Efsti maður heimslistans segist aldrei hafa spilað í jafn erfiðum aðstæðum og í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 14:15 Scottie Scheffler leitaði skjóls frá votviðrinu í Skotlandi undir regnhlíf. getty/Pedro Salado Veðrið setti svo sannarlega svip sinn á þriðja hring Opna breska meistaramótsins í golfi sem fer fram á Royal Troon vellinum. Sannkallað skítaveður var í Skotlandi í gær og það gerði mörgum kylfingum afar erfitt fyrir. Meðal þeirra var Shane Lowry en hann lék þriðja hringinn á sex höggum yfir pari eftir að hafa verið efstur eftir fyrstu tvo hringina. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, lék á pari í gær og var á samtals tveimur höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana. Hann er ýmsu vanur en segist aldrei hafa lent í öðru eins og á seinni hluta hringsins í gær. „Þetta eru sennilega erfiðustu níu holur sem ég mun nokkru sinni spila. Þetta var frekar villt þarna úti en ég gerði vel í að harka í gegnum þetta,“ sagði Scheffler. Hann vann Masters 2022 og 2024 og getur bætt þriðja risatitlinum í safnið í dag. Besti árangur hans á Opna breska er 8. sæti 2021. Sýnt er beint frá lokadegi Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sannkallað skítaveður var í Skotlandi í gær og það gerði mörgum kylfingum afar erfitt fyrir. Meðal þeirra var Shane Lowry en hann lék þriðja hringinn á sex höggum yfir pari eftir að hafa verið efstur eftir fyrstu tvo hringina. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, lék á pari í gær og var á samtals tveimur höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana. Hann er ýmsu vanur en segist aldrei hafa lent í öðru eins og á seinni hluta hringsins í gær. „Þetta eru sennilega erfiðustu níu holur sem ég mun nokkru sinni spila. Þetta var frekar villt þarna úti en ég gerði vel í að harka í gegnum þetta,“ sagði Scheffler. Hann vann Masters 2022 og 2024 og getur bætt þriðja risatitlinum í safnið í dag. Besti árangur hans á Opna breska er 8. sæti 2021. Sýnt er beint frá lokadegi Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira