Hinn 37 ára gamli Horschel nýtti alla sína reynslu í dag þegar hann spilaði á tveimur höggum undir pari og er því á fjórum höggum undir pari þegar þrír hringir eru búnir á þessu fornfræga móti. Þar á eftir koma sex kylfingar - Justin Rose, Dan Brown, Russell Henley, Thriston Lawrence, Xander Schauffele og Sam Burns - á þremur höggum undir pari.
Billy Horschel with a brilliant shot from the bunker on the 14th.
— The Open (@TheOpen) July 20, 2024
He has that to save par and remain tied for the lead. pic.twitter.com/sCxqCO12Ig
„Þetta snerist á endanum bara um að lifa af. Ég gerði vel í að lifa af og er gríðarlega ánægður að geta horft á töfluna og séð að ég er aðeins einu höggi á eftir fyrsta sætinu,“ sagði Rose eftir hring dagsins.
Hinn írski Shane Lowry réð engan veginn við rigninguna en hann var fremstur meðal jafningja þegar tveir hringir voru búnir. Hann spilaði hins vegar á sex höggum yfir pari í dag og féll alla leið niður í 9. sætið á einu höggi undir pari.
All to play for going into Sunday.@nttdata | #Leaderboard | #NTTDATAWall pic.twitter.com/AHrLWl6TJs
— The Open (@TheOpen) July 20, 2024
Lokadagur Opna meistaramótsins fer fram á morgun, sunnudag, og er í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsendingin hefst klukkan 08.00.