Golf

Táningurinn Eva leiðir á­samt ríkjandi Ís­lands­meistara

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hin 16 ára gamla Eva hefur spilað frábærlega til þessa.
Hin 16 ára gamla Eva hefur spilað frábærlega til þessa. GOLFSAMBAND ÍSLANDS/SIGURÐUR ELVAR

Hin sextán ára gamla Eva Kristinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari, leiða Íslandsmót kvenna í golfi þegar aðeins lokahringur mótsins er eftir.

Eva lék á 69 höggum í dag sem er tveimur höggum undir pari Hólmsvallar í Leiru. Hún lék fyrsta hring mótsins einnig á 69 höggum en lék á 74 höggum í gær. Hún þarf að forðast annan eins hring ætli hún sér að standa uppi sem Íslandsmeistari.

Ragnhildur byrjaði aftur á móti mótið einkar illa en lék á 67 höggum í gær og á pari í dag eða á 71 höggi.

Ragnhildur Kristinsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari.GOLFSAMBAND ÍSLANDS/SIGURÐUR ELVAR

Hulda Clara Gestsdóttir er í 3. sæti á tveimur höggum yfir pari og atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er þar á eftir á fimm höggum yfir pari. Enn er þó einn hringur eftir og það getur allt gerst.

Stöðu mótsins má sjá á vef Golfsambands Íslands.


Tengdar fréttir

Eva í for­ystu eftir fyrsta hring

Eva Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar er með þriggja högga forystu í kvennaflokki þegar fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi er lokið. Mótið hófst í morgun á Hólmsvelli í Leiru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×