóð uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk í dag en leikið var við töluvert krefjandi aðstæður í Skotlandi um helgina. Schauffele lauk keppni á níu höggum undir pari, tveimur höggum á undan Justin Rose og Billy Horschel. Þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð jöfn meðal efstu manna var sigur Schauffele ekki í mikilli hættu en hann lék frábærlega í gær í úrhellis rigningu og hífandi roki. Schauffele, sem er 37 ára, hafði fyrir árið í ár aldrei unnið stórmót en er nú búinn að vinna tvö á sama árinu sem hefur ekki gerst síðan 2018 þegar Brooks Koepka gerði það. Téður Koepka endaði í 43. sæti á mótinu. The winning putt. pic.twitter.com/NG7n73Ukgm— The Open (@TheOpen) July 21, 2024 Heimamenn vonuðust eflaust margir til að Justin Rose myndi ná að knýja fram sigur í dag en síðasti Englendingurinn til að vinna mótið var Nick Faldo árið 1992. Þó hafa tveir þegnar bresku krúnunnar unnið mótið í millitíðinni, báðir frá N-Írlandi. Darren Clarke árið 2011 og Rory McIlroy árið 2014. Þrír af síðustu fjórum sigurvegurum mótsins hafa allir komið frá Bandaríkjunum. Golf Opna breska Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Schauffele lauk keppni á níu höggum undir pari, tveimur höggum á undan Justin Rose og Billy Horschel. Þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð jöfn meðal efstu manna var sigur Schauffele ekki í mikilli hættu en hann lék frábærlega í gær í úrhellis rigningu og hífandi roki. Schauffele, sem er 37 ára, hafði fyrir árið í ár aldrei unnið stórmót en er nú búinn að vinna tvö á sama árinu sem hefur ekki gerst síðan 2018 þegar Brooks Koepka gerði það. Téður Koepka endaði í 43. sæti á mótinu. The winning putt. pic.twitter.com/NG7n73Ukgm— The Open (@TheOpen) July 21, 2024 Heimamenn vonuðust eflaust margir til að Justin Rose myndi ná að knýja fram sigur í dag en síðasti Englendingurinn til að vinna mótið var Nick Faldo árið 1992. Þó hafa tveir þegnar bresku krúnunnar unnið mótið í millitíðinni, báðir frá N-Írlandi. Darren Clarke árið 2011 og Rory McIlroy árið 2014. Þrír af síðustu fjórum sigurvegurum mótsins hafa allir komið frá Bandaríkjunum.
Golf Opna breska Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira